Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 73
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 71-82
71
Er gildismat íslenskra skólastjóra
ólíkt eftir kynferði?
Anna Guðrún Edvardsdóttir
Náttúrustofa Vestfjarða
I þessari grein er fjallað um niðurstöðu rannsóknar á gildismati íslenskra skólastjóra og þeirri
spurningu varpað fram hvort það væri ólíkt efir kynferði. Markmið rannsóknarinnar var að
skoða hvort munur væri á gildismati og stjómunarlegri hegðun íslenskra skólastjóri eftir
kynferði. Gengið var út frá því að munur væri á gildismati karla og kvenna. Sú kvenfræðilega
hugmyndafræði sem lögð var til grundvallar í rannsókninni leiðir likum að því að munur sé á
gildismati og stjórnunarlegri hegðun karla og kvenna. Stjómunarleg hegðun karla hefur verið talin
rökvís og skilvirkari en kvenna og lögð hefur verið áhersla á að stjómendur sýni slíka hegðun.
Beitt var bæði megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum. Spurningarlisti var lagður fyrir
fslenska skólastjóra og varðaði innihald hans gildismat er lægi að baki ákveðnum þáttum í starfi
og stjórnunarlegri hegðun skólastjóra. Einnig vom tekin viðtöl við fjóra skólastjóra, tvo karla og
tvær konur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar er að nánast enginn munur er á gildismati karla
og kvenna og stjórnunarleg hegðun íslenskra karl- og kvenskólastjóra er svipuð. Bæði kyn sýna
stjómunarlega hegðun sem talin hefur verið einkenna kvenskólastjóra. Slík niðurstaða er ólfk því
sem fengist hefur erlendis frá, þar er munur á milli kynja. Það bendir því allt til þess að „kvenleg"
stjómunarleg hegðun henti vel við stjórnun menntastofnana hér á landi, þar sem mannleg
samskipti, samvinna og virðing yfir öllum meðlimum stofnunarinnar em í hávegum höfð.1
Inngangur
Á íslandi hafa ekki verið gerðar margar
rannsóknir sem tengjast beint staifi skóla-
stjóra og til þess að skilja betur eðli starfsins
er nauðsynlegt að fleiri rannsóknir séu
gerðar á því sviði. Starf skólastjórans hefur
breyst og aukist að umfangi síðustu ár, m.a.
vegna yfirfærslu grunnskólans til sveitar-
félaganna. Með yfirfærslunni færðist skólinn
nsr þeim sem þjónustu hans njóta og fyrir
vikið fylgjast menn meira með og gera
kröfur til sveitarstjórnarmanna um að skólinn
veiti sambærilega þjónustu og aðrir skólar
landsins. Skólastjórinn verður því sá sem
sveitarstjórnarrnenn setja sitt traust á varðandi
faglegan og fjárhagslegan rekstur skólans.
Konum sem gegna starfi skólastjóra hefur
fjölgað mjög undanfarin ár og eru hlutföllin
Um 60% karlar á móti 40% konur (hagstofa.
is 2001). Þess verður e.t.v. ekki langt að bíða
að konur verið í meirihluta í starfi skólastjóra.
Margar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar
á stjórnunarlegri hegðun karla og kvenna.
Niðurstöður slíkra rannsókna hafa leitt í ljós að
munur er á stjómunarlegri hegðun kynjanna. Á
grundvelli þeirra niðurstaðna var gengið út frá
því að slíkt ætti einnig við hér á landi.
Markmið rannsóknarinnar sem greint er hér
frá var að skoða hvort munur væri á gildismati
og stjómunarlegri hegðun íslenskra skólastjóra
eftir kynferði. Þær rannsóknarspumingar sem
leitast var við að svara eru:
1. Hvereru þau gildi sem liggja til grundvallar
stjórnunarlegri hegðun íslenskra skóla-
stjóra?
2. Er gildismatið ólíkt eftir kynferði? Ef svo
er, í hverju er munurinn fólginn?
Lögð var áhersla á að skoða tengsl gilda og
kynferðis við ákveðna þætti í starfi skólastjóra.
Þessir þættir voru: Ákvarðanataka, valddreif-
ing, starfsmannastjórnun, leiðtogahlutverk
Grein þessi byggist á rannsóknarverkefni höfundar sem lagt var fram til fullnaðar M.Ed.-prófs við
Kennaraháskóla íslands 2002. Leiðsögukennari við verkefnið var Steinunn Helga Lárusdóttir lektor.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004