Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 188
186
málörvunarinnar endurunnu kennsluefnið m.a.
til þess að gefa hugmyndir um notkun þess í
leikskólum (Helga Friðfinnsdóttir o.il, 1999).
Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar
erlendis á kennsluefni þessu og hafa þær víða
skilað niðurstöðum sem benda til þess að vert
sé að kenna það börnum. Einkum hafa þetta
verið rannsóknir á hinum Norðurlöndunum
(sjá t.d. Amtorp, Frost og Troest, 1985; Austad
og Bygnes, 1996; Frost, 1987; 1989; Petersen,
1989) en líka í Þýskalandi og Bandaríkjunum
(sjá t.d. Adams, Foorman, Lundberg og Beeler,
1998; Ehri o.fl., 2001; Schneider, Kuspert,
Roth, Vise og Mark, 1997). Rannsóknirnar sýna
samband þessarar kennslu í hljóðkerfisvitund
við lestrargetu barnanna sem hana fá.
I rannsókninni sem hér er lýst (Guðrún
Bjarnadóttir, 2003) var notuð eldri útgáfan af
Markvissri nrálörvun (Helga Friðfínnsdóttir
o.fl., 1988), þar sem sú nýja var ókomin þegar
rannsóknin hófst. Skoðað var hvort unnt væri
að kenna hljóðkerfisvitund og efla lestrargetu
með því að nota verkefnin úr handbókinni
í elsta árgangi leikskólans. Þessar fjórar
rannsóknarspurningar voru settar fram:
1. Eykur kennsla í Markvissri málörvun í
leikskóla hljóðkerfisvitund og lestrargetu?
2. Dregur kennsla í Markvissri málörvun úr
þörf fyrir sérstuðning í lestri?
3. Borgar sig að velja verkefni úr Markvissri
málörvun í samræmi við mismunandi
hljóðkerfisvitund barnanna, þ.e. láta ólíka
nemendahópa fást við ólík verkefni?
4. Hvaða eiginleikar og færni leikskólabarna
spá best fyrir um lestrargetu í upphafi
grunnskóla?
Aðferð
Þátttakendur
Tveir leikskólar og einn grunnskóli tóku þátt í
verkefninu. Flest börn úr leikskólunum tveim
fóru að leikskóla loknum í grunnskólann.
Verkefnið, sem hófst á skólaárinu 1997 - 1998,
hlaut styrk skólaárið á eftir frá Verkefna- og
námsstyrkjasjóði Kennarasambands íslands
(Anna N. Möller, Ásta Birna Stefánsdóttir,
Enrilía B. Möller og Guðrún Bjarnadóttir,
2002). Þrír árgangar barna tóku þátt og við
upphaf þátttöku hvers árgangs var fengið
upplýst og skriflegt samþykki forráðamanna
fyrir þátttöku þeirra. Alls hófu 160 börn
þátttöku. Meðalaldur þeirra í lok leikskóla
var 6 ár (72 mán.). Brottfall varð nokkuð, því
35 börn eða 22% af börnunum 160 heltust úr
lestinni, bæði vegna brottflutnings úr hverfinu
og grunnskólavistar í öðrum skólum. Við lok
fyrsta bekkjar voru bömin 125. í 1. töflu sést
hvemig börnin skiptust eftir árgöngum og kyni
þann tíma sem þeim var fylgt eftir til loka
fyrsta bekkjar.
Matstæki
Til þess að meta hljóðkerfisvitund voru notuð
þrjú próf. Eitt þeirra var notað til þess að meta
getu barnanna til að finna rímorð. Próf þetta
var 13 orða listi (tvær útgáfur), með eins til
fjögurra atkvæða orðurn. Rétt svar var rétt
rím, óháð því hvort rímorðið hefði merkingu
eða ekki. Innri áreiðanleiki var viðunandi
(alphastuðull = 0,87).
Til þess að meta getu barnanna við að skipta
orðum í atkvæði voru einnig notaðar tvær
útgáfur af orðalista. Mat á innri áreiðanleika
hans var líka viðunandi (alphastuðull = 0,83).
Þriðja prófið var undirprófið Hljóðtenging úr
Aston Index prófinu (Bjamfríður Jónsdóttir,
Eiríkur Hilmarsson, Guðjón Ólafsson, Jóhanna
Valdemarsdóttir og Kristinn Hilmarsson,
1996). Þar er skoðað hvort börn geta dregið
saman málhljóð í orð og prófuð 15 orð og 5
orðleysur. í íslensku og bresku handbókunum
er ekki gefinn upp áreiðanleikastuðull fyrir
þetta undirpróf, en í Bretlandi hefur fylgni þess
við lestrar- og stafsetningargetu tveim árum
seinna verið könnuð og fylgnistuðlamir voru
/• = 0,63 og /• = 0,59 (Bjamfríður Jónsdóttir
o.fl., 1996). Utkoma þessara þriggja prófa var
sett á samræmdan kvarða og einfalt meðaltal
þeirra notað sem mæling á hljóðkerfisvitund
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004