Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 95
93
4. tafla. Úr kennsluáætlun
ATRIÐI LEIÐIR HRÖÐUN VISITÖLUR
1 Tölustafir Sjá /segja 2,0x 180-200 tölustafir/mínútu
2 Bókstafir Sjá /segja stök málhljóð 2,0x 70-90 hljóð/mínútu
3 Texti Sjá /skrifa samfelldan texta l,25x 160-180 stafir/mínútu
málhljóð” sem merkt er inn á hröðunarkortið).
Þótt hröðunarstuðullinn sé x2 hjá öllum
nemendunum í bekknum, þ.e. að allir tvöfaldi
færni sína á viku, þa verða tíðnitölurnar
mismunandi fyrir hvern nemanda. Segja má
að slíkar upplýsingar um framfarir nemandans
séu eins og áhrif tiltekinnar vaxtaprósentu á
bankabók. Inneignin vex í hlutfalli af þeirri
innistæðu sem þar liggur fyrir.
Af þessu leiðir að eigi kennsla að vera
einstaklingsmiðuð í raun, er merkingarlaust að
setja námsmarkmiðin fyrirfram eftir því sem
kennarinn vonar, áætlar eða vill að nemandinn
geti. Námsmarkmið fyrir hvern nemanda í
þeim atriðum sem námskrá setur og með
þeim skynjunar- og verkleiðum sem hann þarf
þjálfunar við, verða ekki ákveðin fyrirfrant.
Þau verða aðeins sett eftir að nemandinn hefur
gert eitthvað; unnið eina æfingu svo nákvæmar,
raunprófaðar tölulegar upplýsingar (tíðni) liggi
fyrir um fæmi hans og afköst.
Verður nú vikið að aðferðafræði frumrann-
sókna í atferlisgreiningu sem er fræðilegur og
vísindalegur bakgrunnur Precision Teaching,
og forsenda þess svars sem gefið er við
spurningunni sem lagt var upp með, hvernig
kennsla geti verið rannsókn.
Atferlisgreining
A 4. áratug 20. aldar greindi B. F. Skinner
(1935) sig frá öðrum sem höfðu eins og hann
verið að rannsaka viðbrögð (e. reflexes) í anda
Pavlovs (1927). Skinner langaði að vita hvernig
hegðun lærðist og var það upphafið að nýrri og
sjálfstæðri vísindagrein; atferlisgreiningu.
Atferlisgreining á sér sterka megindlega
rannsóknahefð (Ragnar S. Ragnarsson, 2001)
sem byggist á íleiðslu (e. inductiorí). Hún
segir okkur að þegar verið er að skoða hvað
gerist (e. explorative) í atferli einstaka lífveru,
vekur eðli viðfangsefnisins spurningar sem
krefjast annarrar tegundar verkfæra en þeirrar
aðferðafræði og ályktunartölfræði sem almennt
er kennd og notuð er við kannanir (e. surveys)
og samanburð á hópum (Henton and Iversen,
1978; Sidman, 1960).
I atferlisgreiningu eru spurningar og svör
byggð inn í framvinduna sjálfa með aðferðum
sem stilla hana af jafnóðum (e. experimental
control). Olíkt samanburði hópa fela aðferðir
atferlisgreiningar í sér að breytingar sem verða
á hegðun lifandi vera vegna samspils þeirra við
umhverfi sitt eru nákvæmlega (e.fine-grained)
greindar og mældar um leið og þær eiga sér
stað, óháð því hvað við köllum fræðin eða
samhengið í hverju tilviki.
Þessi aðferðafræði gerir okkur kleift að spy rja
prófanlegra spurninga um löggengi hegðunar,
og svara þeim með þéttri, kerfisbundinni
greiningu og stjórnun á einstaka athöfnum
lífverunnar, hvoru tveggja í rannsóknum sem
og með útfærslu þeirrar tækni sem beitt er á
vettvangi, s.s. við atferlismótun og færniþjálfun
(Chiesa, 1994; Iversen and Lattal, 1991; Lattal
and Perone, 1998).
Þeim þáttum sem verið er að rannsaka, þ.e.
frum- og fylgibreytum, er stýrt af kostgæfni
og eru þær í stöðugri skoðun og símati.
Þetta þýðir að spurningum um breytingar á
hegðun verður ekki svarað með því að finna
meðalgildi frá hópum sem teknir eru með
slembivali úr stóru þýði einstaklinga. Þeim
verður heldur ekki svarað með ályktunum
sem byggðar eru á tölfræðigreiningu á því
hvort munur á meðalgildum hópanna sé til
kominn vegna kerfisbundinnar íhlutunar, eða
tilviljunar einnar saman. í atferlisgreiningu
er m.ö.o. ekki gengið út frá 0 tilgátunni sem
forsendu til prófunar.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004