Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 153
151
skólanna séu erlendu bömunum og fjölskyldum
þeirra hliðholl og tengsl við heimili einkennist
af gagnkvæmu trausti. í því samhengi er þó
mikilvægt að líta ekki á heimamenningu barna
af erlendum uppruna og skólamenningu sem
andstæður, heldur gera sér far um að kynnast
hverri einstakri fjölskyldu, reynslu hennar
og væntingum (Hanna Ragnarsdóttir, 2004).
Jákvæð viðhorf stjórnenda, víðtæk þekking
þeirra á málefnum einstakra fjölskyldna og
aðgengi foreldra að þeim eru einnig mikilvægir
þættir samkvæmt erlendum rannsóknum (Ryan,
2003). Þá hefur gefist mjög vel að virkja
foreldra af erlendum uppruna til samstarfs við
skóla og hafa ýmsar leiðir verið þróaðar í því
skyni (Falk o.fl., 2003; Kypriotakis, 2000). í
því samhengi þarf að hafa í huga stöðu fólks
af erlendum uppruna í nýju samfélagi sem
minnihlutahópa, sem í flestum tilvikum eru
lægra settir í upphafi en meirihlutahópur, ekki
síst vegna skorts á þekkingu í meirihlutamáli
og samskiptamáli samfélagsins. Mikilvægt er
að vinna markvisst gegn slíkri aðgreiningu
í skólum, svo að ólík valdastaða meiri- og
minnihlutahópa nái ekki að festast í sessi
í samfélaginu (Eriksen og Sprheim, 1999;
Gullestad, 2002). Þá er einnig mikilvægt að
huga að námsmati, þar sem hæfni barna sem
daglega fara milli félags- og gildakerfa, milli
heimamenningar og skólamenningar, sem
í sumum tilvikum er mjög ólík, er metin
að verðleikum. Líklegt má telja að með
aukinni viðurkenningu á hæfni barnanna og
áherslubreytingum í skólastarfi, þar sem í
auknum mæli er hvatt til virkari samvinnu
kennara, barna og foreldra, heimamenningar
og skólamenningar, megi auka velgengni
barna af erlendum uppruna, bæta stöðu þeirra
og auka virka þátttöku þeirra í samfélaginu.
Lykilorð í slíkri þróun hljóta að vera jafnrétti
og fjölbreytileiki.
Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti
1999. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
Aðalnámskrá leikskóla 1999. Reykjavík:
Menntamálaráðuneytið.
Austurbcejarskóli: Um skólann. Sótt 25. okt.
2004 á vef Austurbæjarskóla: http://
austurbaejarskoli.ismennt.is/namsskra/
umskolann.pdf
Conteh, J. (2003). Succeeding in diversity.
Culture, language and learning in
primary classrooms. Stoke on Trent, UK
and Sterling, USA: Trentham Books.
Cotton, T., Mann, J., Hassan, A. og Nickolay,
S. (2003). Improving primary schools,
improving communities. Stoke on Trent,
UK and Sterling, USA: Trentham Books.
Edwards, V. (1998). The power ofBabel.
Teaching and learning in multilingual
classrooms. Stoke on Trent and Reading:
Trentham Books in association with
the Reading and Language Information
Centre, University of Reading.
Eriksen, T. H. og Sprheim, T. A. (1999).
Kulturforskjeller i praksis. Perspektiver
pá det flerkulturelle Norge (2. útgáfa).
Oslo: Ad Notam Gyldendal.
Falk, M., Glerup, L., Inceer, N. og Jensen,
K. (2003). Gi'mig bolden.forfa'en.
Refleksioner fi-a en multikulturel skole.
Vejle: Kroghs Forlag A/S.
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur (2000). Stefna í
málefnum barna með íslensku sem annað
tungumál í grunnskólum Reykjavíkur. Sótt
25. okt. 2004 á vef Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur: http://www.grunnskolar.is/
fraedslumidstodin.nsf/Files/Stefna_born_
annad_modurmal/$file/Stefna_Born_
Annad_modurmal.pdf
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004