Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 92
£jöldi athafna á mínútu
90
3. tafla. Eftirlíking hröðunarkorts
Ncmandinn heitir:__ Vikudagar í röð í tuttu}>u vikur Talda athöfnin er:
í gegn um námsefnið yfir kennslutímabilið
t.d. í verkefnum þar sem nemandinn æfði sig
með heyra / segja ntálhljóð, og heyra / segja
atkvæði, upp í heyra / segja orð.
Lárétti ásinn efst á kortinu er dagsettur
til nánari viðmiðunar. Breiðu lóðréttu línur-
nar tákna sunnudaga. Gagnlegast væri ef
samkomulag næðist um það í skólasamfélaginu
hver fyrsti skráningardagurinn að hausti ætti að
vera og svo aftur í upphafi nýs árs. Það skapaði
samræmi milli hröðunarkorta allra nemenda
og þau yrðu sambærileg, ólíkt því sem hin
ýmsu línurit eru í dag sem gerð eru til að sýna
framfarir í námi hjá einstaka nemanda og segja
okkur ef til vill mun minna en við hyggjum.
Á lóðrétta ásnum hægra megin á kortinu eru
merktar inn tímaeiningar í sekúndum, mínútum
og klukkustundum. Lóðrétti ásinn vinstra
megin sýnir tíðni athafna á margfeldikvarða.
Sá kvarði hefur ekki 0. Til að allar skráningar
á hröðunarkortinu séu sambærilegar hjá sama
nemanda og frá einu korti til annars, eru
þær skráðar sem fjöldi réttra og rangra svara
á sömu tímaeiningunni sem er ein mínúta.
Hnitin, þ.e. fengin tfðni (fjöldi svara/mín.)
tiltekinn dag er fundin, og fjöldi réttra svara
á mínútu er merktur með punkti, en röng svör
með x. Ef æfingin reynist villulaus og x = 0, er
talan 0 skrifuð fyrir neðan miðlínuna sem sýnir
tíðnina 1 á einni mínútu.
Ofan láréttu miðlínunnareru athafnir skráðar
sem geta gerst oft á einni mínútu eða frá einu
skipti upp í þúsund sinnum. Neðan miðlínunnar
er skráð tíðni þeirra athafna sem gerast sjaldnar
en einu sinni á mínútu, s.s. tvisvar eða þrisvar á
klukkutíma eða jafnvel á sólarhring. Hvert kort
má þannig nýta hvoru tveggja fyrir frammistöðu
nemandans í skólalærdómnum sem skráð er
ofan miðlínunnar, og um daglega framkomu
hans og hegðun sem þá er skráð á kortið
neðan miðlínu (Guðríður Adda Ragnarsdóttir,
2003b). í þessari umfjöllun verður athyglinni
aðeins beint að efri hluta kortsins sem sýnir
árangur kennslunnar á framfarir nemandans í
námsefninu.
Þar sem hröðunarkortið sýnir fjölda á
mínútu, þarf að margfalda atriðafjöldann
samkvæmt því ef æfingaspretturinn er skemmri
en ein mínúta. Fyrsta dæmið sýnir tvær
mælingar A og B, af „heyra málhljóð / skrifa
bókstaf’. A: Spretturinn varði í 15 sekúndur.
Það sést á stutta lárétta strikinu beint fyrir
neðan x-ið á samsvarandi láréttri tímalínu (sjá
viðmið á lóðrétta kvarðanum hægra megin). Á
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004