Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 54
52
Rannsóknarspurningar
Meginspurningar greinarinnar eru eftirfarandi:
1. Hvernig birtist orðræðan um hið íslenska
og hið hnattræna í sjálfsmyndum ungs
fólks? Hvar í tilverunni staðsetur ungt fólk
sjálft sig nú og til framtíðar?
2. Eru skil á milli orðræðunnar um þjóðar-
ímyndina annars vegar og eigin sjálfsmynd
hins vegar eða kemur íslensk menning
unga fólkinu persónulega við?
Aðferð
Tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl við
ungt fólk á aldrinum 14-30 ára, yfirleitt í
skólum viðkomandi. Viðtölin voru tekin af
fjórum rannsakendum, sem allir hafa reynslu
af sambærilegum viðtölum. Til samræmingar
þótti nauðsynlegt að hafa viðtalsrammann
skýran með fyrirmælum urn að hafa viðtölin
samt sem áður sveigjanleg eða hálfopin og allir
rannsakendur tóku forviðtöl í þjálfunarskyni.
Öll viðtölin voru tekin upp og afrituð frá orði
til orðs. Úrvinnslan í þessari grein er fyrst og
fremst eigindleg. Aðeins er stuðst við hluta af
því efni sem fram kom í viðtölunum.
Þátttakendur
I þessum rannsóknaráfanga voru tekin viðtöl
við 58 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu, þar
af sextán 14 ára (9. bekk), sextán 18 ára (3. ár
í framhaldsskóla) og sextán háskólastúdenta
(meðalaldur 22,5 ár) í listum, raunvísindum
og hug- og félagsvísindum, jafnmarga af
báðum kynjum. Úrtakið var valið þannig
að spurningalisti höfunda úr fyrri áfanga
rannsóknarinnar (Guðný Guðbjörnsdóttir og
Sergio Morra, 1998) um þekkingu á íslenskri
menningu var lagður fyrir 296 einstaklinga,
þar af 109 8. bekkinga í tveimur grunnskólum,
86 framhaldskólanema á öðru ári úr tveimur
menntaskólum og 101 háskólanema frá 2
háskólum í Reykjavík. Að lokum voru 16
nemar valdir úr hverjum aldurshópi þannig
að bæði nemar með mikla þekkingu og minni
á íslenskri menningu, væru með, og voru
þeir paraðir saman á öðrum breytum eins og
kynferði, félagsstöðu foreldra og almennri
þekkingu. Að auki voru tekin viðtöl við 10
nýbúa alls á sama aldri. Þeir voru valdir eftir
ábendingum frá viðkomandi skólum og frá
aðilum sem til þekkja.
Lykilþátttakendur í þessari grein eru elstu
þátttakendurnir, 16 háskólanemar í listum,
raunvísindum, hug- og félagsvísindum svo
og nýbúarnir. Þó er stuðst við allt úrtakið
í greiningu á fyrstu rannsóknarspurningunni
eins og fram kemur í niðurstöðum. Nýbúamir
sem hér er vitnað til voru f framhaldsskólum
eða nýhættir þar. Öllum nöfnum hefur verið
breytt til að varðveita trúnað við þátttakendur.
Greining gagna
Greining í þessu erindi er eigindleg. Á meðan
trúverðugleiki megindlegrarannsóknabyggist á
hefðbundnum mælingum á gildi og áreiðanleika
ákvarðast áreiðanleiki eigindlegra rannsókna
aðallega af trúverðugleikanum, þó að unt það sé
fræðilega spennandi og krítísk umræða í gangi
(Lather, 2001). Hugtakið orðræða er miðlægt
og á við viðurkennda orðnotkun fræðigreina,
stjómmála eða menningar, hvernig er fjallað
um hlutina á tilteknu augnabliki, viðurkennda
þekkingu eða sannleika sem orðið hefur til í
samskiptum ákveðinna félagslegra afla (Guðný
Guðbjörnsdóttir, 2001, 11).
Sem áður segir er litið á talað mál
sem mikilvæga uppsprettu eða texta sem
endurspeglar orðræðu, um nterkingu íslenskrar
menningar og þýðingu hennar fyrir sjálfsmyndir
viðkomandi. Stuðst er við orðræðugreiningu á
talmáli, svokallaða krítíska orðræðu-greiningu
(critical discourse analysis) (Cameron, 2001;
Howarth, 2000; Guðný Guðbjörnsdóttir, 2001).
í gmnninn er um textagreiningu á viðtölum
að ræða, þar sem í fyrsta lagi er leitað eftir
ráðandi leiðurn við að orða hlutina og í öðru
lagi er reynt að átta sig á merkingu eða túlkun
á viðkomandi orðræðu. Almennt er greiningin
á ráðandi orðræðu gagnsæ og óuntdeild, þó
að rannsakendur séu stundum sakaðir um að
sýna of fá dænti eða að nefna ekki dæmi um
gagnrök. Túlkun á merkingu orðræðunnar er
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004