Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 74
72
skólastjóra, mótun framtíðarsýnar og völd.
Lagður var spurningalisti fyrir alla skóla-
stjóra sem voru starfandi árið 2001. Listinn
innihélt spurningar er varðaði ofangreindar
breytur. Þá voru tekin fjögur viðtöl, tvö við
karlskólastjóra og tvö við kvenskólastjóra.
Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á spurn-
ingalistanum og viðtölunum.
Skilgreining hugtaka
Sú kvenfræðilega hugmyndafræði sem lögð
er til grundvallar í rannsókninni leiðir líkur að
því að munur sé á gildismati og stjórnunarlegri
hegðun karla og kvenna. Þessi hugmyndafræði
byggir á hugmyndum kvenfrelsisstefnunnar
(femínismanum) sem lítur á hugtakið kynferði
(gender) sem félagslega afurð, að konur og
reynsla þeirra hafi verið útilokuð frá þróun
þekkingarinnar og að femínisminn kalli nú á
breytingar sem beinast að því að ná jafnvægi
í valdahlutföllum kynjanna á öllum sviðum
(Blackmore 1995:51).
Innan femínismans hafa sprottið upp ýmsar
kvenfrelsisstefnur, s.s. frjálslyndur femínismi,
róttækur femínismi, sósíalískur femínismi,
menningarlegur femínismi, póstmódernískur
femínismi og póststrúktúralískur femfnismi.
Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að
vilja jafnrétti kynjanna á öllum sviðum en
munur á milli þeirra liggur í því að þær greinir
á hvernig skilgreina skuli jafnrétti og hvernig
því verði náð. í rannsókninni var ekki gengið
út frá því að einhver ein þessara stefna hefði
haft afgerandi áhrif á stjórnun menntastofnana
heldur hafi þær allar haft og hafi enn í dag
áhrif, mismikil þó.
I bók sinni „The dictionary of feminist
theory“ skilgreinir Maggie Humm kynferði sent
samfélagslegt og menningarlegt hugtak um ólík
viðhorf og ólíka hegðun karla og kvenna (Humm
1995:106-108). Femínisminn er skilgreindur
í ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs sem
„kvenfrelsisstefna, femínismi, sú stefna að
konur og karlar skuli hafa jafnan rétt til náms,
starfa og launa og að hefðbundin kvennastörf
séu metin til jafns við önnur störf' (Ensk-íslensk
orðabók 1984:365). Gaby Weiner segir í sinni
bók „Feminism in education“ að femínismi sé
komið úr latínu og þýði kona og að hafa hæfileika
kvenna (Weiner 1994:51). Maggie Humm
skilgreinir femínismann sem hugmyndafræði
um frelsun kvenna í Ijósi þess að konur hafa ekki
sama rétt og karlar vegna kynferðis síns. Kúgun
kvenna og feðraveldishugtakið eru lykilhugtök í
hugmyndafræði femínismans (Humm 1995:94-
95).
Enska orðið yfir gildi og gildismat er „values“
sem þýðir samkvæmt ensk-íslenskri orðabók
Arnar og Örlygs „gildismaf ‘ eða „verðmætamaf ‘
(Ensk-íslensk orðabók 1984: 1167-1168). Árið
1951 setti Clyde Kluckholn fram skilgreiningu
á hugtakinu gildi og er því lýst þannig að það
vísi leynt og Ijóst til þess sem einstaklingur eða
hópur telur mikilvægt. Gildi hafa áhrif á hvaða
aðferð, leið og markmið fólk velur (Kluckholn
1951: 395).
Gildi og gildismat eru notuð jöfnum höndum
hér á landi og virðist skilningur manna á þessum
hugtökum vera sá að merking þeirra sé sú
sama. Gildi hefur verið skilgreint í orðabók
Menningarsjóðs sem „hversu mikið eitthvað
gildir“ en skilgreining á gildismati er hins
vegar sú að það sé „mat á verðmætum í
lífinu“. Skilningur minn á þessum hugtökum
er sá að gildismat einstaklings byggi á mörgum
gildum sem viðkomandi hefur tileinkað sér á
lífsleiðinni.
Kvenfræðileg nálgun
- hvers vegna?
Flestar fræðibækur um skólastjórnun ganga út
frá hugmyndafræði karla og lítið sem ekkert
er fjallað um konur í þeim. Til marks um það
má geta þess að einn helsti fræðimaður á sviði
skólastjórnunar, Sergiovanni, fjallar svo til
ekkert um konur sem stjórnendur í bók sinni
„The Principalship" og það sem hann segir
er að konur séu sérstakt fyrirbæri (special
case) í fræðunum (Sergiovanni 1995:262-
263). Eg hef því ekki fundið mikið bitastætt í
stjórnunarfræðunum sem í fræðibókum er lagt
til að stjórnendur tileinki sér. Það var ekki fyrr
en ég fór að lesa bækur sem fjölluðu um konur
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
*