Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 215
213
elstu börnin í reykvískum leikskólum og allir
kennarar sem kenna fyrsta bekk voru beðnir að
taka þátt í rannsókninni. Send voru bréf til allra
leikskólastjóra og skólastjóra allra grunnskóla
sem starfrækja fyrstu bekki. Þeir voru beðnir að
koma listunum, ásamt bréfi, til kennara í sínum
skóla. Alls voru 270 spurningalistar sendir í 72
leikskóla. Fjöldi lista er þó nokkuð misvísandi
þar sem fjöldi leikskólakennara sem vann með
elstu börnin var ekki ljós fyrirfram. Sjötíu og
sex listar voru sendir í 31 grunnskóla. Eftir
bæði áminningarbréf og símtal til þeirra sem
ekki svöruðu fljótlega varð endirinn sá að 62
grunnskólakennarar í fyrsta bekk í 28 skólum
svöruðu. Þetta þýðir að listar komu til baka frá
rúmlega 90% grunnskólanna. Eitt hundrað og
sex leikskólakennarar í 64 leikskólum svöruðu.
Það þýðir að listar komu til baka frá tæplega
90% leikskólanna.
Niðurstöður
Upphaf grunnskólagöngu. Þátttakendur voru
beðnir að meta hve mörg börn sem væru að
ljúka leikskólanum og hefja grunnskólagöngu
ættu í erfiðleikum með að byrja námið, hve
mörg böm ættu í litlum erfiðleikum og hve
mörg ættu ekki í neinum erfiðleikum.
Flestir þátttakendur svöruðu að flest börn,
eða 70%, ættu ekki í neinum erfiðleikum.
Tuttugu og sex prósent grunnskólakennaranna
og 15% leikskólakennaranna töldu að 30%
barna eða færri myndu eiga við einhverja
erfiðleika að stríða í upphafi skólagöngunnar.
Fleiri grunnskólakennarar en leikskólakennarar
töldu að fleiri börn ættu í erfiðleikum á
ákveðnum sviðum við upphaf skólagöngunnar.
Grunnskólakennarar í stærri skólum svöruðu
oftar að fleiri börn myndu eiga í erfiðleikum
(sjá mynd 1).
Þegar þátttakendur voru beðnir að segja til
um hvaða þættir væru börnum erfiðastir við
upphaf grunnskólagöngunnar nefndu flestir
erfiðleika með að fara eftir fyrirmælum, vinna
sjálfstætt, vinna í hópi og semja við önnur
börn. Fæstir nefndu of stutta leikskóladvöl
og að áherslur leikskólans hefðu ekki hentað.
1. tafla sýnir að fleiri grunnskólakennarar
en leikskólakennarar nefndu að börn ættu í
erfiðleikum með ákveðna þætti við upphaf
grunnskólagöngunnar. Sem dæmi má nefna að
23% grunnskólakennara töldu að helmingur
barnanna ætti í erfiðleikum með að fara eftir
fyrirmælum, en einungis 5% leikskólakennara
voru á þeirrri skoðun. Sömuleiðis töldu 16%
grunnskólakennara að helmingur barnanna ætti
í erfiðleikum með að vinna í hópi, en einungis
1% leikskólakennaranna nefndi þetta.
Grunnskólakennarar sem kenndu í fjöl-
mennum bekkjum nefndu oftar að börn ættu
60
0-30% 31-69% Meira en 70%
□ Leikskólakennarar BJ Grunnskólakennarar
1. mynd. Börn sem eiga ekki í neinum erfiðleikum með að byrja í skóla
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004