Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 147
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 145-153
145
íslenskir skólar og erlend börn!
Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi
Hanna Ragnarsdóttir
Kennaraháskóla Islands
Málefni barna af erlendum uppruna á Islandi hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár. í grein
þessari er fjallað um mikilvægi þess að menning skóla í heild einkennist af jafnréttishugsun og
virðingu fyrir fjölbreytileikanum, til að starf með bömum af erlendum uppruna skili viðunandi
árangri. Vísað er í dæmi og rannsóknir erlendis frá þessu til stuðnings og rætt um hvort sú
stefnumörkun sem átt hefur sér stað í málefnum barna af erlendum uppruna í skólum á íslandi
hafi leitt til velgengni þeirra. Velgengni hér á bæði við góðan árangur og framfarir í námi og
sterka félagslega stöðu. Spurt er hvort þörf sé fyrir nýja grundvallarhugsun í skólastarfi á íslandi,
í samfélagi þar sem einstaklingum af ólíkum menningar- og trúarlegum uppruna fer fjölgandi. í
greininni eru einnig nefnd dæmi úr yfirstandandi eigindlegri rannsókn höfundar (2002 - 2005) á
stöðu og framförum nítján barna af erlendum uppruna sem hófu skólagöngu í fjórum leikskólum
og tveini grunnskólum í Reykjavík árið 2002. Bömin eiga báða foreldra erlenda.
í grein þessari er fjallað um hver þurfi að vera
meginstefna í skólaþróun samkvæmt erlendum
rannsóknum til að árangur náist í menntun
og alniennri velgengni barna af erlendum
uppruna. Þessar hugmyndir eru bornar saman
við þróun skólastarfs í leik- og grunnskólum í
Reykjavík er birtist í opinberri stefnumörkun í
skólamálum. Grundvallarspurningin er hvort
skólar hafa náð að skapa fjölmenningarlegt
skólastarf á grunni þeirrar stefnumörkunar,
starf sem skilar bömum af erlendum uppruna
góðum árangri í námi og sterkri félagslegri
stöðu. Byggist starf þeirra á fjölmenningarlegri
og jafnréttissinnaðri stefnu, eða eru þeir fyrst
og fremst íslenskir skólar sem veita börnum
af erlendum uppruna sérstaka aðstoð? Hefur
sú aðstoð skilað tilætluðum árangri? Titill
greinarinnar vísar til þess hvort stefnubreyting
þurfi að eiga sér stað í skólastarfi á Islandi
almennt til að börn af erlendum uppruna nái
velgengni og góðum árangri og hvort breyta
þurfi grundvallarhugsun um hlutverk skóla
í fjölmenningarlegu samfélagi. Umfjöllunin
er einkum byggð á erlendum rannsóknum,
en einnig er vísað í dæmi úr eigindlegri
rannsókn á áhrifaþáttum í skólagöngu erlendra
barna á Islandi og samspili heimila og skóla
(Hanna Ragnarsdóttir, 2004). Rannsóknin
hófst haustið 2002 og mun standa yfir til vors
2005. Upplýsingar eru fengnar úr viðtölum við
foreldra, börn, kennara og skólastjóra og unnar
upp úr námskrám og skýrslum viðkomandi
skóla.
Skólar sem fjölmenningarleg
samfélög
Nýlegar rannsóknir hafa varpað Ijósi á
mikilvægi þess fyrir velgengni barna af erlend-
um uppruna og barna sem af einhverjum
ástæðum eru í jaðarhópum í samfélaginu að
skólamenning einkennist af jafnréttishugsun
um leið og hún tekur mið af fjölbreytileikanum
í barnahópnum (Nieto, 1999; Cotton o.fl.,
2003; Klein, 1993; Gregory, 1997; Wrigley,
2000; Wrigley, 2003; Siraj-Blatchford, 1994;
Gonzalez-Mena, 2001). Samkvæmt þessum
rannsóknum þurfa ríkjandi hugmyndir kennara,
nemenda og annars starfsfólks í skólanum að
vera í þessum anda og skólastarfið að bera
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004