Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 214
212
í Danmörku gerði Stig Broström (2002)
rannsókn á þeim aðferðum sem danskir
leikskólakennarar, 6 ára bekkjar kennarar
og grunnskólakennarar nota og telja góðar
hugmyndir. Flestir þátttakendur nefndu að
þeim fyndist góð hugmynd að grunnskólinn
byði börnunum í heimsókn áður en þau
byrjuðu í skólanum, að leikskólakennarinn
kæmi með börnin í heimsókn í skólann og
að grunnskólakennarinn kenndi einhverja
tíma í leikskólanum. Aðferðir sem fela í sér
heimsóknir heim til barnanna voru sjaldnast
nefndar sem góðar hugmyndir. Niðurstöðurnar
gefa til kynna nokkra tregðu í samvinnu um
námskrá og starfsaðferðir skólastiganna.
Aðeins 60% kennaranna töldu aðferðir sem
fólu í sér samvinnu skólastiganna, vera góðar
hugmyndir. Leikskólakennarnir í rannsókninni
voru neikvæðastir gagnvart því að lesa gögn frá
hinum, sameiginlegum fundum um skólastarfið
og samræmingu námskrárinnar. Þeir töldu þó
mikilvægt að kennarar skólastiganna héldu
sameiginlegan fund með foreldrum áður en
skóli hæfist.
Aðferðir til að tengja
skólastigin
Aðferðir sem stuðla að samfellu milli leikskóla
og grunnskóla hafa verið þróaðar víða. Þær
eiga það flestar sameiginlegt að tengja skólann,
fjölskyldur og samfélagið í þeim tilgangi að
veita bömunum stuðning á þessum tímamótum
í lífi þeirra. I brennidepli eru sameiginlegar
áherslur og væntingar milli leikskóla
og grunnskóla, miðlun og samskipti milli
starfsfólks beggja skólastiga, undirbúningur
barnanna smám saman, bæði áður en þau byrja
í skólanum og einnig eftir á, góð tengsl heimila
og skóla og að börnin byrji skólagönguna með
vinum sínum. Þessar aðferðir byggja á þeirri
trú að viðbrigðin við að fara úr leikskólanum
í grunnskólann verði minni ef börnin þekkja
þær nýju aðstæður sem þau eiga að búa við,
foreldrar fá upplýsingar um nýja skólann og
skólinn fær upplýsingar um börnin og fyrra
nám þeirra (Fabian, 2002; Margetts, 2002;
Pianta, Kraft-Sayre, Rimm-Kaufman, Gercke
og Higgins, 2001; Ramey og Ramey, 1999).
Aðferð
Spurningakönnun var lögð fyrir leikskóla-
kennara og kennara í fyrsta bekk í grunn-
skólum Reykjavíkur. Notaður var spurninga-
listi sem hannaður var af Robert Pianta og
samstarfsmönnum hans við Virginiu háskóla
í Bandartkjunum (National Center for Early
Development and Learning, 1996; Pianta,
Cox, Taylor og Early, 1999). Spurningalistinn
var þýddur af tveimur sjálfstæðum þýð-
endum og forprófaður á hópi leikskóla- og
grunnskólakennara. Dönsk útgáfa listans, unnin
af Stig Broström, var einnig höfð til viðmiðunar
þegar listinn var þýddur og aðlagaður íslenskum
aðstæðum (Broström, 2002). Endirinn var
sá að útbúnar voru tvær tegundir af listum,
einn fyrir leikskólakennara og annar fyrir
grunnskólakennara.
Spurningalistarnir voru samsettir úr 32
sambærilegum spurningum fyrir leik- og
grunnskólakennara. Fyrst var spurt um bak-
grunn þátttakendanna og starfsaðstæður þeirra,
þá komu spumingar um viðhorf kennaranna
til þess hvernig börn væru í stakk búin til
að hefja skólagöngu. Flestar spurningarnar á
listunum voru um þær aðferðir sem kennaramir
notuðu til að tengja skólastigin og auðvelda
börnum flutninginn frá leikskóla til gmnnskóla
og viðhorf þeirra til aðferðanna. Sextán
sambærilegar spurningar voru lagðar fyrir báða
hópana. Spurt var um hvort skriflegar skýrslur
fylgdu börnunum í grunnskólannn og hvort
reglulegir fundir væru haldnir meðal leik- og
grunnskólakennara til að ræða markmið og
leiðir og samfellu í námi barnanna. Kennaramir
voru beðnir að dæma um hvaða aðferðir þeir
teldu góða hugmynd. Þeir voru einnig spurðir
um hvaða hindranir stæðu í vegi fyrir því
að þeir notuðu aðferðir sem þeir töldu vera
æskilegar. Viðbótarspurningar voru lagðar fyrir
grunnskólakennarana um þær aðferðir sem þeir
notuðu til að auðvelda bömunum skólabyrjunina
og hvaða aðferðir þeir teldu æskilegar.
Allir leikskólakennarar sem vinna með
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004