Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 51
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 49-62
49
Orðræða ungs fólks um sjálfsmyndir,
þjóðarvitund og hnattvæðingu
Guðný Guðbjömsdóttir
Háskóla íslands
Sergio Morra
Háskólanum í Genoa
Markmið þessa erindis er að greina frá rannsókn á menningarímyndum ungs fólks á Islandi
við árþúsundamót. Kannað var hvemig orðræðan um hið íslenska og hið hnattræna birtist í
sjálfsmyndum ungs fólks, og hvar unga fólkið staðsetur sig menningarlega nú og til framtíðar.
Einnig var kannað hvort skil væru á milli orðræðunnar um þjóðarímyndina annars vegar og eigin
sjálfsmyndar hins vegar. Alls var talað við 48 ungmenni, á aldrinum I5, 18 og rúmlega tvítuga
háskólastúdenta í vísindum, listum og hug- og félagsvísindum, jafnmarga af báðum kynjum.
Einnig voru tekin viðtöl við tíu nýbúa á sama aldri. Tekin vom hálfopin einstaklingsviðtöl yfirleitt
í skólum viðkomandi. Úrvinnslan í þessu erindi er fyrst og fremst eigindleg, orðræðugreining.
Niðurstöður benda til að orðræða ungs fólks um menningarímyndir breytist töluvert frá grunnskóla
til háskóla. Ráðandi orðræða lykilþátttakendanna sem í þessari grein eru háskólanemarnir er að
þeirra sjálfsmynd tengist bæði þeirra heimabæ og Islandi, nú og til framtíðar, annaðhvort af þvíþað
sé óhjákvæmilegt eða vegna þess að það sé hagkvæmur eða góður valkostur á hnattvæðingartímum.
Ráðandi orðræða nýbúanna er að það sé útilokað fyrir þá að verða íslendingar, þeir sveiflast á milli
upprunamenningar og íslenskrar menningar, eða hafna báðum og hafa þá óstaðbundna sjálfsmynd.
Þó að þjóðarímynd flestra viðmælenda sé sterk, og ekki í andstöðu við aðrar ímyndir, þá höfðar
íslensk menning missterkt til þess unga fólks sem rætt var við. Fram koma vísbendingar um
hvernig tengja megi betur sjálfsmyndir ungs fólks og íslenska menningu með breyttum áherslum
í námskrám og kennsluaðferðum. Niðurstöður eru settar fram með áherslu á orðræðu eða raddir
unga fólksins og ræddar með hliðsjón af sambærilegum rannsóknum. Þessi athugun er hluti af
rannsókn höfunda um menningarlæsi, menningarfmyndir og skapandi starf, sem styrkt hefur verið
af Rannsóknasjóði Háskóla íslands og Rannsóknarráði Italíu.
Hvernig staðsetur ungt fólk á íslandi sig í
umheiminum við árþúsundamót? Hvernig ræðir
ungt fólk um íslenska menningu, þjóðarvitund
og sig sem íslendinga á tímum síaukinnar
hnattvæðingar? Hvað með aðflutt ungt fólk;
hvernig ræðir það um íslenska menningu
og hvemig staðsetur það sig í veröldinni,
hefur það tilfinningu fyrir þjóðarvitund?
Hvernig á skólakerfið að bregðast við þeim
menningarbreytingum sem hnattvæðingin og
tilflutningur vinnuafls á milli landa hefur í för
með sér? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem
búa að baki þeirri rannsókn sem hér er greint frá
á menningarímyndum ungs fólks. Rannsóknin
er gerð í framhaldi af fyrri rannsókn höfunda
á þekkingu og skilningi ungs fólks á íslenskri
menningu (Guðný Guðbjörnsdóttir og Sergio
Morra, 1997, 1998; Guðný Guðbjörnsdóttir,
2000).
Að einstaklingar fái jákvæða sjálfsmynd og
finnist þeir tilheyra eigin menningu eru oft talin
lykilatriði til að þeir eigi von um jafnrétti og
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004