Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 166
164
sem bera þannig hita og þunga af námskrárgerð
Háskólans.
Hugmyndir kennara eða viðhorf til námskrár
eru í þessari rannsókn, skoðaðar annars
vegar út frá hugmyndum um starfskenningar
og hins vegar í ljósi kenninga um áhrif
fræðigreinarinnar á mótun akademískrar
sjálfsmyndar háskólakennara og starfshátta
þeirra þ.m.t. kennslu (Barnett o. fl., 2001).
Ýmsar skilgreiningar hafa verið settar
fram um hugtakið starfskenningu en hér er
stuðst skilgreiningu þeirra Handal og Lauvás
(1987) en þeir skilgreina starfskenningu
sem persónulegt, síbreytilegt kerfi kenninga
kennarans sem tengist starfi hans á hverjum
tíma. Þetta kerfi kennarans er byggt á þekkingu
hans, reynslu og siðferðilegum gildum.
Hugmyndir um áhrif fræðigreinarinnar á
viðhorf kennara til þekkingar og kennslu eru
m.a. sóttar til Clark (1983) sem segir að sá
sem gerist þátttakandi í fræðigreinasamfélagi,
hvort heldur sem nemandi eða kennari, gangi
í raun inn í ákveðinn menningarhóp sem
deilir trú á kenningum, aðferðafræði, tækni og
viðfangsefnum. Háskólakennararlítafræðasvið
sitt misjöfnum augum. Meðan sumir sjá fræði
sín sem skipulagðan forða þekkingar sem
miðla þarf til nemenda vilja aðrir kennarar
leggja áherslu á þá færni eða leikni sem
þeir telja nemendum nauðsynlega (Stark og
Lattuca, 1997). Starfskenningar kennara, þar
með talin viðhorf þeirra til fræðigreinarinnar,
lita og móta það hvernig kennarar skipuleggja
námskeið fyrir nemendur.
Námskrárrannsóknir
Þrátt fyrir mikilvægi námskrár eru rannsóknir á
sviði námskrárgerðar háskóla fáar og hafa oftar
en ekki beinst að ákveðnum, afmörkuðum
þáttum hennar. Þannig er að finna talsvert
af rannsóknum sem snúa almennt að þróun
háskólans og breytingum á háskólakerfinu
(Kogan 1997; Gellert 1999; Kogan, Bauer
o.fl. 2000), hugmyndum háskólakennara um
nám og kennslu ( Martin 1998; Entwistle
2000; Havita 2000; Samuelowicz 2001;
Cottrell 2003) svo og viðhorfum kennara til
námskrárgerðar (Stark og Lattuca, 1997). Þá
hafa nýlegar rannsóknir á háskólakennslu sýnt
sterka samsvörun á milli þekkingarfræðilegra
hugmynda kennara um námsgreinina og þess
hvernig þeir telja best að haga sinni kennslu
(Martin o. fl„ 2000).
Fáar rannsóknir hafa beinst að því að skoða
námskrá háskóla í heild en má þó benda á
rannsóknir og skrif Squires (1990) sem telur
að í rannsóknum á námskrá háskóla hafi of
mikil áhersla verið lögð á sjónarmið einstakra
háskólagreina fremur en heilstæða umfjöllun
urn námskrá háskólastigsins. Á sama hátt
hafa tilraunir til að efla nám og kennslu við
háskóla fremur beinst að framkvæmd námskrár
(kennsluháttum) en að hugað sé að tengslum
á milli hinnar skipulögðu námskrár svo og
framkvæmda hennar (Brew, 1995; Stark, 2000;
Toohey, 1999).
Rannsóknin sem hér er kynnt fellur undir
þá kenningahefð sem nefnd hefur verið
hugsmíðahyggja (constructivism). Fræðilegur
bakgrunnur hennar er byggður á kenningum
námskrárfræðimanna eins og Hubner (1966)
og Paris (1989) um ákvarðandi sjónarmið
í námskrárkrárgerð (enactment perspective).
Samkvæmt því sjónarmiði er námskrárgerð ferli
sem byggðir á reynslu kennara og starfsþroska
þeirra og aðstæðubundinni þekkingu (Lave &
Wenger, 1999). Með öðrurn orðum, ákvarðanir
kennara um nám og kennslu eru ekki teknar
í tómarúminu eru mótaðar af skynjun þeirra
á aðstæðum sínum og breytingar á námskrá
felast fremur í breytingum á hugmyndum
kennara en stofnanalegum þáttum (Schön,
1987). Rannsóknin byggirá fyrirbærafræðilegu
sjónarhorni (phenomenology) þar sem háskóla-
kennarar skýra frá eigin reynslu og upplifun og
lögð er áhersla á að skilja veruleikann eins og
hann birtist þátttakendum (Bogdan og Biklen,
1998).
Markmið rannsóknar
í þessari rannsókn er viðfangsefnið hin
skipulagðanámskráog skoðaðarþærákvarðanir
sem kennarar taka um skipulag náms og
kennslu burtséð frá því hvort eða hvernig
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004