Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 163
161
tagi er kennaraneminn hvattur til að huga að
því hvernig hann sjálfur hugsar. Síðan kemur
hann x tímann með sína ígrundun í farteskinu
og fær þar tækifæri til að reifa hugmyndir sínar
í litlum hópi með félögunum og uppgötvar
þá yfirleitt að sínum augum lítur hver silfrið;
sér að það gefast önnur sjónarhorn, að það er
hægt að hugsa um hlutina með ólíkum hætti.
Meginatriðið er þetta: Með því að skrifa um
hlutina og ígrunda þá verður nemanum betur
Ijóst en áður hvernig hann hugsar. Þetta gerir
honum auðveldara wn vik að gera greinarmun
á því hvernig hann sjálfur hugsar og hvernig
aðrir hugsa. Ég geng svo langt að halda því
fram að eiginleg menntun sé að verulegu
leyti fólgin í námsháttum af þessu tagi, þ.e.
að nemandinn beini athyglinni að því hvernig
hann sjálfur talar og hugsar. Þessi hugmynd er
ekki ný af nálinni. Fyrir um það bil hundrað
árunx reit Guðmundur Finnbogason (1903
/1994) eftirfarandi orð í Lýðmenntun (bls. 65):
Fyrsta stig allrar fræðslu verður því að vera að
vekja hjá nemendum svo skýrar hugmyndir sem
frekast er unnt, láta þá sjálfa grannskoða hlutina,
hvenær sem því verður viðkomið, og hvarvetna
byggja á því sem þeir hafa sjálfir heyrt, séð og
þreifað á.
Mennt er máttur, segir orðtakið og hljómar
vel. En hvað er átt við? I mínum huga merkir
þetta að manneskja finnur til máttar síns þegar
hún skynjar að hún er farin að hugsa sjálfstætt
og sjá hluti í nýju ljósi. Kennaranenxi hjá mér
skrifaði eftirfarandi í inngangi að ferilmöppu
sem hann skilaði í lok námsins:
Síðan vil ég nefna ígrundanirnar. Að ná saman
á blað fyrstu ígrundunum tók mig heilu dagana
í byrjun vetrar. Síðan gerðist það. að það fór að
verða mér tamara að koma skoðunum mínum á
blað og rökstyðja eftir þörfum. Má því segja að
ég hafi lært að hugsa upp á nýtt í náminu í vetur
og þegar upp var staðið er það kannski stærsti
ávinningurinn sem ég hef haft af náminu. Því
þegar maður hefur tamið sér að ígrunda efni og
hugmyndir koma fleiri möguleikar og fletir á
efninu f ljós.
Margir af nemendum mínum hafa látið
svipuð orð falla um ígrundanir sínar. Svo
virðist sem jafn hversdagslegar athafnir og
það að skrifa, ígrunda og tala saman ýti við
þeim, fái þá til að staldra við og fara að hugsa
málin upp á eigin spýtur. Ef þetta gengur eftir
finnst mér ég hafa náð nokkrum árangri í þeirri
viðleitni að bæta starfshætti mína.
Ritgerðina má nálgast á vef mínum: http://
starfsfolk.khi.is/hafthor
Heimildir
Bruner, J. (1996). The culture of education.
Harvard University Press.
Bullough, R. V. and Pinnegar, S. (2001).
Guidelines for quality in autobiographical
forms of self-study research. Educational
Researcher, 30 (3), 13-21.
Connelly, F. M. & Clandinin, D. J. (1990).
Stories of experience and narrative
inquiry. Educational Researcher, /9(5),
2- 14.
Cobb, P. (1994). Where is the mind?
Constructivist and sociocultural
perspectives on mathematical
development, Educational Researcher,
23(7), 13-20.
Cole, M. (1996). Cultural psychology. A once
and future discipline. Cambridge: The
Belcamp Press of Harvard University
Press.
Dewey, J. (1916). Democracy and education.
New York: The Free Press. Endurprentun
1944.
Feiman-Nemser, S. & Remillard, J. (1996).
Perspectives on learning to teach. í F. B.
Murray (Ritstj.), The Teacher Educator's
Handbook. Building a Knowledge Base
for the Preparation of Teachers. San
Francisco: Jossey-Bass Publishers.
Guðmundur Finnbogason (1903).
Lýðmenntun. Reykjavík:
Rannsóknastofnun Kennaraháskóla
Islands. Endurprentun 1994.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004