Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 53

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 53
51 veruleikan. (Guðný Guðbjörnsdóttir, 1994, 2001). Onnur átök við sjálfsmyndarmótun eru tengslin á milli sjálfsmyndar (ego-identity) og þjóðernisjálfsmyndar eða þjóðarvitundar (e. ethnic- eða national identity) og nú á tímum átökin á milli þjóðarvitundar og hnattvæðingar (Wallace-Cowell, 1999). í þessari grein er það einkum sá hluti sjálfsmyndarinnar sem er til athugunar. Þetta hugtak hefur verið skilgreint sem „tilfinning fyrir innbyrðis tengslum á milli hóps fólks sem á sameiginlega sögu sem rekja má til sama staðar eða lands“ (Branch, 2001, 414). Hvernig birtist hið íslenska í sjálfsmyndum ungra íslendinga nú í ljósi hnattvæðingar? Almennt er talið mikilvægt fyrir þróun þjóðernissjálfsmyndar barna og unglinga af erlendum uppruna að þau hafi góð tengsl við upprunamenningu sína og að þjóðemissjálfsmynd sé þungamiðjan í þróun sjálfsmyndar hjá menningarlegum minnihlutahópum. Þjóðernisminnihlutahópar búa oft við fordóma og mismunun, sem valda sálrænum og námslegum erfiðleikum hjá viðkomandi einstaklingum. Talið er að sterk þjóðernisvitund veiti einstaklingum slíkra hópa styrk gegn því að varpa neikvæðum viðhorfum inn í eigin hóp og hafi jákvæð áhrif á þroska þeirra og aðlögun (Rannveig Traustadóttir, 2001; Phinney, 1990). Þó að hnattvæðing sé lykilatriði í menningu samtímans hefur sálfræði menningar- samsömunar um of horft fram hjá henni (Gjerde og Onishi, 2000). Sjálfsmynd óháð stað (deterritorialized identity) er talin af- leiðing hnattvæðingar og í andstöðu við menningarbundið, staðbundið sjálf. Gjerde og Onishi (2000) setja spurningamerki við að hefð sem byggist á Evrópska þjóðríkinu og þýskum hugmyndaheimi sé nothæft tæki til að skýra áhrif hnattvæðingarinnar í sjálfsmynd fólks og þróun þjóðarvitundar á 21. öldinni. Greining á þjóðarvitund krefjist greiningar á ráðandi orðræðum og hegemónísku valdi. Að öðrum kosti verði hætta á skilum á milli þjóðarvitundar og menningar. í því sambandi megi ekki hunsa margbreytileikann, innflytjendur og menningarblöndu (e. hybridity). Einnig verði að gera ráð fyrir innri spennu hjá einstaklingum á milli sjálfstæðis og samkenndar. Hugtakið eða fyrirbærið hnattvæðing er flókið og margslungið. Oft er talað um sex þætti hnattvæðingar sem hafa mismunandi vægi fyrir mismunandi einstaklinga: alþjóðlegan flulning fólks og þjóðarbrota; fjármál og verslun; boðskipti og upplýsingatækni; myndun alþjóðlegra samtaka; málfarslega, menningarlega og hugmyndafræðilega samræmingu; og heimsvædd eða alþjóðleg kerfi tákna og ímynda (Marginson, 1999). Gera má ráð fyrir að hugtakið hnattvæðing sé skilið á mismunandi hátt hjá viðmælendum, einkum hjá þeim sem yngri eru. Margt bendir til að hnattvæðingin, ekki síst flutningur á fólki og fyrirtækjum, ásamt netvæðingunni komi hreyfingu á fyrirbæri eins og menningu, sjálfsmynd/ samsömun/ sjálfsvitund (identity), kynþátt, ríki, þjóð og stundum fjölskyldu í hugum fólks og fyrstu viðbrögð virðast oft þau að fólk vill styrkja það hefðbundna, og halda í öryggið sem því fylgir (McCarthy o. fl. 2003). Nokkrar rannsóknir eru til á þessu við- fangsefni erlendis (Branch, 2001; þemahefti Harvard Educational Review, 73, 2003) svo og á æskilegum viðbrögðum í skólakerfinu. Engar rannsóknir liggja fyrir um þetta ferli hjá ungu fólki hér á landi, þó að ýmislegt sé þegar vitað um innflytjendur eða nýbúa á íslandi. Þar má nefna að árið 2001 voru 18.338 íbúar landsins eða 6,4% fæddir erlendis og eiga lögheimili hér. Af þeim vou 9,850 erlendir ríkisborgarar eða 3,4 % af fjölda landmanna, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Af Norðurlöndunum er hlutfallslega flest fólk af erlendum uppruna búsett í Noregi, því næst í Svíþjóð, þá í Danmörku og á íslandi en fæstir í Finnlandi (Ragnheiður Kristinsdóttir, 2002; Hagstofa Islands; Rannveig Þórisdóttir, Sigurlaug H. Svavarsdóttir og Jón Gunnar Bernburg, 1997). I ljósi sívaxandi hnattvæðingar og Evrópuvæðingar þótti fróðlegt að kanna nú hvernig orðræða ungs fólks um sjálfsmyndir og þjóðarvitund birtist hér á landi og hugleiða hvers konar viðbrögð væru æskileg í skólum. Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.