Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 128
126
sniðnar að því sem viðkomandi matsaðili telur
leikskólann þola. Soltis (1990) nefnir hættuna
sem getur stafað af nálægð þess sem metur
við þá sem eru metnir - að hún geti leitt
til þess að það þjóni eigin hagsmunum að
hafa skýrsluna jákvæða. í litlu fagsamfélagi,
eins og hið íslenska matsamfélag er, er þessi
hætta fyrir hendi og ástæða til að ræða hana.
Hingað til (Kristín Dýrfjörð, 2003) hefur
enginn leikskóli fengið „skell“ í úttektum
ráðuneytisins. Spyrja má hvort það sé eðlilegt
borið saman við til dæmis önnur skólastig.
Matsskýrslur menntamálaráðuneytisins eru
opinberar. I nýjustu skýrslum um grunnskóla
hefur sú leið verið valin að greina ekki frá
nöfnum skólastjómenda (Guðrún Karlsdóttir
og Ingvar Sigurgeirsson, 2003a og 2003b).
Matssamfélaginu er hollt að velta fyrir sér
hvort það sé sú leið sem verður fyrir valinu í
framtíðinni? Eins fram hefur konrið er ólíklegt
að fólk taki mark á matsskýrslum ef það er
í bullandi vörn. Leið til að nýta matið er að
tryggja öllum eignarhald á þeirri þekkingu
sem skapast. Að öðrum kosti má jafnvel ætla
að þær fái að rykfalla í skúffum og skápunr. í
ljósi þessa má velta þvf upp hvort líklegt sé að
fólk eigi auðveldara með að taka niðurstöðum
skýrslu ef yfirmenn eru ekki nafngreindir
- sérstaklega ef niðurstaðan er ekki besta eink-
unn. Hins vegar má í þessu sambandi íhuga
ábyrgð yfirmanna og stjórnenda stofnana,
hvort réttmætt sé að þeir geti skýlt sér á bak
við nafnleynd. Hvort það sé ekki hluti af starfi
þeirra að standa og falla með eigin verkum. Ef
sú leið verður almennt valin að nafngreina ekki
yfirmenn má spyrja hvort næsta skrefið verði
ekki að birta skýrslur án þess að tilgreina í
hvaða stofnun þær eru gerðar. Víst er að í slíkri
þróun felast ákveðnar hættur gagnvart aðgegni
að upplýsingum í lýðræðisþjóðfélagi. Telja
má eina bestu tryggingu þegnanna vera opið
aðgengi að upplýsingum. A þann hátt verður
lýðræðið best treyst.
Heimildir
Anrba, T.A. (2000). Stakeholder conflict:
A case study. Evaluation and Program
Planning 23, 199-210.
American Evaluation Association (2001)
Guiding principles for evaluators.
American Journal of Evaluation, 22(2).
Bickman, L. (1997). Evaluating Evaluation:
Where do we go from here? Evaluation
Practice. 18,{1), 1-16.
Bogdan, R. og Biklen, S. (1992). Qualitative
research for education: An introduction
to theory and methods. (2. útg.) Boston:
Allyn and Bacon.
Denzin, N. og Lincoln. Y. (1998). Entering
the field of qualitative research. í (ritstj.)
Norman Denzin og Yvonne Lincoln.
Tlie landscape of qualitative research:
Theories and issues. (bls. 1- 34).
Thousand Oaks: Sage.
Denzin, N. og Lincoln. Y. (2003.)
Introduction: The discipline and practice
of qualitative research. I (ristj.) N. Denzin
og Y. Lincoln. Collecting and interpreting
qulaitive materials. (bls. 1-47). Thousand
Oaks: Sage
Donaldson, S. (2001). Overcoming our
negative reputation: Evaluation becomes
knovvn as a helping profession. American
Journal of Evaluation, 22, 355-361.
Eisner, E. (2002). From episteme to
phroniesis to artistry in the study and
improvement of teaching. Teaching and
teacher education. 18,(4), 375 -385.
Fetterman, D. (2001). The transformation
of evaluation into a collaboration: A
vision of evaluation in the 21 st century.
American Journal of Evaluation, 22,
381-385.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004