Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 138
136
2. tafla. Breytur sem hafa áhrif á laun (lógariþma af launum)
b P R2 án leiðr.
Fasti 4,676***
Menntun 0,259*** 0,423 20,2%
Kyn -0,150*** -0,258 18,5%
Aldur 0,00258*** 0,120 2,3%
Vinnutími 0,007412*** 0,422 31,1%
Menntageiri -0,101** -0,113 0,01%
Fjöldi svarenda 409
Skýrður breytileiki alls (R2) 0,572
R2 án leiðr.=R2 án leiðréttingar fyrir hverja breytu; **p<0,01; *** p<0,001.
mismunur á launum eftir því hvaða námi
fólk lýkur (Cohn og Geske, 1990; Gray og
Herr, 1998; Groot 1994; Psacharopoulos 1985;
Tryggvi Þór Herbertsson, 1997). Sýnt hefur
verið fram á að þegar fólk lýkur starfsnámi og
fær vinnu í viðkomandi starfsgrein að námi
loknu, hækkar fólk í launum, þannig virðist
menntunin vera að skila meiru í launaumslagið
ef námið og starf að loknu námi fer saman
(Bishop, 1989). Að þessu leyti eru niðurstöður
hér í samræmi við það sem fyrr hefur komið
fram. Bent hefur verið á það að ávinningur
fullorðinna af frekari skólagöngu er minni en
þeirra sem eru í námi á unga aldri (Becker,
1993; Cohn og Geske, 1990; Shultz, 1961)
sem kemur þá meðal annars til af því að fólk er
að missa af tekjum á námstímanum en einnig
samkvæmt niðurstöðum hér ef það skiptir um
atvinnugrein og fer til starfa þar sem tekjurnar
eru lægri.
Konur hafa að jafnaði lægri laun en karlar
sem styður fyrri rannsóknir (sjá meðal annars
Blau og Ferber, 1992; Eiríkur Hilmarsson,
1989; Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, 1995; Joshi
og Paci, 1998; Jóhanna Rósa Arnardóttir, 2001;
Kjararannsóknarnefnd, 1999; Kristjana Stella
Blöndal, 1998; Reid, 1986). Þegar tölfræðileg
niðurstaða er sett í samhengi við það sem
fram kom í viðtölunum sést að vonbrigði
sumra kvenna voru eðlileg. Þær sögðust sinna
ábyrgðarstörfum og vinna undir miklu álagi
sem skilaði þeim ekki hærri launum. Karlarnir
voru almennt ánægðir með launin, þó þeir teldu
að menntunin hefði ekki endilega skilað þeim
hærri launum. Tölfræðileg athugun á öðrum
þáttum líkansins liggur ekki fyrir og byggir því
frekari umfjöllun á greiningu á viðtölunum.
I starfstengdu þáttunum sem taldir eru til
atvinnulífsins hér eru einnig betri störf, en
viðmælendur (13) töldu sig vera í betra starfi
nú en áður. má þar nefna dæmi um fólk sem
starfaði við almenn skrifstofustörf við það að
vélrita eða færa bókhald. Það fór í nám og starfar
nú við kennslu, það er að leiðbeina öðrum, eða
sem lögfræðingur við að flytja mál fyrir rétti.
Þetta er talið til betri starfa. Gildi menntunar
getur verið fólgið í meira atvinnuöryggi (13),
þar sem viðmælendur telja að þeir gangi fyrir
í störf ef atvinnuástandið versnar og hafi
víðar starfsmöguleika, svo sem að starfa á
alþjóðavettvangi. Einnig benda niðurstöður
til að vinnuaðstæðurnar (10) geti orðið betri
þar sem minna er um líkamleg erfiðisstörf,
meiri líkur eru á að fólk hafi eigin skrifstofu
og viðeigandi aðbúnað. Viðmælendur upplifðu
meiri virðingu f starfi (10), það felst í því að
vera beðinn um álit eða veita öðrum ráðgjöf.
Abyrgðin (14) verður meiri sem kemur meðal
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004