Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 197
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 195-208
195
Upplýsinga- og samskiptatækni í
háskólanámi og kennslu
Anna Olafsdóttir
Háskólanum á Akureyri
Ásrún Matthíasdóttir
Háskólanum í Reykjavík
f greininni er fjallað um könnun sem gerð var á notkun upplýsinga- og samskiptatækni (UST)
í þremur háskólum á fslandi í upphafi árs 2003. Könnunin er hluti af rannsóknarverkefninu
NámUST. Verkefnið samanstendur af rannsóknum á notkun upplýsinga- og samskiptatækni f
námi og kennslu frá leikskólastigi til háskólastigs. Niðurstöður könnunar gefa vísbendingar um
að upplýsinga- og samskiptatækni hafi þegar könnunin var gerð fyrst og fremst verið nýtt til að
styðja við hefðbundnar aðferðir í námi og kennslu. Ritvinnsla var útbreiddasta forritið meðal
nemenda en töflureiknir og glærugerðarforrit komu þar á eftir. Önnur forrit voru takmarkað notuð.
Glærugerðarforrit var einkennandi fyrir forritanotkun kennara þegar þeir undirbjuggu kennslu og
glærusýningar voru einkennandi í kennslunni sjálfri. Nemendur virtust almennt nýta sér Netið
til upplýsingaleitar og efnisöflunar í námi en niðurstöður benda til að kennarar hafi síður nýtt
slíkt efni með beinum hætti í kennslunni. Vefkennslukerfi (t.d. WebCT eða innranet skóla) var
almennt mikið notuð í námi og kennslu þó mest til miðlunar námsefnis og var notkun Netsins
tíðust í þessum tilgangi auk tölvusamskipta í tölvupósti. Niðurstöður könnunar á aðferðum við
námsmat benda til að kennarar hafi lítið verið farnir að nýta sé ný tækifæri sem skapast hafa á sviði
námsmats með þróun upplýsinga- og samskiptatækni.
Miklar brey tingar hafa átt sér stað í þjóðfélaginu
undanfama áratugi og má ekki hvað síst rekja
þær til örrar tækniþróunar. Hvert sem litið er í
samfélaginu má greina þróun sem á einn eða
annan hátt tengist tæknilegum framförum.
Nefna má í þessu sambandi fjölbreytta flóru
útvarps- og sjónvarpsstöðva, tölvuleiki og
GSM síma, aðgengi að upplýsingum á Netinu
og rafræn viðskipti. En ör tækniþróun hefur
ekki síður haft áhrif í menntakerfinu. Ef litið
er til þróunar háskólanáms á Islandi má fyrst
nefna fjölgun háskóla en þeim hefur fjölgað
úr tveimur í níu á fáum árum. Færa má rök
fyrir því að auðveldara aðgengi að námi og
nýir möguleikar í miðlun náms og samskiptum
eigi þar stóran þátt. Þróun á sviði tölvu- og
upplýsingatækni birtist einnig í breytingum
á vinnuaðferðum og vinnuumhverfi kennara
og nemenda þar sem tæknin er í síauknum
mæli farin að hafa áhrif á aðgengi, dreifingu
og miðlun námsefnis sem og á samskipti
nemenda og kennara. Ýmsir stjórnsýslulegir
þættir skólastarfsins hafa einnig tekið miklum
breytingum með innleiðingu nýrrar tækni og
nefna má í því sambandi nemendabókhald og
einkunnabókhald sem orðið er sjálfsagður hluti
af stjórnun skóla.
Ný tækni hefur skapað fjölbreytta mögu-
leika fyrir kennara og nemendur. Hún býður
upp á breytta framsetningu og dreifingu á
námsefni, nýjar leiðir í samskiptum, öflugar
upplýsingaveitur á Netinu, rafræna gagna-
vinnslu og rafrænt námsmat svo eitthvað sé
nefnt. Með notkun tækninnar er hægt að skipu-
leggja nám þannig að það fari fram að mestu
eða jafnvel öllu leyti í rafrænu umhverfí eins
og oft er gert í fjarnámi en einnig getur námið
verið blanda af hefðbundnu kennsluformi og
kennslu á vef.
Víða að kemur þrýstingur á háskóla að mæta
breyttum kröfum í því samkeppnisumhverfi
sem þróast hefur með auknu framboði náms
á háskólastigi. Aggarwal og Bento (2000)
benda á að þrýstingur á breytingar komi ekki
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004