Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 42
40
Mótun starfskenninga
Menn hafa reynt að átta sig á hvað hefði áhrif á
mótun starfskenninga (Yaxley, 1991; Zeichner,
Tabachnick og Densmore, 1987) enda ætti
slík þekking að vera grunnur að skipulagi
kennarmenntunar og símenntunar kennara.
Það hefur til dæmis löngum verði talið að
kennaranemar sæktu fyrirmyndir til sinna fyrri
kennara og kennarar kenndu eins og þeim var
kennt, kennaramenntun breytti þar litlu um
(Zeichnero.fi. 1987).
Einnig eru dæmi um neikvæðar fyrirmyndir:
þ.e. að kennarar hafi það helst að leiðarljósi að
kenna ekki eins og kennarar sem kenndu þeim
(Hafdís Ingvarsdóttir, 1993; 1997; Calderhead
og Robson, 1991). Lortie (1975) ræðir í þessu
sambandi um tuttugu ára sveinsnám í áhorfi
‘apprenticeship of observation' og á þar við
þær mörgu stundir sem kennarar hafa setið á
skólabekk.
Megináhersla rannsóknarinnar var að fá
innsýn í starfskenningar enskukennara en ég
taldi að það myndi skerpa og víkka skilningin
á starfskenningum og áhrifum faggreinarinnar
á mótun þeirra að fá hugmyndir kennara á
öðru ólíku greinasviði til hliðsjónar. Það er
nýlunda innan þessarar rannsóknarhefðar að
beina samtímis sjónum að enskukennurum og
raungreinakennurum í þessu skyni.
Framkvæmd
Þátttakendur í rannsókninni voru 10 ensku-
kennarar og 5 raungreinakennarar þ.e. eðlis-
og efnafræðikennarar sem allir kenndu við
framhaldsskóla á Islandi. Kennararnir voru
á misjöfnum aldri og með mjög misjafna
reynslu frá tveimur árum upp í 36 ár. Flestir
störfuðu á höfuðborgarsvæðinu en nokkrir úti
á landi bæði við fjölbrautaskóla og hefðbundna
menntaskóla.
Notuð var lífssöguleg nálgun og gögnin
voru margþætt: viðtöl, vettvangsathuganir,
myndbandsupptökur, ýmis skrifleg gögn
skólanna sem endurspegluðu áherslur þeirra og
skólamenninguna. En á síðustu árurn hefur því
verið haldið fram að lífssaga kennara hafi sterk
áhrif á hugmyndir kennara um kennarastarfið:
„Stöðugt fleiri styrkjast í þeirri trú að lífssaga
hafi veruleg áhrif á framgöngu kennara og
starf hans í skólastofunni“ (Knowles, 1992,
bls. 99). Það var því talið áhugavert að nota
lífssögulega nálgun við ötlun gagna sem áttu
að draga fram starfskenningu kennara.
Að lokum voru kennarar beðnir að draga
upp sjálfsmyndarskissur þar sem þeir lýstu sér
sem kennarar séð með augum hliðholls félaga
(Kelly, 1955; Diamond, 1992). Þessar skissur
voru nýttar til margprófunar (Patton, 1990).
Það er nýlunda að flétta þessar aðferðir saman
við rannsóknir á hugmyndum kennara.
Þættir sem enskukennarar
telja að hafí mótað þá
I rannsókninni kom í ljós að enskukennarar
töldu að sex meginþættir hefðu haft áhrif á
hvemig þeir hugsuðu um kennslu. Það kemur
fram í frásögnum kennara að þessir sex þættir
eru mis áhrifamiklir að þeirra mati. 1. mynd
endurspeglar hversu sterklega hver þáttur
kernur fram í frásögnum þeirra:
Nemendur. Það er afar athyglisvert að af
þessum sex þáttum telja kennarar að nemendur
séu áhrifamestir. Enskukennarar telja sig
hafa hafa lært mikið af nemendum sínum.
„Nemendur mínir hafa kenní mér svo mikið
um kennslu", segir Björk. Og Ingi segir:
„Nemendur láta mig vita ef þeim fellitr ekki
það sem við erum að gera ... en ég er ekkert
ragur við að reyna nýja hluti. Ja, ef ég á að
vera vera alveg hreinskilinn þá fer það eftir
hópmtm. Sumir hópar eru alveg til íbreytingar
kennarar telja að hafi mótað kenningar sínar.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004