Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 21
Könnunarpróf nýnema í stærðfræði við Háskóla íslands
Sé 5. tafla skoðuð er meðalárangur nem-
enda frá aðeins tveimur skólum yfir 50%
og er mikill munur á meðalárangri þess
hæsta (68,7%) og lægsta (22,2%).
Meðalárangur eftir stúdentsprófsári,
hvenær nemendur sátu síðast í stærðfræði-
námskeiði og fjölda missera í stærðfræði í
framhaldsskóla má sjá í 6. töflu. Sé taflan
skoðuð má sjá að meðalárangur er því betri
sem styttra er liðið frá stúdentsprófsári og
frá því að nemendur luku síðast námskeiði
í stærðfræði. Meðalárangur batnar einnig
með fjölda missera sem nemendur sátu í
stærðfræðinámskeiðum.
Greining á niðurstöðum könnunarprófs
Dreifigreining (fervikagreining) var notuð
til að kanna tengsl árangurs á könnunar-
prófinu og bakgrunnsbreytanna. Líkanið,
sem lýst er í kaflanum um aðferðir, var
prófað og skipanirnar aov og dropl í töl-
fræðiforritinu R (R Development Core
Team, 2008) notaðar til að framkvæma
dreifigreininguna. Niðurstöður dreifi-
greiningarinnar má sjá í 7. töflu.
Breytur sem ekki voru marktækar, mið-
að við 5% a-stig, voru fjarlægðar ein í einu
þangað til líkanið innihélt einungis mark-
tækar breytur. Eftir stóð eftirfarandi líkan:
6. tafla Meðalárangur eftir stúdentsprófsári, hve-
nærsiðast i stærðfræðinámskeiði og fjölda miss-
era i stærðfræði i framhaidsskóia.
Skóli Meðal- Fjöldi
árangur (%)
Stúdentsprófsár
2011 52,6 203
2010 39,7 133
2009 35,5 30
Lengra síðan 34,3 58
Ekki svarað 33,3 3
Síðast í stærðfræði
Vor2011 57,3 158
Haust 2010 42,5 76
Vor2010 36,6 82
Lengra síðan 34,8 108
Ekki svarað 24,0 3
Fjöldi missera
8 annir 53,7 174
7 annir 45,5 117
6 annir 36,3 77
Ekki svarað 32,0 3
Minna en 6 annir 27,9 56
Samkvæmt þessu eru ekki tengsl milli
einkunnar á könnunarprófi og breytanna
stúdentsár, kyn og námsbraut sem nem-
andi er innritaður á í Háskóla Islands.
Aftur á móti eru tengsl milli einkunnar og
breytanna skóli, síðast í stærðfræði, annir í
stærðfræði og námskeið.
Þegar framangreint líkan var þróað
kom í ljós að ef kyn er kannað eitt og sér er
yudmp = ,Ll + skoli, + sisk + ais, + namskeidm + eiklmp
7. tafla Niðurstöður dreifigreiningar
Þáttur Frelsisgráður Fervikasummur F p-gildi
Skóli 15 38719 10,60 <0,0001
Stúdentsprófsár 3 458 0,63 0,598
Siðast i stærðfræði 3 4022 5,50 0,001
Annir í stærðfræði 3 4583 6,27 0,0003
Námskeið 3 2246 3,07 0,028
Nám 12 4146 1,42 0,154
Kyn 1 339 1,39 0,239
Leifar 380 92553
19