Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 239
237
verið of löng, þátttakendur óvanir að svara
rafrænt eða vilji ekki tjá sig um þetta efni.
Alls ekki er víst að allir hafi fengið tölvupóst
með beiðni um að svara könnuninni og þarf að
kanna þann þátt betur ef nýta á tölvupóst til að
ná til þátttakenda í rannsóknum. Hvemig er
hægt að kanna hvort tölvunetföng séu í notkun?
Betty Collis og Marijk van der Wendel notuðu
spumingalista á vefsíðu til að safna gögnum
og í þeirra skýrslu er aðeins getið hversu mörg
svör fengust, ekki hversu mörg netföng voru
notuð til að safna þeim (Collis og Wender,
2002). Þetta vekur upp spumingar um hvort
hefðbundin viðhorf til hvað sé ásættanleg
svörun eigi ekki lengur við þegar verið er að
nýta rafræna miðla þar sem erfitt er að hafa
stjórn á því hversu margir fá í raun beiðni um
þátttöku.
Skekkja sem fram kemur í svörun kynjanna
hjá framhaldsskólanemum er áhugaverð en
ekki er hægt að segja til um hvort þetta bendi
til þess að stúkur nýti UST meira en drengir
eða hvort þetta staðfesti þær hugntyndir að
stúlkur nýti tölvur ferkar til hagnýtra hluta á
meðan dregnir nýta þær til leikja.
Skólafólk er alltaf að leita eftir endurbótum
í skólakerfinu og margir líta til tækninnar sem
mikilvægs þáttar sem geti leitt til breytinga.
Margaret Riel and Kathleen Fulton segja:
“Among the key ingredients found most often
on lists for tomorrow's skills are the ability to
think quickly, adapt to changing conditions,
build alliances to address large scale challenges,
and work comfortably in a global informa-tion
environment” (Riel og Fulton, 1998). Við
sitjum því upp með spurninguna um hvemig
notkun á UST geti breytt menntun og eflt
þá færni sem nemendum er nauðsynleg í
framtíðinni?
Heimildir
Ásrún Matthíasdóttir (1999). Tlie Division of
Early Childhood Education in the lceland
University of Education, The Attitudes
ofStudents and Teachers in Distance
Education. Á netinu 2003: http://www.
simnet.is/sal-rad/ritgerd/ritgerd
Ásrún Matthíasdóttir (2002). Attitude of
students in students in the lcelandic
University of Education toward distance
education. Two surveys 1999 and
2001. Proceedings of the International
Conference on Computer Systems and
Technologies (e-learn).
Ásrún Matthíasdóttir, Auður Kristinsdóttir
og Allyson MacDonald (2000). Úttekt á
fjarkennslu við Kennaraháskóla Islands
(KHÍ) í samvinnu við Rannsóknarstofnun
KHÍ, Á Netinu 2003: http://rannsokn.khi.
is/matsverkefni/fjarkennsla/khi_2001/
fjarkennslasskyrslanetutgafa.pdf
Ásrún Matthíasdóttir, Michael Dal og Samúel
Lefever (2003a). How do teachers
use information and communication
technology in Icelandic Itigh schools
2002? birt í Proccedings of the
International Conference on Computer
Systems and Technologies (e-learning).
Á Netinu 2003 : http://ecet.ecs.rn.acsd.
bg/cst/Docs/proceedings/S4/I V-4.pdf
Ásrún Matthíasdóttir, Michael Dal og Samúel
Lefever (2003b). How do students
use informational and communication
technology in Icelandic high schools
2002? birt í Proccedings of 4thn annual
Conference of the LTSN Center for
Information and Computer Sciences. Á
Netinu 2003: http://www.ics.ltsn.ac.uk/
pub/conf2003/how_do_students.htm
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004