Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 177
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 175-183
175
Konur og tölvunarfræði
Ásrún Matthíasdóttir, Kolbrún Fanngeirsdóttir og Hrafn Loftsson
Háskólanum í Reykjavík
I þessari grein er fjallað um helstu niðurstöður könnunar er fram fór við Háskólann í Reykjavík
sumarið 2003 þar sem kannað var hvaða þættir hefðu áhrif á val kvenna á nám í tölvunarfræði.
Megin niðurstöður könnunarinnar eru að konur þekki ekki nægjanlega vel til tölvunarfræði, þekki
ekki vel hvað fagið felur í sér og hvaða möguleika það skapar. Einnig hafa konur samkvæmt
þessari könnun minni reynslu en karlar af tölvum og tölvunarfræði áður en þær koma í skólann.
Niðurstöður gefa einnig til kynna að aðgengi kynjanna að tölvum sé mismunandi þar sem karlar
fá aðgang að tölvum mun fyrr, bæði heima og í skóla.
Rannsóknir (Giirer og Camp, 2002; Agrawal,
Goodwill, Judge, Sego, og Williams, 2003)
hafa leitt í ljós að konur velja tölvunarfræðinám
síður en karlar, meðal annars vegna skorts á
sjálfstrausti, fyrirmyndum og hvatningu frá
kennurum og foreldrum. Einnig hafa konur
minni aðgang að tölvum á yngri árum, eru oft
neikvæðari gagnvart tölvum en karlar, og hafa
líka oft minni tölvureynslu en karlar þegar þær
hefja háskólanám.
Sérhvert þjóðfélag þarf á þátttöku beggja
kynja að halda í uppbyggingu á upplýsinga-
tækni en undanfarin tæp 20 ár hefur sú þróun
átt sér stað í tölvunarfræðinámi að konum hefur
fækkað hlutfallslega og er staðan í dag tæplega
ásættanleg. Sem dæmi má nefna að frá 1985
til 1995 fór hlutfall kvenna af útskrifuðum
BS nemendum í tölvunarfræði úr 36% í 28% í
Bandaríkjunum (National Science Foundation,
1997). Síðustu tvö ár hefur hlutfall kvenna
við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
(HR) minnkað verulega en 1. tafla sýnir fjölda
umsókna í staðamám í tölvunarfræðideild HR á
árunum 1998-2003. Glögglega má sjá að þegar
heildarfjöldi umsókna minnkar verulega árin
2002 og 2003, þá minnkar jafnframt hlutfall
kvenumsækjenda. Árið 1998 voru umsóknir
kvenna 83 en þær voru aðeins 11 árið 2003 og
er það 87% fækkun á þessu fimm ára tímabil.
Margir skólar hafa verið að skoða sókn
kvenna í tölvunarfræði í þeim tilgangi að auka
hlut þeirra og gerðar hafa verið nokkrar rann-
sóknir á þessu sviði. Til dæmis tókst Carnegie
Mellon School of Computer Science að auka
hlut kvenna í tölvunarfræði úr 7% í 42%
á árunum 1995-2000 (Margolis og Fisher,
2003). Camegie Mellon náði þessari gríðarlegu
aukningu kvenna meðal annars með því að
1. tafla. Fjöldi umsókna í staðamám í tölvunarfræðideild HR
Ár Samtals Breyting frá fyrra ári(%) Karlar Konur Hlutfall kvenna(%) Hlutfallsleg breyting á fjölda kvenna frá fyrra ári(%)
1998 351 268 83 23,6
1999 210 -40,2 157 53 25,2 -36,1
2000 293 39,5 202 91 31,1 +71,7
2001 242 -17,4 167 75 31,0 -17,6
2002 134 -44,6 109 26 19,4 -65,3
2003 94 -29,9 77 11 11,7 -57,7
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004