Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 225
223
samskipti við foreldra á heimilum þeirra
(Kristín Aðalsteinsdóttir, 2002) og líti á sig
sem sérfræðinga og nemendur og foreldra sem
skjólstæðinga sína fremur en samstarfsaðila
(Trausti Þorsteinsson, 2001).
í ljós kom munur á viðhorfi og framkvæmd
eftir stærð grunnskólanna sem kennararnir
unnu við og eftir bekkjarstærð þeirra. Einnig
var munur á viðhorfi og framkvæmd yngri og
eldri kennara. Grunnskólakennarar í stórum
bekkjardeildum sögðust sjaldnar nota þessar
aðferðir og þeir töldu einnig að fleiri böm ættu
í erfiðleikum í upphafi skólagöngunnar. Þessar
niðurstöður benda til að kennarar sem kenna í
fjölmennum bekkjum séu svo störfum hlaðnir
að þeim finnist þeir ekki hafa færi á að sinna
einstaklingsþörfum eða vinna að tengslum
skólastiganna. Þó ekki sé einhugur um það
meðal fræðimanna hversu stórar bekkjardeildir
séu æskilegar, benda rannsóknir í Bretlandi
og Bandaríkjunum til þess að bekkjarstærð
byrjendabekkja skipti ntáli fyrir námsárangur
og möguleika kennara til einstaklingsmiðaðrar
kennslu (American Educational Research
Association, 2003; Blatchford, 2003;
Blatchford, Bassett, Goldstein og Martin,
2003). Þegar litið er til kennslureynslu gmnn-
skólakennaranna þá er athyglisvert að yngri
kennarar virðast vera jákvæðari gagnvart
aðferðum við að tengja skólastigin og laga
bömin að grunnskólanum. Þetta endurspeglar
e.t.v. meiri tengsl þessara starfsstétta í kennara-
náminu eftir að leikskólakennaranámið fluttist
á háskólastig.
Algengasta ástæða þess að þær aðferðir sem
spurt var um í spumingakönnuninni voru ekki
notaðar var, að sögn þátttakenda, skortur á fé
og tíma. Þau svör vekja spurningar um hvort
kennararnir telji samvinnu milli skólastiganna
ekki vera hluta af starfi sínu, heldur viðbót
sem þeir þurfa að vinna að utan vinnutíma
og fá ekki laun fyrir. Tímaskortur var einnig
nefndur sem algengasta ástæða skorts á
samvinnu í rannsókn Pianta og félaga (1999) í
Bandaríkjunum og rannsókn Broström (2002)
í Danmörku.
Samvinna leikskóla og grunnskóla á Islandi
hefur yfirleitt verið fremur lítil. Á undanförnum
árum virðist þetta þó hafa verið að breytast og
í lögum og námskrám skólastiganna er kveðið
á um samstarf þeirra. Niðurstöður þessarar
rannsóknar benda til þess að leikskóla- og
grunnskólakennarar vinni almennt ekki að
samræmingu námskrár eða kennsluaðferða á
þessum skólastigum þó svo að margir telji
það æskilegt. Samfella í hugmyndafræði,
kennslufræði og skipulagi skólastiganna
virðist því ekki vera í sjónmáli. Ef til vill er
skýringuna að finna í því að menntun þessara
starfsstétta er töluvert ólík. Hins vegar virðast
kennarar telja æskilegt að stuðla að tengslum
þessara skólastiga með ýmsum leiðum. Þær
aðferðir sem fyrst og fremst voru notaðar
fóru fram í lok leikskóladvalarinnar og var
markmið þeirra að kynna grunnskólann fyrir
leikskólabömunum. Niðurstöðurnar benda til
þess að vistfræðileg sýn þar sem lögð er áhersla
á tengsl milli barnsins og fjölskyldu þess,
leikskólans, grunnskólans og samfélagsins sé
ekki í brennidepli hjá íslenskum leik- og
grunnskólakennurum.
Þakkarorð
Bestu þakkir fá þeir fjölmörgu leikskóla-
kennarar og grunnskólakennarar sem komu
að þessari rannsókn, bæði sem þátttakendur
og einnig þeir sem lásu yfir og forprófuðu
spurningalistana á undirbúningsstigi. Hildi B.
Svavarsdóttur eru færðar þakkir fyrir aðstoð
við tölfræðilega úrvinnslu og Sif Einarsdóttur
fyrir aðferðafræðilega ráðgjöf. Rannsóknin
var unnin með styrk úr Rannsóknarsjóði
Kennaraháskóla Islands.
Heimildir
American Educational Research Association
(2003). Class size: Counting students can
count. Research Points, 7(2), 1-4.
Blatchford, P. (2003). Tlie class size debate.
Is small better? Maidenhead PA: Open
University Press.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004