Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 219
217
Aðferðir til að tengja
skólastigin
Niðurstöður spurningakönnunarinnar sýna
að yfirleitt var um einhverja samvinnu að
ræða á milli skólastiganna. Þátttakendur voru
beðnir að merkja við 16 aðferðir. 2. tafla
sýnir hlutfall leikskóla- og grunnskólakennara
sem sögðu að þeir notuðu þessar aðferðir.
Þegar taflan er skoðuð nánar kemur í ljós
að algengasta aðferðin voru heimsóknir leik-
skólakennara og barna í grunnskólann. Næst
algengast var að grunnskólinn byði leik-
skólabörnunum að taka þátt í atburðum í
skólanum. Sjaldgæfast var að leikskóla- og
grunnskólakennarar héldu sameiginlegan
fund með foreldrum, að þeir kenndu saman
fyrsta bekk og að leikskólakennarar fylgdu
börnunum í grunnskólann og kenndu þar.
Margir þátttakendur nefndu að fyrir ákveðna
hópa, svo sem börn með sérþarfir, fylgdu
skriflegar skýrslur um reynslu þeirra og stöðu
í grunnskólann og leikskóla- og grunnskóla-
kennarar héldu fundi um einstök börn.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátt-
takendur voru almennt jákvæðir gagnvart
flestum þeirra aðferða sem þeir voru beðnir
að dæma um. 3. tafla sýnir hlutfall leikskóla-
og grunnskólakennara sem töldu aðferðimar
vera „ónauðsynlegar“, „góða hugmynd“ eða
„góða hugmynd en erfiða í framkvæmd".
Taflan leiðir í ljós að um helmingur kennaranna
töldu flestar hugmyndirnar vera góðar.
Heimsóknir leikskólabarnanna og kennara
þeirra í grunnskólann var oftast nefnd sem góð
hugmynd af báðum hópum. Næst algengast var
að leikskólakennaramir nefndu sameiginlega
fundi leikskólakennara og grunnskólakennara
til að ræða markmið og leiðir og samfellu í
námi barnanna. Margir gmnnskólakennaranna
nefndu einnig sameiginlega fundi, en fleiri
þeirra töldu þá vera erfiða í framkvæmd.
Stór hluti leikskólakennaranna taldi einnig
heimsóknir leikskólakennara í grunnskólann
til að fylgjast með starfinu vera góða hugmynd
og sömuleiðis að grunnskólinn byði elstu
leikskólabömunum að taka þátt í atburðum
í skólanum. Grunnskólakennarnir töldu
einnig þátttöku í atburðum gmnnskólans vera
mikilvæga þó fleiri nefndu fundi um einstök
böm og að skriflegar skýrslur fylgdu börnunum
í grunnskólann. Fæstir kennaranna nefndu að
þeim þætti góð hugmynd að leikskólakennarinn
fylgdi börnunum í grunnskólann og kenndi þar
nokkra tíma á viku í fyrsta bekk, öðrum fannst
þetta mikilvægt en erfitt í framkvæmd. Fleiri
leikskólakennurum en grunnskólakennurum
hugnaðist þessi hugmynd.
Sameiginlegt markmið þeirra aðferða sem
oftast voru nefndar var að auðvelda börnunum
flutninginn úr leikskólanum í grunnskólann
með því að kynna grunnskólann fyrir þeim.
Fátítt var að lögð væri áhersla á að mynda
samfellu í kennslufræði þessara stofnana.
Einungis 18% grunnskólakennaranna og 33,7%
leikskólakennaranna skýrðu frá því að þeir
hefðu unnið að því að samræma kennsluaðferðir
leikskólans og grunnskólans. Um það bil 19%
kennaranna nefndu að þeir héldu sameiginlega
fundi til að ræða markmið og leiðir og samfellu í
náminu. Samt sem áðurtöldu margirþátttakenda
þetta vera góða hugmynd. Leikskólakennarar
og grunnskólakennarar virðast líta ólíkum
augum á mikilvægi þess að leikskólakennarar
veiti grunnskólanum upplýsingar um einstök
börn. Um 92% grunnskólakennara fannst þetta
mikilvægt en einungis 74% leikskólakennara.
Auk þessara 16 spurninga voru grunnskóla-
kennararnir spurðir 18 viðbótarspurninga um
hvemig þeir stæðu að aðlögun barnanna þegar
í gmnnskólann væri komið. Niðurstöður leiða í
ljós að svo til allir þátttakendur nefndu að þeir
notuðu einhverja af þessuin aðferðum. 4. tafla
sýnir hlutfall grunnskólakennara sem nefndu
að þeir notuðu þessar aðferðir fyrir öll börnin,
fyrir sum börn eða notuðu þær ekki. Algengasta
aðferðin sem notuð var fyrir öll börnin voru
upplýsingafundir fyrir foreldra eftir upphaf
skóla. Næst algengast var að halda fundi með
barni og fjölskyldu áður en skóli hefst og í
þriðja lagi voru bréf til foreldra áður en skóli
hefst. Enginn þátttakandi sagðist heimsækja
börnin og mjög fáir hringdu heim til þeirra eftir
að skóli var hafinn.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004