Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 34
Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir
vekja spurningar um það að hve rniklu
leyti þetta aukna svigrúm skólastjóra bein-
ist að faglegum stuðningi og ráðgjöf fyrir
kennara og annað starfsfólk. Þá er líklegt
að vegna samdráttar í skólum á síðastliðn-
um árum hafi þessi mynd breyst frá því
að gagna var aflað vegna framangreindrar
rannsóknar.
Glickman og félagar (2010) benda á að
leiðsagnarhlutverk skólastjórnenda (e.
supervisory role) geti verið með fleiri en
einum hætti og fjalla um tvö líkön í því
sambandi, hefðbundna líkanið (e. conven-
tional supervisory model) og samstarfs- og
stuðningslíkanið (e. collegial supervisory
model). Hefðbundna líkanið byggist á því
að stjórnendur meti störf kennara á vett-
vangi og veiti leiðsögn á þeim grundvelli.
Samstarfs- og stuðningslíkanið er víðtæk-
ara og felur í sér leiðsögn fyrir kennara á
vettvangi líkt og í hefðbundna líkaninu en
jafnframt talsverðan óbeinan stuðning og
leiðsögn utan kennslustofunnar. Þá er átt
við að leiðsögn og stuðningur felist í þeim
aðstæðum sem kennurum eru skapaðar til
þróunar í starfi (e. professional develop-
ment). Þetta felst í því að skapa aðstæður
fyrir kennara til að meta starfshætti sína
og breyta þeim með samstarfi við aðra, t.d.
með formlegum viðræðum um kennslu og
kennslutengd málefni, með því að fylgjast
með hver í annars kennslustundum og
greina kennsluhætti af upptökum úr þeim.
Þetta er því aðeins mögulegt að stundaskrá
taki mið af vilja kennara til að þróa starfs-
hætti sína í sameiningu (e. group deve-
lopment). Sama má segja um samstarf um
þróun námskrár, kennsluskipulag og fleira
af svipuðum toga (e. curriculum develop-
ment). Þá byggist einnig óbein leiðsögn og
stuðningur við kennara á þátttöku þeirra í
mati og rannsóknarstarfsemi af einhverju
tagi, svo sem með sjálfsmati og starfenda-
rannsóknum (e. self-evaluation, action
research).
Það sem fyrrgreindar rannsóknir draga
fram er að forystuhlutverk skólastjóra er
umfangsmikið og flókið og það þarf að
endurskoða reglulega. Framangreindar
rannsóknir benda til að skólastjórar verji
nú talsvert miklum tíma til verkefna er lúta
að stjórnun, rekstri og almennri umsýslu
og minni tíma en þeir kjósa í verkefni er
beinast að námi, kennslu og faglegri ráð-
gjöf fyrir kennara á vettvangi. Niðurstöður
íslensku rannsóknanna sem að framan
greinir undirstrika jafnframt mikilvægi
þess að kanna hvernig forystu um nám og
kennslu er háttað í íslenskum gruimskól-
um, þ.e. hvernig skólastjórar líta á hlut-
verk sitt sem kennslufræðilegir leiðtogar.
Aðferð
Rannsókn þessi er hluti af rannsóknarverk-
efninu Starfshættir í gunnskólum (http: / /
rannskolathroun.hi.is/is/starfshaettir_i_
grunnskolum). Meginmarkmið rann-
sóknarinnar var að afla upplýsinga um
stjórnunarhætti í grunnskólum. Eftirfar-
andi rannsóknarspurning var sett fram um
leiðsögn og hlutverk skólastjóra:
• Hvaða augum líta skólastjórar hlutverk
sitt sem kennslufræðilegir leiðtogar?
Valdir voru 20 grunnskólar í fjórum
sveitarfélögum til þátttöku, tveir á Akur-
eyri, einn á Vesturlandi, einn í Reykja-
nesbæ og 16 í Reykjavík. Fyrst voru valdir
32