Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 16
Anna Helga Jónsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Rögnvaldur G. Möller og Gunnar Stefánsson
1. tafla Yfirlit yfir námskeid og námsbrautir
Námskeið Námsbraut
IA Eðlisfræði*, Stærðfræði
IB Eðlisfræði*, Efnafræði', Hugbúnaðarverkfræði, Iðnaðarverkfræði, Jarðeðlisfræði, Rafmagns- og tölvuverkfræði, Umhverfis- og byggingarverkfræði, Vélaverkfræði
IC Efnafræði*, Jarðfræði, Lyfjafræði, Matvælafræði, Tölvunarfræði
N Lífefna- og sameindalíffræði
Nemendur námsleiða merktar með * fá að velja milli tveggja námskeiða.
í 2. töflu má sjá hlutfall kvenna og
karla sem þreyttu prófið í námskeiðunum
fjórum. Þar má einnig sjá heildarfjölda í
námskeiðunum. Taflan sýnir að karlar eru
í miklum meirihluta í IA og IB en hlutföllin
eru jafnari í IC og N. Meginþorri nemenda
í IA og IB eru stærðfræði-, eðlisfræði- og
verkfræðinemar.
Á prófverkefninu voru 20 dæmi, þar af
fimm í tveimur liðum. Prófað var úr sjö
námsþáttum sem taldir eru upp hér að
neðan. Sé aðalnámskrá framhaldsskóla
í stærðfræði frá 1999 (Menntamálaráðu-
neytið, 1999) skoðuð má sjá að nemend-
um brautskráðum af náttúrufræðibraut
eiga að vera kunnir þessir námsþættir að
undanskildum tvinntölum, sem teknar eru
fyrir í valnámskeiði sem boðið er upp á í
sumum framhaldsskólum. Á listanum hér
á eftir má sjá í hvaða námskeiði fjallað er
um námsþáttinn samkvæmt námskrá.
1. Talnareikningur og föll
(STÆ 103, STÆ 203)
2. Algebra (STÆ 103, STÆ 203)
3. Jafna beinnar línu (STÆ 103)
4. Hornaföll (STÆ 303)
5. Diffrun og heildun (STÆ 403, STÆ 503)
6. Vigrar (STÆ 303)
7. Tvinntölur (STÆ 603)
I hlutanum talnareikningur ogfóll þurftu
nemendur að leggja saman almenn brot,
reikna upp úr svigum, setja tölu inn í fall og
skey ta saman tveimur föllum. Hér er um að
ræða námsefni sem kennt er í grunnskóla
og á fyrstu árum framhaldsskóla (STÆ 103
og STÆ 203) þannig að reikna má með að
allir nemendur hafi leyst dæmi af þessari
gerð áður. í hlutanum nlgebrn þurftu nem-
endur að einfalda stæðu, stytta brot og
einangra x úr jöfnu, en þetta námsefni er
einnig kennt á fyrstu árum framhaldsskóla
(STÆ 103 og STÆ 203). Þrjú dæmi voru í
hlutanum jafna beinnar línu. í því fyrsta
fengu nemendur jöfnu á forminu y = ax + b
og áttu að lesa úr jöfnunni hver hallatala
og skurðpunktur línunnar við y-ás væru.
I seinni dæmunum tveimur áttu nem-
endur að finna jöfnu beinnar línu, annars
vegar út frá hallatölu og punkti á línunni
og hins vegar með því að fá gefna upp tvo
punkta. Þetta námsefni er að stórum hluta
úr grunnskóla (Menntamálaráðuneytið,
2. tafla Kynjahlutfall i námskeiðunum i stærðfræöigreiningu.
Kyn IA % (n=44) IB %(n=204) IC %(n=116) N %(n=63)
Konur 20 29 41 59
Karlar 80 71 59 41
14