Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 191
189
fékk sá þriðjungur barna sem hafði áunnið
sér mestu hljóðkerfisvitundina þyngstu
verkefnin úr Markvissri málörvun, verkefni
úr seinni hluta bókarinnar. Sum þessara bama
voru jafnvel orðin læs áður en kennslan
byrjaði. Sá þriðjungur bama sem hafði litla
hljóðkerfisvitund, var t.d. varla farinn að ríma
og gat ekki sundurliðað orð í atkvæði, fékk
fyrst þau verkefni úr handbókinni sem efldu
hlustun og rím.
Fyrir árgang 3 völdu kennarar í báðum
leikskólum að nota verkefnin eins og þau voru
tilsniðin að tilraunahópnum.
Niðurstöður
Fyrsta spurningin laut að því hvort kennsla
í Markvissri málörvun í leikskóla yki hljóð-
kerfisvitund og lestrargetu. í Ijós kom að svo
var, óháð því hvort nemendur fengu tilsniðna
eða hefðbundna kennslu. Marktækur munur
var á hópnum sem ekki fékk Markvissa
málörvun og þeim sem hana fékk (Manova,
Hotelling'sTrace: F jj^ = 9,1;/? = 0,000). Þegar
hljóðkerfisvitund og lestrargeta voru skoðaðar
hvor í sínu lagi kom í ljós að munurinn var á
hljóðkerfisvitundinni (F]]5= 17,9; p = 0,000)
en ekki lestrinum í lok 1. bekkjar {Fi]$= 2,7;
/? = 0,101).
I annarri spurningunni var spurt hvort
kennsla í Markvissri málörvun drægi úr þörf
fyrir sérstakan stuðning í lestri. Þarna fékkst
ekki marktækur munur ix~\, einhliða Fisher’s
Exact próf: p = 0,069), en fjallað verður nánar
um þær niðurstöður í lok greinarinnar. í 2.
töflu er sýnt hvemig sá fjöldi bama sem fékk
einkunn sem sýndi ófullnægjandi árangur í
lestri skiptist eftir hópunum tveim.
Þriðja spurningin snerti það hvort ólíkir
nemendahópar ættu að fást við ólík verkefni,
þ.e. hvort það borgi sig að velja verkefni
úr Markvissri málörvun í samræmi við
mismunandi hljóðkerfisvitund barnanna. Þegar
börnin sem fengu hefðbundna Markvissa
málörvun voru borin saman við börn sem
fengu tilsniðnu kennsluna kom í ljós að báðir
hópar lærðu hljóðkerfisvitund, þ.e. enginn
munur var á hljóðkerfisvitund hópanna í lok
leikskóla (Fg^ = 0,3; p = 0,559). Aftur á móti
var marktækur munur á lestrareinkunnum í lok
fyrsta bekkjar (Fg^ = 6,1; p = 0,016) og verður
það einnig rætt nánar í umræðukaflanum hér
á eftir.
Með síðustu rannsóknarspurningunni var
spurt hvaða eiginleikar og færni leikskólabarna
spáðu best fyrir um lestrargetu í upphafi
gmnnskóla. í ljósi þess hversu mikil fylgni
var milli flestra mælinga var þessi spurning
þörf. 1 3. töflu er yfirlit yfir fylgni ýmissa
þátta við lestrargetu í lok fyrsta bekkjar og
hljóðkerfisvitund í lok leikskóla.
Fylgnilíkön eða fjölbreytuaðhvarfslíkön má
smíða til þess að átta sig á því m.a. hvaða breytur
í fortíð gefa besta forspá um mælda getu. Hér
var skoðað hver af eftirfarandi breytum í lok
leikskóla veldust inn í fjölbreytuaðhvarfslíkan
að lestrargetu í fyrsta bekk: aldur, kyn,
bókstafaþekking, kennsla, málþroski, hljóð-
kerfisvitund, fyrri lestrargeta og sjónræn
aðgreining. Kennslan innihélt tvær breytur,
aðra með gildunum Markviss málörvun og
2. tafla. Þörf fyrir sérstuðning í lestri fyrir börn sem fengu eða fengu ekki Markvissa málörvun (MM)
Fengu/fengu ekki
Markvissa málörvun
MM Ekki MM
Ófullnægjandi árangur í lestri 7 7,5% 6 19,4% 13 10,5%
Fullnægjandi árangur í lestri 86 92,5% 25 80,6% 111 89,5%
Alls 93 100,0% 31 100,0% 124 100,0%
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004