Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 209

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 209
207 námsefni hjá kennurum. Weigel (2002) fjallar um fyrirlestra með glærusýningum í umfjöllun sinni um dýptarnám (e. deep learning) sem andstæðu yfirborðsnáms (e. surface learning). Hann bendir á að útbreiðsla margmiðlunar- tækninnar við fyrirlestrahald í kennslu, til dæmis í formi Powerpoint-kynninga, festi í sessi þá skynjun nemenda að þekking sé safn af litlum bútum eða skömmtum sem setja megi fram í skeytastíl eins og gert er með deplum eða punktum í glærukynningum. Kennsla kennarans hafi tilhneigingu til að stjómast af því að komast gegnum glærumar. Það þýði að nemendur fari oftar en ekki á mis við tækifæri til gagnvirkra samskipta og samræðu við kennara og nemendahópinn. Weigel bendir einnig á að slík framsetning efnis sé líkleg til að hafa þau áhrif að nemendur hneigist til að spyrja fremur spurninga eins og: „Hvað kemur til prófs af þessu?“ í stað þess að spyrja: „Hvers vegna er þetta efni mikilvægt? Hvaða takmarkanir hefur það? Hverju bætir þetta við það sem ég veit fyrir?“ (Weigel, 2002). Niðurstöður könnunar á aðferðum við námsmat benda til að kennarar hafi lítið verið farnir að nýta sér ný tækifæri sem skapast hafa á sviði námsmats með þróun UST. Netið býður upp á marga nýja möguleika í námsmati og má nefna í því sambandi innbyggð verkfæri vefkennslukerfa, eins og WebCT, en flest vefkennslukerfi hafa ýmsa innbyggða möguleika eins og þann að útbúa alls kyns próf og kannanir, t.d. sjálfspróf og nafnlausar kannanir. Nokelainen og Tirri (2002) hafa í umfjöllun um finnska netháskólann vakið athygli á hvemig slík sjálfspróf geti reynst árangursrík fyrir nemandann til að meta eigin stöðu, framfarir og stöðu innan hópsins. Weigel (2002) vekur athygli á að ný nálgun í námi kalli á ný viðhorf hvað varðar aðferðir við námsmat. I því sambandi bendir hann á takmarkanir hefðbundins mats eins og t.d. krossaprófa; slík próf verðlauni aðeins þá sem fljótir eru að leggja á minnið og kalla fram upplýsingar. I krossaprófum felist ekki nægjanleg tækifæri til þroska í náminu, oftar en ekki séu nemendur búnir að gleyma því sem þeir lögðu á minnið um leið og prófið er búið. Niðurstöður þær sem hér hafa verið kynntar vekja upp margar spurningar um áhrif notkunar UST á nám og kennslu, sem áhugavert er að kanna nánar. Aleitnust er ef til vill sú spurning hvort upplýsinga- og samskiptatæknin hafi valdið verulegum breytingum á eðli náms og kennslu. Niðurstöður könnunarinnar gefa vísbendingar um að fram til þess tíma þegar könnunin fór fram hafi tæknin fyrst og fremst verið nýtt til að styðja við ríkjandi náms- og kennsluhætti (sbr. Collis og van der Wende, 2002). Upplýsinga- og samskiptatækni býður upp á fjölbreytta möguleika í skólastarfi og sú breyting á fræðasýn sem þróast hefur ekki hvað síst fyrir tilstuðlan tækninnar kallar á að þeir möguleikar séu nýttir til hins ýtrasta með það að markmiði að auðga og bæta nám og kennslu. Það er því verðugt viðfangsefni fyrir alla þá sem koma að stefnumótun og kennslu á háskólastigi að móta sér stefnu um hvemig nýta beri möguleika upplýsinga- og samskiptatækni til að stuðla að því að háskólinn sem stofnun verði sem best í stakk búinn til að mennta háskólaborgara framtíðarinnar. Heimildir Aggarwal, Anil og Bento, Regina (2000). Web-based Education. í Anil Aggarwal (Ritstjóri), Web-based Learning and Teacbing Technologies: Opportunities and Cballenges (bls. 2-16). London: Idea Group Publishing. Anna Ólafsdóttir (2003). Mat á notkun upplýsinga- og samskiptatœkni í námi og kennslu í Háskólanum á Akureyri. Óbirt M.Ed. ritgerð. Reykjavík: Kennaraháskóli íslands. Anna Ólafsdóttir og Ásrún Matthíasdóttir (2004a). Könnun á notkun háskólanemenda á upplýsinga- og samskiptatœkni íþremur háskólum á íslandi (Skýrsla). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands. Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.