Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 65
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 63-70
63
Rannsóknir á sviði sérþarfa og fötlunar
barna á íslandi 1970-2002
Gretar L. Marinósson
Kennaraháskóla íslands
Svara er leitað við spumingum um þróun rannsóknar á sviði sérþarfa og fötlunar bama á
íslandi og stuðst við greiningu á öllum tiltækum rannsóknum á sviðinu á rúmlega þrjátíu ára
tímabili. Afmörkun viðfangsefnisins er fræðilega vandasöm en miðað við gefnar forsendur eru
rannsókna á sviðinu tæplega 90 og skiptast gróflega í tvo flokka: þær sem unnar eru af klínískum
fræðimönnum og þeim sem unnar em af fræðimönnum á sviði menntamála. Þessi skipting helst
að miklu leyti í hendur við viðfangsefni rannsóknanna, kenningarlega og aðferðafræðilega nálgun
og stofnanatengsl rannsakenda. Þannig velja klínískir fræðimenn, sem starfa flestir við stofnanir
á sviði heilbrigðis- og félagsmála eða við Sálfræðiskor Háskóla fslands, oft rannsóknarefni sem
tengjast röskunum barna og unglinga til að rannsaka röskunina sem slfka, afleiðingar hennar og
mögulegt mat, meðferð eða fyrirbyggingu og beita til þess megindlegum aðferðum byggðum á
vissuhyggju. Fræðimenn á sviði menntamála, sem flestir starfa í háskólum sem mennta kennara,
Kennaraháskóla íslands og Háskólanum á Akureyri, velja fremur efni á sviði heildtæks skólastarfs
þar sem viðfangsefni eru skoðuð í menntunarlegu samhengi og beita til þess eigindlegum
aðferðum byggðum á túlkunaifræði. Sáralítið samstarf er um rannsóknir með fræðimönnum í
þessum tveimur flokkum vegna ólíkra kenningalegra sjónarmiða og veikrar stofnanatengsla á
sviði rannsókna. Komist er að þeirri niðurstöðu að rannsóknir á sviðinu hér á Iandi séu að minnsta
kosti 20 árum á eftir ámóta rannsóknum í nágrannalöndum. Hvatt er til aukinnar stofnanabindingar
rannsóknarstarfs hér á landi, eflingar rannsóknarvirkni þeirra sem starfa að menntamálum og
aukinnar þverfaglegrar samvinnu á milli stofnana. I þeirri samvinnu þarf að vera samkomulag
um að rannsóknir á börnum með fötlun og víxlverkan þeirra við umhverfi sitt geti ekki byggst á
forsendum vissuhyggju um sannleika og hlutlægni heldur þurfi þær að taka mið af kenningum sem
gera ráð fyrir því að félagsleg fyrirbæri ráðist í samhengi sínu.
Fátt eitt hefur verið skrifað um rannsóknir
hér á landi á sviði sérþarfa og fötlunar barna
(sjá þó Gretar Marinósson, 1997)1. Fjölmargar
spumingar leita enn svara: Hvernig hefur þetta
rannsóknarstarf þróast á undanförnum árum?
Hvað einkennir þá fræðilegu sýn sem fram
kemur í rannsóknunum og aðferðafræði þeirra?
Hvert er hið stofnanalega samhengi? Hver
ákveður hvað skuli rannsakað, hver vinnur
rannsóknirnaroghverstyðurþærogfjármagnar?
Hvaða hugmyndir leiða af þessum rannsóknum
og af hvaða fræðilega grunni eru þær sprottnar?
Hvaða praktíska og fræðilega gildi hafa þessar
rannsóknir fyrir stefnumótendur, fagmenn,
starfsmenntastofnanir og aðrar greinar?
Hvaða leiðir hafa verið nýttar til að koma
niðurstöðum rannsókna til skila hérlendis
og erlendis? Hvaða áhrif hafa rannsóknir á
sérkennslu og fötlun bama haft á framkvæmd
sérkennslu og umfjöllun um börn með fötlun og
sérþarfir? Hverjir eru styrkleikar og veikleikar
rannsóknanna og hvaða svið hafa ekki verið
könnuð eða þarfnast frekari vinnslu?
Enn sem komið er skortir traustar vís-
bendingar til að svara öllum ofangreindum
spurningum á viðunandi hátt. Hér er gefið
1 Grein um rannsóknir á sviði sérkennslu á íslandi (Gretar L. Marinósson, 1997) varð upphaflega til vegna beiðna erlendis
frá um yfirlit yftr stöðu mála hérlendis til samanburðar við aðrar norrænar þjóðir. Það yfirlit um rannsóknir á sviði
serþarfa og fötlunar bama sem hér er veitt var unnið af ámóta tilefni (sjá Gretar L. Marinósson, 2003) og er bót á því
fyrra að því leyti að það byggir á gagnagrunni um allt sem skrifað hefur verið um sérkennslu og fötlun bama hér á landi
frá upphafi, þar nteð taldar allar rannsóknir (Sigurður Fjalar Jónsson og Gretar L. Marinósson, 2003).
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004