Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 209
207
námsefni hjá kennurum. Weigel (2002) fjallar
um fyrirlestra með glærusýningum í umfjöllun
sinni um dýptarnám (e. deep learning) sem
andstæðu yfirborðsnáms (e. surface learning).
Hann bendir á að útbreiðsla margmiðlunar-
tækninnar við fyrirlestrahald í kennslu, til
dæmis í formi Powerpoint-kynninga, festi í
sessi þá skynjun nemenda að þekking sé safn
af litlum bútum eða skömmtum sem setja megi
fram í skeytastíl eins og gert er með deplum
eða punktum í glærukynningum. Kennsla
kennarans hafi tilhneigingu til að stjómast af
því að komast gegnum glærumar. Það þýði
að nemendur fari oftar en ekki á mis við
tækifæri til gagnvirkra samskipta og samræðu
við kennara og nemendahópinn. Weigel bendir
einnig á að slík framsetning efnis sé líkleg
til að hafa þau áhrif að nemendur hneigist til
að spyrja fremur spurninga eins og: „Hvað
kemur til prófs af þessu?“ í stað þess að spyrja:
„Hvers vegna er þetta efni mikilvægt? Hvaða
takmarkanir hefur það? Hverju bætir þetta við
það sem ég veit fyrir?“ (Weigel, 2002).
Niðurstöður könnunar á aðferðum við
námsmat benda til að kennarar hafi lítið verið
farnir að nýta sér ný tækifæri sem skapast
hafa á sviði námsmats með þróun UST. Netið
býður upp á marga nýja möguleika í námsmati
og má nefna í því sambandi innbyggð
verkfæri vefkennslukerfa, eins og WebCT, en
flest vefkennslukerfi hafa ýmsa innbyggða
möguleika eins og þann að útbúa alls kyns
próf og kannanir, t.d. sjálfspróf og nafnlausar
kannanir. Nokelainen og Tirri (2002) hafa
í umfjöllun um finnska netháskólann vakið
athygli á hvemig slík sjálfspróf geti reynst
árangursrík fyrir nemandann til að meta eigin
stöðu, framfarir og stöðu innan hópsins. Weigel
(2002) vekur athygli á að ný nálgun í námi kalli
á ný viðhorf hvað varðar aðferðir við námsmat.
I því sambandi bendir hann á takmarkanir
hefðbundins mats eins og t.d. krossaprófa;
slík próf verðlauni aðeins þá sem fljótir eru að
leggja á minnið og kalla fram upplýsingar. I
krossaprófum felist ekki nægjanleg tækifæri til
þroska í náminu, oftar en ekki séu nemendur
búnir að gleyma því sem þeir lögðu á minnið
um leið og prófið er búið.
Niðurstöður þær sem hér hafa verið kynntar
vekja upp margar spurningar um áhrif notkunar
UST á nám og kennslu, sem áhugavert er að
kanna nánar. Aleitnust er ef til vill sú spurning
hvort upplýsinga- og samskiptatæknin hafi
valdið verulegum breytingum á eðli náms
og kennslu. Niðurstöður könnunarinnar gefa
vísbendingar um að fram til þess tíma þegar
könnunin fór fram hafi tæknin fyrst og fremst
verið nýtt til að styðja við ríkjandi náms- og
kennsluhætti (sbr. Collis og van der Wende,
2002). Upplýsinga- og samskiptatækni býður
upp á fjölbreytta möguleika í skólastarfi og
sú breyting á fræðasýn sem þróast hefur ekki
hvað síst fyrir tilstuðlan tækninnar kallar á að
þeir möguleikar séu nýttir til hins ýtrasta með
það að markmiði að auðga og bæta nám og
kennslu. Það er því verðugt viðfangsefni fyrir
alla þá sem koma að stefnumótun og kennslu á
háskólastigi að móta sér stefnu um hvemig nýta
beri möguleika upplýsinga- og samskiptatækni
til að stuðla að því að háskólinn sem stofnun
verði sem best í stakk búinn til að mennta
háskólaborgara framtíðarinnar.
Heimildir
Aggarwal, Anil og Bento, Regina (2000).
Web-based Education. í Anil Aggarwal
(Ritstjóri), Web-based Learning and
Teacbing Technologies: Opportunities
and Cballenges (bls. 2-16). London:
Idea Group Publishing.
Anna Ólafsdóttir (2003). Mat á notkun
upplýsinga- og samskiptatœkni í námi og
kennslu í Háskólanum á Akureyri. Óbirt
M.Ed. ritgerð. Reykjavík: Kennaraháskóli
íslands.
Anna Ólafsdóttir og Ásrún Matthíasdóttir
(2004a). Könnun á notkun
háskólanemenda á upplýsinga- og
samskiptatœkni íþremur háskólum
á íslandi (Skýrsla). Reykjavík:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla
íslands.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004