Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 36
34
Þess vegna vildi ég gefa þeim tækifæri til að
taka þátt í samvinnuverkefni og samræðum um
fagmennsku sína.
Amboð faglegrar
starfskenningar
Ég hef ásamt Mary Dalmau þróað amboð
og ferli til að lýsa, skrá og fá fram umræður
um persónulega faglega starfskenningu
kennara. Við köllum þau amboð faglegrar
starfskenningar (FSK). Til að sýna tengsl og
samspil framkvæmdar, fræðilegrar þekkingar
og siðfræðilegra raka notuðum við þrjú tannhjól
sem myndlíkingu sjá mynd.
Framkvæmd: Fjallarum starf kennarans, þar
á meðal kennslu og undirbúning hennar, mat,
athugun, samvinnu og tengsl við nemendur og
fjölskyldur þeirra
Fræðileg þekking: Gefur þeim tækifæri til
að útskýra það sem gerist í skólastofunni og
fjallar urn skilning kennara á framkvæmd
kennslunnar, tengsl við kenningar og fræðileg
viðmið.
Siðfræði: Tengist siðfræði þeirra, gildum
og viðhorfum til lífsins og endurspeglar það
sem þeir eru og það sem þeir vilja vera sem
kennarar. Kennarar fá tækifæri til að rökstyðja
það sem liggur að baki framkvæmdarinnar
Þegar ég hafði notað amboðin með kennurum
í ákveðinn tíma sá ég að þeir voru famir að taka
þátt í samræðunum á nýjan hátt og ígrundun
þeirra varð skipulagðari og gagnrýnni. Ég
hljóðritaði samræður okkar, vélritaði þær frá
orði til orðs og greindi þær og gat þess
vegna fylgst með þróuninni. Um miðbik
rannsóknarinnar voru niðurstöður mínar þær að
kennararnir fjölluðu fyrst og fremst um það sem
tengdist kennslustofunni. Þeir áttu auðvelt með
að segja frá því sem gerðist þar, frá ákveðnum
verkefnum og nemendum sínum. Þeim reyndist
erfiðara að setja starfið í stærra samhengi.
Kincheloe (1991) komst að því að þátttaka í
rannsóknum ögrar kennurum til að bera saman
tengsl milli félagslegra kenninga, kenninga
um nám og kennslu og framkvæmdarinnar í
kennslustofunni. Ég velti því fyrir mér hvort
þetta ætti einnig við í þessu tilfelli og við
bættum við amboðin með það að markmiði að
örva kennarana til að skoða starfið á víðtækari
og heildrænni hátt. í endurbættri gerð voru
þrjú stig (bekkjarsamfélagið, skólasamfélagið,
og þjóðfélagið) spurninga til ígrundunar. Með
þeim gátu kennarar skoðað starfið í nánu
samhengi við reynslu sína, skipulag skólamála
og félags- og menningarlega þætti.
í umræðum mínum við kennarana bað
ég þá um að deila skoðunum sínum með
mér. FSK amboðin hjálpuðu þeim að velta
fyrir sér og skilja betur aðgerðir sínar og
einnig að rökstyðja þær. Þeir voru tilbúnir
til nýbreytni og kornu með nýjar hugmyndir
að því hvernig hægt væri að nota amboðin.
Fagleg starfskenning setur mikilvægan ramma
utan um samræður kennara. Hún hjálpar þeim
að útvíkka samræðurnar frá umræðum um
daglegt starf kennaranna í kerfisbundna sköpun
faglegrar þekkingar. Þegar við ræddum stöðu
kennaranna í samfélaginu, þær kröfur sem
gerðar eru til þeirra, aðstæður sem þeir búa við
og þá ábyrgð sem gerð er til þeirra kont oft í
ljós hve margbreytilegt og flókið kennarastarfið
er. Allt frá því að skapa námsaðstæður sem
taka tillit til allra nemenda til ígrundunar og
þróunar á starfmu.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004