Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 106
104
eiga. Það eru helst þær fjölskyldur sem hafa
veika félags- og efnahagslega stöðu fyrir og
takmarkaðan stuðning ættingja og vina sem
fara illa undir svona álagi og brotna jafnvel
niður. Stundum verða vandamálin viðvarandi
og haldast kynslóð fram af kynslóð. Álagið
hefur áhrif á uppeldi barnanna og setur mark
sitt á þau og það getur verið erfitt að breyta
munstrinu (Dencik og Jprgensen, 1999).
Stuðningur hins opinbera getur breytt miklu
fyrir fjölskyldur og börn sem eiga erfitt og
félagsþjónusta sveitarfélaga veitir fjölskyldum
og einstaklingum í vanda margháttaða aðstoð.
Sumir hafa gagnrýnt kerfið og sagt að stuðn-
ingur við fjölskyldur væri ónógur (Bragi
Guðbrandsson, 1994; Halldór Grönvold, 1994;
Sigrún Júlíusdóttir 1995). Mikið álag á félags-
lega kerfið getur dregið úr möguleikunum á
að sinna fyrirbyggjandi starfi á þann hátt sem
æskilegt væri. í bókinni Ósýnilegar fjölskyklur
kemur fram sú skoðun að „mun meira þyrfti
að vinna af fyrirbyggjandi starfi áður en
vandamálin yxu foreldrum yfir höfuð“, einnig
að „fagfólk væri að kikna undan álagi og margir
gæfust upp af þeim sökum“ (Hanna Björg
Sigurjónsdóttir og Rannveig Traustadóttir,
2001:148).
Félagsleg staða foreldra
í ritinu Barnafjölskyldur: Samfélag - lifsgildi -
mótun sem Sigrún Júlíusdóttir ritstýrði (1995)
er fjallað um rannsókn sem gerð var á högum
foreldra og barna á Islandi. Þar kemur fram
að staða einstæðra foreldra er á margan hátt
verri en staða giftra og „skapar það börnum
í þeim fjölskyldum þeim mun óhagstæðari
stöðu“ (bls. 98). Meðal einstæðra foreldra búa
fráskildu foreldrarnir við erfiðastar félagslegar
aðstæður, lakari húsakost og lægri tekjur, auk
þess sem heilsufar þeirra er verra (Sigrún
Júlíusdóttir, 1995 og 2001). Þessar fjölskyldur,
einstæðir, fráskildir foreldrar með börn virðast,
samkvæmt þessari rannsókn, eiga afar erfitt
uppdráttar.
Einstæðir foreldrar eru mun fleiri í
sumum hverfum Reykjavíkur en öðrum og
ræður miklu þar um framboð á félagslegu
leiguhúsnæði (Árbók Reykjavíkur 1999). Þá
eru skólahverfi Reykjavfkur ólfk hvað varðar
störf og menntun foreldra. í sumum hverfum
er meirihluti foreldra vel menntaðir í góðum
stöðum en í öðrum hverfum er þetta alveg
öfug (Elsa Reimarsdóttir og Hildur Björk
Svavarsdóttir, 1999). Það er almenn skoðun að
stéttarstaða foreldra hafi áhrif á námsárangur
barna þeirra enda rnargar rannsóknir sem
styðja hana (Coleman og Colling, 1966;
Goldthorp, 1987; Sigurjón Björnsson, 1980;
Tizard, Blatchford, Farquharog Plewis, 1988).
Menntun, skólaganga og efnahagur foreldra
virðist hafa áhrif á möguleika barna til að nýta
sér hefðbundið skólanáni. Börn foreldra sem
hafa litla menntun, formlega og óformlega,
og lágar tekjur ná að jafnaði lakari árangri í
skóla.
Niðurstöður ýmissa rannsókna eru taldar
sýna fram á að skólinn geti bæði ýtt undir
og dregið úr þeim muti sem er á börnum
við upphaf skólagöngu vegna félagslegrar
stöðu þeirra (Brophy og Good, 1974; Dalin,
Ayoni, Biazen, Dibaba, Jahan, Miles og Rojas,
1994; Rutter, Maughan, Mortimore, Ouston
og Smith, 1979; Tizard o.fl., 1988). Það sem
best hefur reynst f þeim efnum er að styrkja
og bæta innra starf skólanna. Kennarar geta
áorkað miklu og þótt ekki sé dregið í efa
að fjölskylda og ytri aðstæður nemenda hafi
áhrif á hegðun þeirra og árangur þá þarf
að athuga betur samspil þeirra aðstæðna og
skólastarfs (Andersson, 1998:170). Ýmsir tala
um skólastjóra sem lykilpersónur í skilvirku
skólastarfi. Þeir þurfi að vera faglegir leiðtogar
með skýra stefnu. Viðhorf þeirra, stefna og
stjórnunarhættir, skipulag tíma, stuðningur og
hvatning skiptir máli (Ainscow og Munchey,
1989; Dalin o.fl., 1994).
s
Alag á kennara
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (1999) komst
að þeirri niðurstöðu í sinni rannsókn að
kennarastarfið væri orðið bæði flóknara og
erfiðara en það var. Það sem hæst bar, þegar
kennarar voru spurðir um breytingar á starfinu,
voru þjóðfélagsbreytingar og „öðruvísi" nem-
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004