Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 131
Tímarit um menntarannsóknir, 1, árg. 2004, 129-143
129
Gildi menntunar í lífi fullorðins fólks
Jóhanna Rósa Arnardóttir
Hugheimum
Jón Torfi Jónasson
Háskóla Islands
Fjallað er um gildi menntunar fyrir fullorðna í atvinnulífi og einkalífi, og hvað hvetur fullorðið
fólk til náms. Notuð var eigindleg og megindleg aðferðarfræði. Tekin voru opin viðtöl við 16
einstaklinga sem höfðu starfað um skeið með grunnskólapróf en síðan farið í frekara nám og
lokið námi á háskólastigi og höfðu aflað sér starfsreynslu að námi loknu. Ahrif menntunar á laun
eftir atvinnugreinum voru metin á grundvelli svara 1.350 manns úr könnun á símenntun á íslandi.
Gildi menntunar fyrir fullorðna virðist fólgið í möguleikum á hærri launum, betri störfum, meira
atvinnuöryggi, betri og heilsusamlegri vinnuaðstæðum, virðingu í starfi og ábyrgð. Atvinnuástand
og atvinnugrein getur þó haft þar áhrif á. Sumir viðmælendur töldu að í kjölfar námsins hefðu
þeir frekar hlutverki að gegna utan heimilis, þeir hefðu meiri þekkingu til að takast á við
vandamál fjölskyldu og daglegs lífs, áhugamálin væru fjölbreyttari, þeir töldu sig vera víðsýnni
og sjálfsöryggið meira. Helstu ástæður fyrir því að fólk lagði á sig meira nám tengdust áhuga og
þörf fyrir þekkingu, vilja til að sækja fram á vinnumarkaði, ósk um að finna sér hlutverk í lífinu,
ósk um að vera fjárhagslega sjálfstæð(ur) og að standa til jafns við aðra og konumar sóttust eftir
auknu sjálfsöryggi. Fjölskyldan og skólakerfið geta haft hvetjandi áhrif.
Hér verður leitast við að svara tveimur spurning-
um. í fyrsta lagi hverju nám á háskólastigi
skilar fólki í atvinnulífi og í einkalífi sem
hefur áður reynslu af því að starfa með
grunnskólapróf sem síðasta lokapróf úr skóla.
I öðru lagi hvers vegna fullorðið fólk fer í nám.
Rannsókn þessi byggir á meistaraprófsritgerð
fyrri höfundar. í rannsókninni voru könnuð
viðhorf 16 einstaklinga sem höfðu unnið með
grunnskólapróf sem síðasta lokapróf. Þeir
höfðu síðan ákveðið að fara í nám að nýju sem
þeir luku og voru farnir að vinna aftur.
Þátttakendur voru meðal annars spurðir
hvort menntunin hefði bætt stöðu þeirra á
vinnumarkaði, hvort hún hefði bætt einkalífið
og hver hefði verið hvatinn að því að þeir
fóru í nám. Þeir eru þannig beðnir uni að
meta stöðu sína fyrir og eftir nám í framhalds-
og háskóla. Ekki er gert ráð fyrir að þættir
eins og meðfæddir hæfileikar og persónuleiki
breytist mikið á þessu tímabili þar sem fólk
er orðið fullorðið (Wlodkowski, 1999). Með
því að ræða við fólk sem hafði starfsreynslu
áður en það fór í nám er gert ráð fyrir að það
geti gert greinarmun á þeim ávinningi sem
skrifast á reynsluna og þeim sem má rekja til
menntunarinnar.
Aður hafa áhrif menntunar á afkomu og
líf einstaklinga verið könnuð og bent er á að
mikilvægt sé að skilja hverju menntun skilar
og ekki síst hjá fólki sem hefur hætt námi
og hyggst bæta lífsskilyrði sín með meiri
menntun (Gerður G. Oskarsdóttir, 1993; Jón
Torfi Jónasson, 1992, 1996; OECD, 1998).
Hugmyndir um að menntun geti skilað bættri
fjárhagslegri afkomu má rekja allt aftur til
18. aldar, meðal annars til Adams Smith en
þær hafa mikið verið ræddar síðan (Cohn og
Geske, 1990; Gerður G. Óskarsdóttir, 2000;
Kiker, 1966; Tryggvi Þór Herbertsson, 1996).
Með aukinni tækni, alþjóðasamskiptum,
samkeppni, ásamt fjölbreyttari störfum og
auknum kröfum er talið mikilvægt að fólk afli
sér menntunar til að bæta lífskjör sín og stuðla
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004