Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 47
45
áhugasams kennara. Greinin höfðaði til þeirra
bæði vitsmunalega og tilfinningalega. Þessi
áhugi dýpkaði í háskólanum og tengslin urðu
enn sterkari. Lunn (2002) telur að viðhorf
kennara til greinarinnar séu mjög mikilvæg
því þau séu hluti hinnar duldu námskrár
þeirra og Helms (1998) heldur því fram að
vitsmunalegur áhugi kennarans á greininni
móti að hluta sjálfmynd hans sem kennara.
Samkvæmt rannsókn minni er sjálfsmyndin
ekki síður mótuð af tilfinningalegum við-
horfum. Það er því mikilvægt að kennarinn
fái tækifæri til að ígrunda betur afstöðu sína
og tilfinningar til að skilja betur ákvarðanir
sem hann tekur í starfi sínu. Þessar niðurstöður
flytja mikilvæg skilaboð til skólastjórnenda
sem hafa oft lokaorðið um hver kenni hvaða
grein. í þessari rannsókn nefndu kennararnir
fjölmörg dæmi um að skólastjórnendur hafi
oft verið ótrúlega hugmyndaríkir þegar þeir
voru að ‘manna stofumar’ svo sem að bjóða
eðlisfræðikennara að kenna dönsku og ensku-
kennara náttúrufræði!
Lokaorð
Kennararnir byggja kennslu sín á starfs-
kenningum sínum sem oftast eru lítt eða ekki
meðvitaðar (Handal og Lauvás, 1987; Elbaz,
1990; Yaxley, 1991; Kelchterman, 1993; Pope,
1993). Því er mikilvægt að kennarar orði og
ígrundi þessar starfskenningar fyrir sjálfum
sér. I grunn- og símenntun kennara þarf að
hyggja betur að því hvernig þjálfa má faglega
orðræðu svo hún verði kennurum töm. Það
þarf að gæta þess að kennarar einangrist ekki
og þjálfa þá í faglegu samtarfi. Slíkt kallar á
lengri grunnmenntun kennara og nýjar en ekki
síst breyttar áherslur í símenntun framhalds-
skólakennara. í því skyni þarf að bjóða upp á
símenntun á skólatíma og innan hvers skóla
í meira mæli en nú er gert. Þar þarf að
skapa svigrúm fyrir þróunarstarf sem kemur
innanfrá og byggir á þörfum og tilfinningum
sem viðkomandi kennarar skilgreina sjálfir.
Heimildir
Ahlstrand, E. (1994). Professional isolation
and imposed collaboration in teachers’
vvork. í I. Carlgren, G. Handal og S.
Vaage, (Ritstj.), Teachers’ minds and
actions. Research on Teachers' Thinking
and Practice. London: Falmer Press bls.
260-271.
Calderhead J„ Robson M. (1991). Images of
teaching: student teachers' early
conceptions of classroom practice.
Teaching and Teacher Education, 7,1,
bls.1-8.
Clandinin, D.J. og Connelly, F.M. (1996).
Teachers ’ professional knowledge
landscapes. Nevv York: Columbia
University, Teachers’ College Press.
Cochran-Smith, M. og Lytle, S. (1993) Inside-
out: Teacher research and knowledge.
Nevv York: Teachers’ College Press.
Connelly, F.M. og Clandinin, D.J. (1988).
Teachers as curriculum planners.
Narratives of experience. Nevv York:
Columbia University, Teachers’ College
Press.
Day, C. (1999). Developing teachers: The
challenges oflife long learning. London:
Falmer Press.
Day, C„ Calderhead, J. og Denicolo, P.
(Ritstj.), (1993). Research on teacher
thinking. Understanding professional
development. London: Falmer Press.
Diamond, C.T.P. (1992). Autoethnographic
approaches to teachers’ voice and vision.
Curriculum Inquiry, 22 (1), bls. 67-81.
Elbaz, F. (1992). Hope, attentiveness, and
caring for difference: The moral voice
in teaching. Teaching and Teacher
Education, 8, bls. 421-432.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004