Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 13
Tímarit um menntarannsóknir /
Journal ot Educational Research (lceland) 10, 2013,11-28.
Ritrýnd grein
Könnunarpróf nýnema í
stærðfræði við Háskóla Islands
Niðurstöður og forspárgildi
Anna Helga jónsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Guðrún Geirsdóttir,
Rögnvaldur G. Möller og Gunnar Stefánsson
Háskóla Islands
Brottfall svo og hlutfall nemenda sem ekki ná viðunandi árangri í fyrstu námskeiðum í
stærðfræðigreiningu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla fslands er áhyggjuefni.
Undanfarin ár hefur aðeins um þriðjungur nemenda sem skrá sig x námskeiðin lokið þeim.
Til að kanna undirbúning nemenda og að hvaða marki nemendur uppfylla hæfniviðmið
sviðsins var könnunarpróf í stærðfræði lagt fyrir nýnema Verkfræði- og náttúruvísinda-
sviðs í annarri kennsluviku haustmisseris 2011. Árangur nemenda á könnunarprófinu var
almennt slakur og náði innan við helmingur nemenda 50% árangri á prófinu. Nemendum
gekk verst með námsþættina algebra, hornaföll og diffrun og heildun. Fervikagreining var
notuð til að kanna hvaða breytur tengjast árangri. Prófað var lfkan sem innihélt breyturnar
framhaldsskóli, hvaða ár nemendur luku stúdentsprófi, hvenær þeir voru síðast í stærð-
fræði, hversu margar annir þeir höfðu verið í stærðfræði, námskeið, námsleið í Háskóia ís-
lands og kyn. Tengsl voru milli árangurs á könnunarprófinu og bi-eytanna framhaldsskóli,
síðast í stærðfræði, annir í stærðfræði og námskeið. Til að kanna forspárgildi könnunarpróf-
sins var einnig kannað hversu hátt hlutfall verkfræðinema sem þreyttu könnunarprófið
lauk framhaldsnámskeiði í stærðfræðigreiningu, Stærðfræðigreiningu IIB. Niðurstaðan var
sú að 73,9% af þeim sem luku Stærðfræðigreiningu IIB náðu könnunarprófinu og 74,1% af
þeim sem ekki luku við námskeiðið stóðust ekki könnunarprófið. Könnunarprófið virðist
því hafa forspárgildi um árangur nemenda í framhaldsnámskeiði í stærðfræðigreiningu.
Lykilorð: Stærðíræðimenntun, stærðfræði, könnunarpróf, nýnemar iháskóla, framhaldsskólar,
námsgengi.
Hagnýtt gildi: Rannsókn þessi gefur til kynna að stærðfræðikunnáttu margra nýnema
á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla íslands sé ábótavant. Niðurstöðurnar gætu
nýst kennurum og stjórnendum Háskóla íslands við ákvarðanir um það hvernig hátta skuli
kennslu í stæröfræðigreiningu fyrir nýnema. Niðurstöðurnar gætu einnig nýst stjórnendum
og kennurum framhaldsskóla sem um þessar mundir eru að semja nýjar námskrár. Það
er einnig von höfunda að rannsókn þessi muni vekja umræðu milli stærðfræðikennara á
framhalds- og háskólastigi um það hvernig vinna megi saman að því að undirbúa nemendur
fyrir raungreinanám á háskólastigi á sem bestan hátt.