Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 24
22
1. mynd. Jafningjanet (Edutella) tengt við náms-
efnisþjón (EducaNext), námsefnismiðlara (UBP)
og námsstjómunarkerfi (t.d. IteachYou)
lengd, á hvaða tungumáli efnið er skrifað
eða flutt, námsmarkmið sem því er ætlað
að ná og ileira. Ef fyrirspurnarkerftð á að
vera einstaklingsmiðað, er ekki nægjanlegt að
staðlar lýsi eingöngu námsefninu heldur þarf
einnig að halda utan um námsferil, reynslu
og starfsvettvang námsmannsins á stöðluðu
formi. Málið vandast enn frentur þegar tengja
þarf saman mörg kerfi og þau þurfa að geta
talað við þjónustubeiðandann á sama rnáli um
lýsingar á námsefni og skilja fyrirspurnir. Þetta
er einmitt meginforsenda dreifðra kerfa og er
að jafnaði stór þáttur hönnunar þeirra. Því fer
mikil vinna í að hönnuðir komi sér saman um
þau fyrirspurnar- og lýsigagnamál sem kerfin
tala. Þá koma staðlar til hjálpar en þeim verður
lýst nánar í næsta kafla.
Staðlar
Námsstjómunarkerfi hafa verið í örri þróun
undanfarin ár og samhliða þessari vinnu hefur
þörfin fyrir staðlað umhverfi aukist til muna,
eins og lýst var hér að framan. Staðlar verða
ekki til staðlanna vegna heldur fara staðlar
yfirleitt í gegnum nokkur þróunarskref (Anido,
2002):
• Fyrst verður til þörf á að leysa vandamál í
samfélaginu
• Þörfinni er mætt með ýmsum tæknilegum
lausnum
• Lausnirnar eru sfðan þróaðar áfram í
opinberar lýsingar
• Ef þessar lausnir henta eru þær teknar
í notkun hjá fleiri aðilum innan sam-
félagsins
• Þessir aðilar koma lausnunum á framfæri
hjá staðlastofnunum sem búa til staðlana
• Að lokum eru staðlarnir gefnir út til
notkunar
A 2. mynd er reynt að draga upp hvernig
staðlanefndir á náms- og kennslusviðinu eru
tengdar (Masie, 2003).
• ISO/IEC JTCl SC36 er alþjóðlegt sam-
starf meðal aðila frá 18 löndum. Þetta er
í raun lokastöð staðlanna. Staðall sem
þessi nefnd gefur út byggir á framlagi frá
alþjóðlegum nefndum.
Dæmi urn staðlahópa innan ákveðinna
heimshluta eru IEEE LTSC, CEN/ISSS
LTSO:
• IEEE LTSC Námsstjórnunar staðlaráð
gaf út LOM (Leaming Object Metadata)
staðalinn. Þetta er einn fyrsti og viður-
kenndasti staðallinn fyrirnámstækni. LOM
var hannaður í samstarfi margra þjóða þó
að hann sé gefinn út af bandarískum
aðila. Dæmi urn aðila sem unnu mikið að
staðlinum var ARIADNE í Evrópu.
• CEN/ISSS Leaming technology workshop
vinnur í samvinnu við alþjóðlega hópa en
leggur áherslu á þarfir Evrópuþjóða.
Efniviðurinn sem unnið er með innan áður-
nefndra staðlasamtaka kemur frá ýmsum
hópurn og verkefnum. Það eru margir
hópar sem hafa búið til tæknilegar lýsingar.
Þekktastir á sviði tæknistudds náms eru IMS
Global Consortium, Dublin Core og ADL sem
hannaði SCORM (Shareable Course Object
Reference Model) staðalinn.
SCORM staðallinn er sá staðall sem mest
er notaður. Staðlinum er skipt í fjóra hluta:
(i) Lýsing námsefnisins (ii) Forritunarviðmót
sem nota skal til þess að fá aðgengi að efninu
í námsstjórnunarkerfinu (iii) Gagnalíkan sem
geymir upplýsingar um hvernig efnið er notað
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004