Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 83
81
til að allir stjórnendur tileinki sér þau kvenlegu
gildi sem endurspeglast í stjórnunarháttum
kvenna og blandi þeim saman við önnur gildi
sem ríkja í skólunum. Því eins og kom fram
hér að framan verður framtíðarstjórnandi að
hafa bæði kvenleg og karlleg gildi. Þannig
verður hann betri og skilvirkari stjórnandi.
Það virðist því vera ástæða til þess að skoða
það hvort hér á landi sé yfirhöfuð hægt að
tala um að stjómunarleg hegðun skólastjóra
endurspegli gildismat sem innihaldi einhver
sérstök kvenleg gildi sem einkenni konur eða
karlleg gildi sem séu einkennandi fyrir karla.
Slík flokkun á ekki lengur við þar sem munur
á gildismati kynjanna er nánast enginn. Hins
vegar sýna niðurstöður rannsóknarinnar að
þau gildi sem talin hafa verið kvenleg eru
þau gildi sem eru ríkjandi og endurspeglast
í stjórnunarlegri hegðun skólastjóra. Sú
stjórnunarlega hegðun virðist skila mestum
árangri við stjórnun menntastofnana í okkar
nútímasamfélagi sem gerir allt aðrar kröfur til
þegna sinna en fyrir 30^)0 árum.
Jill Blackmore (1999) fjallar um þá
markaðshyggju sem virðist einkenna vestræn
þjóðfélög. Fyrirtæki og stofnanir eiga að
skila mælanlegum árangri á öllum sviðum.
Slíkar kröfur skila sér einnig inn í skólana
(Blackmore, 1999:17-19). Því er margt sem
bendir til þess að starf skólastjórans sé að
breytast á þann hátt að meiri markaðshyggja
einkenni rekstur skólajafntfjármál semfaglegt
starf. Sú þróun er í andstöðu við þau „mjúku“
gildi sem niðurstöður rannsóknarinnar benda
til að ríki hjá íslenskum skólastjórum og sem
fræðimenn telja að sé vænlegri til árangurs.
Hvernig íslenskum skólastjórum tekst að laga
markaðshyggjuna að því gildismati sem virðist
einkenna þá verður tíminn að leiða í ljós.
Eg ber fullt traust til íslenskra skólastjóra að
þeim takist að finna leið þar sem gildismat
þeirra verði haft að leiðarljósi skólastarfi til
framdráttar.
Hemildir
Blackmore, J. (1999). Troubling Women.
Buckingham Philadelphia, Open
University Press.
Coleman, M. (1996). The management style
of female headteachers. Educational
management and administration
24(2): 163-174.
Colwill, J. og Townsend, J. (1999). Women,
leadership and information technology.
The Journal of management /<S(3):207-
215.
Enomoto, E.K. (2000). Probing educational
management as gendered; An
examination through model and
metaphor. Teachers college record
/02(2):375-397.
Ensk-íslensk orðabók. (1984). Ritstj. Jóhann
S. Hannesson. Reykjavík. Örn og
Örlygur.
Gold, A. og Evans, J. (1998). Reflecting on
school management. London, Falmer
Press.
Hitchcock, G. og Huges, D. (1995). Research
and the teacher. London, Routledge.
Humm, M. (1995). The dictionary offeminist
theory. Columbus, Ohio State, University
Press.
Ingólfur V. Gíslason. (1997). „ Karlmenn eru
bara karbnenn Reykjavík, Skrifstofa
jafnréttismála.
Kluckholn, C. (1951). Values and value
orientation in the theory of action.
Toward a general theory ofaction (ritstj.
Talcott Parsons og Edward A Shills) bls.
395. Cambrigde, MA, Harvard University
Press.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004