Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 105
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 103-114
103
Kennsla við erfiðan grunnskóla.
Hvað segja kennarar um störf sín og líðan?
Sólveig Karvelsdóttir
Kennaraháskóla fslands
Hér verður sagt frá rannsókn sem gerð var í einum grunnskóla í Reykjavík.1 f skólahverfinu búa
margar fjölskyldur við erfiðar félagslegar aðstæður og hátt hlutfall nemenda þarf sértæka aðstoð.
Markmið rannsóknarinnar var að kynnast starfi og líðan grunnskólakennara sem kenna við erfiðan
grunnskóla. Rannsóknin lýsir sjónarhorni kennara á starfið í skólanum, á vanda nemenda og þeim
áhrifum sem starfið og aðstæðurnar hafa á líðan þeirra. Rannsóknin bendir til þess að skólinn hafi
ekki bolmagn til að veita öllum nemendum fullnægjandi kennslu eða úrlausn. Það stafar meðal
annars af því að vanda margra nemenda má rekja til ytri aðstæðna sem eru ekki á valdi skólans að
leysa. Þá kemur fram að mikið álag er á kennara, ekki síst tilfinningalegt.
Ýmsar breytingar hafa orðið á íslensku þjóð-
félagi síðastliðna áratugi. Sigrún Júlíusdóttir
(2001) segir um nútíma samfélagið: „Siðræn
gildi, áður viðtekið mat, hugmyndir um
lífsstíl - og jafnvel mannasiðir - orka nú
tvímælis [...]. Allt - og ekkert - er gilt.
Tengsl kynslóðanna dofna, mörk þurrkast út.“
(bls. 207). Þetta breytta samfélag hefur áhrif
á alla, ekki síst böm og unglinga sem eru
að alast upp. Reyndir kennarar finna fyrir
breytingum á kennarastarfinu og koma þær
ekki síst fram í því að uppeldisþáttur starfsins
hefur vaxið. Þá virðist þeim nemendum hafa
fjölgað sem eiga við ýmiss konar vandamál
að etja (Auður Kristinsdóttir, 2000). Nú taka
almennir grunnskólar við nemendum með
sértæka námserfíðleika sem áður voru við nám
í sérskólum. Einnig má nefna að nemendum
af erlendum uppruna, sem ekki hafa íslensku
að móðurmáli, hefur fjölgað í grunnskólunum
(Guðrún Pétursdóttir, 1999). Álagágrunnskóla-
kennara virðist hafa aukist og starfið orðið
flóknara og vandasamara en það var (Sigrún
Aðalbjarnardóttir, 1992; Hargreaves, 1994;
Hargreaves og Fullan, 1998).
Ég hef átt erindi í ýmsa grunnskóla og rætt
við marga kennara. Yfírleitt gengur starfið
vel en í hverjum skóla eru nemendur sem
eiga í vanda og reyna á kennara. I sumum
skólum eru þessir nemendur fleíri en í öðrum
og erfíðleikarnir meiri. Álagið á kennara og
stjómendur í þeim skólum er bæði mikið og
viðvarandi. Vandi þessara skóla hefur ekki
verið mikið ræddur hérlendis en með þessari
rannsókn er leitast við að bæta úr því.
Fjölskyldur í vanda
í hverju samfélagi eru einstaklingar og
fjölskyldur sem af ýmsum ástæðum verða
undir í lífsbaráttunni. Hér á landi hefur verið
vaxandi umræða um fólk sem kemst ekki
af án stuðnings (Harpa Njálsdóttir, 1998).
Hjá Dencik og Jprgensen (1999) kemur fram
að áhættufjölskyldur nútímans í norrænum
(skandinavískum) samfélögum séu helst þær
sem eiga það á hættu að glata félagslegum
tengslum er veitt geta stuðning þegar á móti
blæs.
Það er margt sem getur sett fjölskyldulíf
úr skorðum og skert lífsafkomu, líðan og
félagslega stöðu. Þar má meðal annars telja
veikindi, atvinnumissi, andlát eða skilnað,
áfengis- og/eða vímuefnaneyslu. ofbeldi eða
ósamlyndi og óvænt áföll. Stundum tekst
fjölskyldum að komast yfir vandann af eigin
rammleik eða með góðum stuðningi, en ef
hann er langvinnur þá er erfiðara við að
1 Ritgerð til meistaragráðu við Háskóla íslands árið 2002: Skóli í vanda. Um líðan og störf
grunnskólakennara í erfiðu skólahverfi. Höfundur: Sólveig Karvelsdóttir.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004