Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 187
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 185-194
185
Markviss málörvun - forspá um lestur
Guðrún Bjarnadóttir
Miðstöð heilsuverndar bama
Leikskólabörnum var fylgt eftir lokaár sitt í ieikskóla og fyrsta ár grunnskólans. Þátt tóku þrír
árgangar barna, samtals 160 böm. Gert var tilraunarlíki þar sem hópum var skipt eftir leikskólum
og árgöngum. Kennararnir Helga Friðfmnsdóttir, Sigrún Löve og Þorbjörg Þóroddsdóttir aðlöguðu
árið 1988 danska kennsluhandbók í hljóðkerfisvitund að íslenskum aðstæðum og gáfu henni
nafnið Markviss málörvun. Verkefnin í henni voru ætluð blönduðum bekkjum barna og byrjað á
auðveldum verkefnum sem síðan fóm stigþyngjandi. Fyrsti árgangur barnanna sem hér tóku þátt
fékk ekki Markvissa málörvun, sem annar og þriðji árgangur fengu. A sínu síðasta leikskólaári
fékk annar árgangurinn kennslu í Markvissri málörvun, böm í öðrum leikskólanum á hefðbundinn
hátt en í hinum fengu bömin verkefni sem voru betur sniðin að getu þeirra. Skipt var í þrjá
getuhópa. Fyrir þriðja árganginn völdu kennarar í báðum leikskólum að nota tilsniðnu verkefnin.
Niðurstöður leiddu í Ijós að Markviss málörvun efldi hljóðkerfisvitund, hvort sem kennslan var
hefðbundin eða verkefnum hagað í samræmi við hljóðkerfisvitund nemenda. Börnin sem fengu
tilsniðnu kennsluna lásu betur í lok fyrsta bekkjar en þau þekktu líka fleiri bókstafi í upphafi
síðasta vetrar í leikskóla. Væri valið tölfræðilega hvaða breytur spáðu best um lestrargetu við lok
fyrsta bekkjar kom í ljós líkan sem innihélt bókstafaþekkingu, málþroska og aldur og skýrði 54%
af dreifingu á lestrargetu. Frekari rannsókna á forspá um lestrargetu er þörf og í þessari rannsókn
vöknuðu spurningar um kynjamun, t.d. hvort drengjum gagnist Markviss málörvun betur en
stúlkum. Skörun við aðra fæmi vakti einnig spurningar um eðli hljóðkerfisvitundar.
Orðin hljóðkerfisvitund og hljóðvitund vísa
til tilfinningar fyrir málhljóðum, orðum og
orðhlutum eins og þau eru sögð og heyrast
í mæltu máli. Orðið hljóðkerfisvitund hefur
verið notað til þess að þýða enska hugtakið
„phonological awareness", og enska hugtakið
„phonemic awareness“ hefur verið þýtt með
orðinu hljóðvitund eða málhljóðavitund. A
síðustu árum hafa rannsóknir bent til þess
að hljóð- og hljóðkerfisvitund sé nátengd
lestrarnámi. Talið er að því meðvitaðra sem
barn er um málhljóð, þeim mun betur gangi
því að læra að lesa (Ehri, Nunes, Willows,
Schuster, Yaghoub-Zadeh og Shanahan, 2001;
Freyja Birgisdóttir, 2003; Morais, 1991). Einnig
hafa rannsóknir bent til þess að lestrargeta
efli hljóðkerfisvitundina (McGuinness,
McGuinness og Donohue, 1995; Stanovich,
1986; Wagner, Torgesen og Rashotte, 1994).
Islenskt dæmi um hagnýtingu þessara
rannsóknamiðurstaðna er prófið Hljóm-2 sem
nú er notað í leikskólum til þess að finna börn
sem vegna slakrar hljóðkerfisvitundar eru talin
líkleg til að eiga erfitt með að læra að lesa
(Ingibjörg Símonardóttir, Jóhanna Einarsdóttir
og Amalía Björnsdóttir, 2002).
Sænski málvísindamaðurinn Ingvar
Lundberg var meðal þeirra fyrstu sem settu
fram slíkar hugmyndir. Danski kennarinn
Jprgen Frost samdi kennsluefni fyrir börn við
upphafv grunnskóla út frá þeirri hugmynd
Lundbergs að unnt væri að kenna börnum
hljóðkerfisvitund án þess að nota bókstafi og
það myndi auðvelda lestramámið (Lundberg,
1994; Lundberg, Frost og Petersen, 1988). Þrír
íslenskir kennarar, þær Helga Friðfinnsdóttir,
Sigrún Löve og Þorbjörg Þóroddsdóttir (1988)
þýddu kennsluhandbók Frosts, aðlöguðu hana
að íslenskum aðstæðum og nefndu Markvissa
málörvun. Kennsluefnið hefur síðan verið
talsvert notað í yngstu árgöngum grunnskólans
og einnig í sér- og stuðningskennslu í lestri. A
tíunda áratugnum fóru leikskólakennarar að
nota sum verkefnanna og höfundar Markvissu
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004