Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 163

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 163
161 tagi er kennaraneminn hvattur til að huga að því hvernig hann sjálfur hugsar. Síðan kemur hann x tímann með sína ígrundun í farteskinu og fær þar tækifæri til að reifa hugmyndir sínar í litlum hópi með félögunum og uppgötvar þá yfirleitt að sínum augum lítur hver silfrið; sér að það gefast önnur sjónarhorn, að það er hægt að hugsa um hlutina með ólíkum hætti. Meginatriðið er þetta: Með því að skrifa um hlutina og ígrunda þá verður nemanum betur Ijóst en áður hvernig hann hugsar. Þetta gerir honum auðveldara wn vik að gera greinarmun á því hvernig hann sjálfur hugsar og hvernig aðrir hugsa. Ég geng svo langt að halda því fram að eiginleg menntun sé að verulegu leyti fólgin í námsháttum af þessu tagi, þ.e. að nemandinn beini athyglinni að því hvernig hann sjálfur talar og hugsar. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni. Fyrir um það bil hundrað árunx reit Guðmundur Finnbogason (1903 /1994) eftirfarandi orð í Lýðmenntun (bls. 65): Fyrsta stig allrar fræðslu verður því að vera að vekja hjá nemendum svo skýrar hugmyndir sem frekast er unnt, láta þá sjálfa grannskoða hlutina, hvenær sem því verður viðkomið, og hvarvetna byggja á því sem þeir hafa sjálfir heyrt, séð og þreifað á. Mennt er máttur, segir orðtakið og hljómar vel. En hvað er átt við? I mínum huga merkir þetta að manneskja finnur til máttar síns þegar hún skynjar að hún er farin að hugsa sjálfstætt og sjá hluti í nýju ljósi. Kennaranenxi hjá mér skrifaði eftirfarandi í inngangi að ferilmöppu sem hann skilaði í lok námsins: Síðan vil ég nefna ígrundanirnar. Að ná saman á blað fyrstu ígrundunum tók mig heilu dagana í byrjun vetrar. Síðan gerðist það. að það fór að verða mér tamara að koma skoðunum mínum á blað og rökstyðja eftir þörfum. Má því segja að ég hafi lært að hugsa upp á nýtt í náminu í vetur og þegar upp var staðið er það kannski stærsti ávinningurinn sem ég hef haft af náminu. Því þegar maður hefur tamið sér að ígrunda efni og hugmyndir koma fleiri möguleikar og fletir á efninu f ljós. Margir af nemendum mínum hafa látið svipuð orð falla um ígrundanir sínar. Svo virðist sem jafn hversdagslegar athafnir og það að skrifa, ígrunda og tala saman ýti við þeim, fái þá til að staldra við og fara að hugsa málin upp á eigin spýtur. Ef þetta gengur eftir finnst mér ég hafa náð nokkrum árangri í þeirri viðleitni að bæta starfshætti mína. Ritgerðina má nálgast á vef mínum: http:// starfsfolk.khi.is/hafthor Heimildir Bruner, J. (1996). The culture of education. Harvard University Press. Bullough, R. V. and Pinnegar, S. (2001). Guidelines for quality in autobiographical forms of self-study research. Educational Researcher, 30 (3), 13-21. Connelly, F. M. & Clandinin, D. J. (1990). Stories of experience and narrative inquiry. Educational Researcher, /9(5), 2- 14. Cobb, P. (1994). Where is the mind? Constructivist and sociocultural perspectives on mathematical development, Educational Researcher, 23(7), 13-20. Cole, M. (1996). Cultural psychology. A once and future discipline. Cambridge: The Belcamp Press of Harvard University Press. Dewey, J. (1916). Democracy and education. New York: The Free Press. Endurprentun 1944. Feiman-Nemser, S. & Remillard, J. (1996). Perspectives on learning to teach. í F. B. Murray (Ritstj.), The Teacher Educator's Handbook. Building a Knowledge Base for the Preparation of Teachers. San Francisco: Jossey-Bass Publishers. Guðmundur Finnbogason (1903). Lýðmenntun. Reykjavík: Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Islands. Endurprentun 1994. Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.