Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 85
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 83-101
83
Hvernig getur kennsla verið rannsókn?
Um færniþjálfun, mælingar og mat meö Precision Teaching'
Guðríður Adda Ragnarsdóttir
Atferlisgreiningu og kennsluráðgjöf
I greininni verður leitast við að svara spumingunni hvernig kennsla geti verið rannsókn. Því
verður haldið fram að svarið felist í tiltekinni aðferð sem á ensku nefnist Precision Teaching (PT).
Rökin sem færð eru fyrir svarinu eru að með PT er hægt að mæta þörfum hvers nemanda og þjálfa
markvisst þá leikni sem honum ber að hafa á valdi sínu samkvæmt námskrá. Auk þjálfunarinnar
er PT jafnframt kerfisbundin mæliaðferð. Hegðun nemandans er greind í teljanlegar athafnir og
vþær skráðar á svonefnt staðlað hröðunarkort. Hröðunarkortið er stýritæki. Nemandinn merkir
jafnóðum á kortið hversu vel honum gengur þannig að hægt er að fylgjast nákvæmlega með
framförunum og hlutast strax til um framvinduna ef með þarf. Af upplýsingunum á kortinu og
með fyrirfram ákveðnum tölulegum forsendum má spá fyrir um framfarir nemandans og ákvarða
einstaklingsbundin markmið. A grundvelli slíkra gagna stýrir kennarinn kennslu sinni, sýnir
ótvírætt fram á árangur hennar og tekur ákvarðanir um framhaldið. Fjallað verður sérstaklega um
helstu vörður í PT sem eru 1) skynjunar- og verkleiðir, 2) vfsitölur, 3) þarfagreining og 4) verkfærið
hið staðlaða hrööunarkort. I Iokin verður vikið að því hvernig PT á rætur sínar í aðferðafræði og
lykilstoðum frumrannsókna í atferlisgreiningu. Vegna upprunans er færniþjálfun með PT einnig
kerfisbundin leið til að greina og meta gögnin á hlutlægan, megindlegan (e. quantitative) og
myndrænan hátt, og til að spá fyrir um hegðun út frá reglufestu hennar. Þar af leiðir sú niðurstaða
að Precision Teaching feli í sér svarið við spumingunni: Hvemig getur kennsla verið rannsókn?
Eftirfarandi grein er tileinkuð minningu dr.
Ogden Lindsley sem lést þann 10. október 2004.
Lindsley var einn nemenda B. F. Skinners.
Hann þróaði hugmyndir Skinners og rannsóknir
um nám og kennslu (Lindsley, 1972) með því
laga aðferðafræði atferlisgreiningar (e. Experi-
mental Analvsis of Beliavior) (Skinner, 1957)
að starfinu í skólastofunni (Lindsley, 1992b).
Lausn Lindsleys, nefnd Precision Teaching
(Lindsley, 1964a) (einnig nefnt PT) er ein leið
til þjálfunar, mælinga og mats á færni, og er
dæmi um nytjar atferlisgreiningar og gagnsemi
hennar fyrir daglegt líf (sjá t.d. Eshleman,
2002, 18. mars).
Færniþjálfun og mælingar með Precision
Teaching þróuðust upphaflega í sérkennslu þar
sem einstaklingsmiðuð þjálfun kom eingöngu
til greina (Lindsley, 1971 a). í samhengi þess
11 erindum og fyrri greinum höfundar um Precision Teaching (PT) var sú leið valin að tala ekki aðeins um
færniþjálfun, heldur um færniþjálfun með Precision Teaching. Væntanlega eru aðrar leiðir en PT mögulegar
til fæmiþjálfunar, auk þess sem ekki er neitt um efnið að finna á íslensku sem skrifað er af öðrum og
styðjast hefði mátt við um þýðinguna. Hins vegar er orðið færniþjálfun nokkuð takmörkuð lýsing á því sem
gert er, og því hef ég nú bætt þar við orðunum mælingum og mati. I þessari grein er Precision Teaching
þ.a.l. þýtt sem fæmiþjálfun, mælingar og mat með Precision Teaching, eða með PT. í framhaldinu má svo
velta því fyrir sér hvaða leið verði best við íslenskun á heiti þessarar þjálfunar- og mælitækni. Eru það orðin
„hnitmiðuð kennsla” eða jafnvel „hnitmiðun”? Kemur orðið „hnitun” til greina, eða þarf þýðingin einnig að
vísa til hröðunar (ath. ekki hraða), auk nákvæmninnar og mælitækisins sem þessar hugmyndir um þýðingu
fela í sér?
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004