Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 211
Tímarit um menntarannsóknir, 1, árg. 2004, 209-227
209
Frá leikskóla til grunnskóla:
Aðferðir til að tengja skólastigin
Jóhanna Einarsdóttir
Kennaraháskóla íslands
Tilgangur rannsóknarinnar er að fá upplýsingar um þær leiðir sem grunnskólakennarar og
leikskólakennarar fara til að tengja skólastigin, hvaða aðferðir þeir telja æskilegt að nota og þær
hindranir sem standa í vegi fyrir notkun þeirra. Jafnframt að kanna hugmyndir kennaranna um stöðu
barna við upphaf grunnskólagöngu og leita eftir hvort munur er á viðhorfum og aðferðum þessara
kennarahópa. Spurningakönnun var lögð fyrir alla kennara sem kenna í fyrsta bekk í Reykjavík
og alla leikskólakennara sem vinna með elstu bömin í reykvískum leikskólum. Notaður var
spurningalisti sem hannaður var af Robert Pianta og samstarfsmönnum hans við Virginiuháskóla
í Bandaríkjunum. Spurningalistinn hefur einnig verið þýddur á dönsku og vom báðar útgáfur
notaðar þegar hann var þýddur og aðlagaður íslenskum aðstæðum. Niðurstöður rannsóknarinnar
sýna að bæði leikskóla- og grunnskólakennararnir töldu að börn ættu almennt ekki í erfiðleikum
með nám og aðlögun við upphaf grunnskólagöngunnar. Fleiri gmnnskólakennarar töldu þó að
fleiri böm ættu í erfiðleikum heldur en leikskólakennarar. Niðurstöðurnar sýna einnig að yfirleitt
er um einhvert samstarf að ræða milli skólastiganna. Þær leiðir sem helst em farnar eru að kynna
starfsemi grunnskólans fyrir börnunum. Fátítt er að lögð sé áhersla á samfellu í skólagöngu barna
með því að vinna að sameiginlegri hugmyndafræði, kennslufræði og skipulagi leikskólans og
gmnnskólans þó að margir þátttakendur teldu það ákjósanlegt. Skortur á fé og tíma voru helstu
ástæður þess að kennarar notuðu ekki aðferðir sem þeir töldu æskilegar. í ljós kom munur á
viðhorfi og aðferðum leikskólakennara og grunnskólakennara. Jafnframt kom í ljós munur á
gmnnskólakennurum eftir stærð grunnskólanna sem þeir unnu við og eftir bekkjarstærð þeirra.
Einnig var munur á viðhorfi og aðferðum yngri og eldri gmnnskólakennara.
Grunnskólar og leikskólar eiga sér ólíka sögu
og hefðir enda eru starfshættir þessara stofnana
víðast hvar talsvert ólíkir (sjá t.d. Broström,
2002; Broström og Wagner, 2003; Buchanan,
Burts, Bidner, White og Charlesworth, 1998;
Dahlberg og Lenz Taguchi, 1994; Fabian og
Dunlop, 2002; File og Gullo, 2002; Goldstein,
1997; Griebel og Nielsen, 2002; Goffin, 1989;
Hansen, 2002; Margetts, 2002; Neuman, 2002).
Sömu sögu er að segja hér á landi, leikskólar
og grunnskólar hafa haft ólík markmið og
byggt á ólíkri hugmyndafræði, því á Islandi
voru dagheimili upphaflega sett á fót fyrir börn
fátækra foreldra og var meginmarkmið þeirra
að veita börnum hlýju og sjá til þess að þau
fengju holla næringu og hreinlæti (Guðmundur
Þorláksson, 1974). Meginmarkmiðið nteð
barnaskólakennslu hefur á hinn bóginn alltaf
verið að böm yrðu læs og skrifandi (Lög um
fræðslu bama, 1936).
Báðar stofnanirnar hafa breyst og þróast í
áranna rás, en þó er ljóst að byggt er á ólíkum
uppeldis- og kennslufræðilegum hefðum,
samhengi þeirra og menning er óh'k og sömu-
leiðis ytri umgjörð og skipulag. Grunnskólarnir
em yfirleitt í töluvert stærri byggingum en
leikskólamir og kennslustofur gmnnskólanna
eru frábrugðnar deildum leikskólanna. I
grunnskólanum eru börnin yfirleitt einnig
í stærri hópum en í leikskólanum og færri
fullorðnir annast þau (Reglugerð nr. 642/2002
um breyting á reglugerð um starfsemi leikskóla
nr. 225/1995; Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
2003). Þar er börnum oftast skipað í bekki
eftir aldri og skóladeginum skipt í 40 mínútna
tíma eftir námsgreinum með 10-20 mínútna
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004