Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 94
92
Direct Instruction / PT eins og í Morningside
Academy, er í flestum atriðum námsefnisins
miðað við að hver nemandi tvöfaldi færni sína
hið minnsta í viku hverri, þar til tilteknum
raunprófuðum færnimörkum er náð (Guðríður
Adda Ragnarsdóttir, 2001).
Johnson og Layng (1992) vísa í rannsóknir
Haughton (1971, 1972, 1980) sem sýndu að
hraðaþjálfun í þeim frumeindum námsefnis sem
reynast nauðsynleg forsenda (e. tool skills) þess
að leysa samsett verkefni, s.s. ýmis talnatök
(e. matli facts) áður en nemandinn spreytir
sig á reikningsdæmum, bætti frammistöðu
nemenda sem voru á eftir jafnöldrum sínum
svo þeir náðu sömu færni og félagarnir (sjá þó
Oddsson, 2000, um að það sé æfingin sjálf sem
skipti máli, ekki hraðinn).
Þó nemendur gætu framkvæmt tiltekin
tæknileg lykilatriði rétt og nákvæmlega t.d.
að skrifa tölustafi eða hljóða sig í gegn um
samstöfur, reyndist það ekki vera nægjanlegur
undirbúningur til þess að þeir réðu við flóknari
verkefni, þótt þau byggðust á sömu eindum og
æfðar voru. Til þess þurftu þeir að geta unnið
hratt og afkastað miklu á þeim tíma sem þeir
höfðu til að æfa lykilatriðin (sjá einnig eldri
rannsóknir á skynhreyfileikni, s.s. Gagné og
Foster, 1949).
Það er einnig staðfest í síðari rannsóknum
(t.d. Binder, 1979; McDowell og Keenan, 2001,
2002) þar sem margvísleg leikni var kennd, að
fljúgandi færni -þ.e. há tíðni athafna í einstaka
frumatriðum viðfangsefnisins, er nauðsynleg
forsenda þess að nemendur nái áreynslulaust
tökum á flóknu, samsettu viðfangsefni (e.
composites, compounds). (Sjá einnig Barrett,
1979, 2002. Sjá þó Oddsson, 2000, og White,
1985 um aðrar niðurstöður og umræðu um
mikilvægi æfingarinnar).
Samkvæmt Johnson og Layng (1992,
1996), verja nemendur Morningside auk þess
hlutfallslega meiri tíma í að æfa tæknileg
lykilatriði fyrri þrepa (e. low level skills)
heldur en heildirnar sem sfðar myndast (e.
higher level skills). Gögnin sýna að þegar
frumeiningar námsefnisins eru æfðar þar til
að viðkomandi færnimörkum er náð, lærast
heildirnar hratt og auðveldlega -jafnvel af
„sjálfu sér”.
„Thc higher the frequencies of component
behaviors, the greater the acceleration of their
composite or more complex behaviors ... Our
charts shovv us again and again that the higher the
prerequisite skill rates, the faster a complex skill
vvill be leamed.” (Johnson og Layng, 1992:1480).
Og „Increased frequency of composite perfor-
mances is an indirect product of establishing
fluency on the component performances”
(Johnson og Layng, 1996:283).
í 4. töflu hér fyrir neðan, sem er hluti
markvissrar áætlunar kennarans, eru dæmi
um hröðunarstuðla og vísitölur sem miðað er
við í Morningside skólanum (Johnson, 1999,
júlí; 2003, desember). Þar eru einnig dæmi um
atriði í námsefninu og skynjunar- og verkleiðir
sem nemendur þurfa mögulega að þjálfa sig
í. Einnig sést hvað þeir eiga að geta bætt sig
mikið í hverri viku miðað við markvissar,
daglegar hraðaæfingar, og hver vísitalan er í
hverju dæmi (sjá Eshleman 2000, 3. janúar,
um muninn á PT æfingum og hefðbundnum
hraðaæfingum (e. drill)). Að óbreyttum
daglegum PT æfingum, getur kennarinn með
gögnum af þessu tagi spáð fyrir um hver leikni
hvers nemanda verður eftir tiltekin tímabil, s.s.
eina viku, tvær eða tuttugu.
Dæmi: Á blaði er fjöldi stakra bókstafa og
nemandinn æfir sig í að kveða að hverjum staf
fyrir sig með því að segja viðeigandi málhljóð
upphátt. I fyrstu æfingunni voru afköst hans
5 rétt málhljóð á einni mínútu. Miðað við
daglegar PT æfingar og að þeirri forsendu
gefinni að hann tvöfaldi þessa fæmi sína í
hverri viku með „sjá og segja” skynjunar- og
verkleiðinni, getur kennarinn spáð því að það
taki nemandann eina viku að ná 10 réttum
málhljóðum á mínútu, og um fjórar vikur
(afköst = 10, 20, 40, 80 hljóð á rnínútu) að ná
færnimörkunum 70 - 90 málhljóð á mínútu.
Það tæki hins vegar annan nemanda sem hefði
12 málhljóð rétt í fyrstu æfingu um þrjár vikur
að ná færnimörkunum, auk þess sem sá næði
hærri tíðni á þeim tíma, eða 96 málhljóðum.
(Sjá 3. dæmi um forspá á „sjá bókstafi / segja
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
*