Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 134
132
Urtakskönnun
I þessum hluta rannsóknarinnar er byggt
á könnun á símenntun á íslandi (Jón Torfi
Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. 1999).
A grundvelli viðtalanna voru settar fram
tvær tilgátur. Önnur var að laun geti verið
mismunandi eftir atvinnugreinum og hin var
um að fólk gæti bæði hækkað og lækkað í
launummeðmeiri menntun. Þessartilgátur voru
prófaðar með gögnum úr ofangreindri könnun
til þess að athuga hvort niðurstöður viðtalanna
í þessu efni gildi almennt hér á landi. Gögnin
studdu þessar tilgátur. Símenntunarkönnunin
gefur ágætar vísbendingar um hvernig þessu
var háttað á þeim tíma sem fyrri viðtölin voru
tekin. Meðallaun breytast sífellt og eru hér
notuð til að sýna muninn milli atvinnugreina
þegar könnunin var gerð.
Þátttakendur: Svarendur í könnuninni voru
1.350. Tekið var 1.800 manna tilviljunarúrtak
úr þjóðskrá meðal fólks á aldrinum 18-75 ára.
Svarhlutfall var 75%. 210 manns (11,7%)
neituðu að svara, 29 (1,6%) voru búsettir
erlendis eða látnir, 17 (0,9%) voru veikir eða
gátu ekki svarað og 195 (10,8%) náðist ekki
í, voru fluttir eða fundust ekki. Konur voru
676 og karlar 672, ekki var vitað um kyn
tveggja svarenda. Meðalaldur var 41 ár. í
úrvinnslu er ekki gerður munur á svarendum
sem höfðu lokið námi á háskólastigi (2 ára nám
í háskóla) og háskólaprófi (3 eða fleiri ára nám
í háskóla).
Mælitæki: Spurningalisti var lagður fyrir.
Þær spurningar sem voru notaðar í þessari
rannsókn eru eftirfarandi: 1) Hefur þú lokið
einhverju námi eftir 12 ára aldur?; 2) I hvaða
atvinnugrein er fyrirtækið sem þú starfar/
starfaðir hjá?; 3) Hversu mikið hafðir þú
(sjálfur) í heildarlaun í síðasta mánuði fyrir
skatt, svona um það bil?; 4) Hversu langa
vinnuviku vannst þú að jafnaði í aðalstarfi þínu
í síðasta mánuði?
Nám er flokkað í grunnskóla-, framhalds-
skóla- og háskólastig í samræmi við flokkun
Hagstofu Islands og Félagsvísindastofnunar.
Atvinnugreinaflokkun miðar við hvar svar-
endur flokkuðu sig sjálfir á lista sem lesinn
var upp fyrir þá sem er eftirfarandi: Við hvaða
atvinnugrein er fyrirtækið sem þú starfar/
starfaðir hjá? (miða átti við aðalstarf eða síðasta
starf ef svarandi varekki í vinnu): Landbúnaði;
Fiskveiðum; Fiskvinnslu; Byggingariðnaði;
Hátækniiðnaði og hugbúnaðariðnaði; Öðrum
iðnaði; Opinber þjónusta í menntageiranum;
Opinber þjónusta í heilbrigðisgeiranum; Opin-
ber þjónusta í ráðuneytum og sveitarstjórnum;
Önnur opinber þjónusta; Veitur; Samgöngur;
Bankar, tryggingafyrirtæki og aðrar fjármála-
stofnanir; Verslun/ Þjónusta; Annað, hvað?;
Neitar/veit ekki.
Framkvæmd: Spurningalisti var lagður fyrir í
símakönnun dagana 16. apríl til 18. maí 1998.
Til að meta alhæfingargildi var reiknað kí-
kvaðrat til að bera saman þýði, úrtak og svörun
eftir kyni og aldri. Þetta reyndist í lagi (Jón
Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir,
1999). Atvinnugreinar voru flokkaðar í sex
meginflokka: Fiskveiðar/fiskvinnsla; Iðnaður;
Menntageiri (opinberi); Heilbrigðisgeiri
(opinberi); Önnur opinber þjónusta; Þjónusta
og verslun (hér eru settir saman flokkarnir
verslun/þjónusta, bankar, tryggingafélög,
fjármálafyrirtæki og samgöngur). Þeim at-
vinnugreinum sem ekki féllu að þessari flokkun
var sleppt, það er að segja, landbúnaði, veitum
og öðrum greinum.
Úrvinnsla: Notuð er fjölbreytudreifigreining
(FANOVA) og fjölbreytuaðhvarfsgreining
(MRA). Skoðað var hvort laun normaldreifðust
og reyndust þau ekki gera það. Því var tekinn
lógariþmi af launum í fjölbreytuaðhvarfs-
greiningu. Sex svarendum var sleppt í úrvinnslu,
fjórum útlögum og tveimur sem störfuðu við
fiskveiðar/fiskvinnslu og voru með háskólapróf
þar sem þetta var svo fámennur hópur.
Reiknuð var 3x6 ANOVA þegar laun voru
skoðuð í ljósi menntunar og atvinnugreinar.
Ójöfn skipting er í hópum þannig að notuð er
stöðluð leiðrétting (Type III) til að leiðrétta
fyrir því. Þegar breyta er flokkuð í þrjá hópa
eða fleiri er metið milli hvaða meðaltala
marktækur munur er með Tukey prófi en með
F prófi þegar um tvíflokka breytu er að ræða.
Fáir svarendur eru í einstaka hópum þegar
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004