Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 47

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 47
Brotthvarf og endurkoma fullorðinna í nám á framhaldsskólastigi Hagnýtt gildi í greininni er bent á að allt að helmingur brotthvarfsnema hafi snúið aftur til náms, margir eftir langt hlé, og vitnisburður viðmælenda er að þau hafi ekki verið tilbúin í fram- haldsskólanám að loknum grunnskóla en reynsla þeirra af atvinnuþátttöku hafi smám saman kveikt námshvata. Greinin er ábending um að bein leið i gegnum skólakerfi að próflokum á framhaldsskólastigi hentar ekki öllum heldur beri að halda opnum víðtækum möguleikum á endurkomu. Miklar breytingar standa yfir og eru fyrir- hugaðar á starfi íslenskra framhaldsskóla. I aðdragandanum hefur talsverð athygli beinst að miklu brotthvarfi úr íslenskum framhaldsskólum, m.a. í mörgum rann- sóknum (sjá einkum Gerði G. Óskarsdótt- ur, 1995; Kristjönu Stellu Blöndal og Jón Torfa Jónasson, 2010; Kristjönu Stellu Blön- dal, Jón Torfa Jónasson og Anne-Christin Tannháuser, 2011). Minni gaumur hefur verið gefinn að upplýsingum um að stór hluti brotthvarfsnema snýr aftur í fram- haldsskólanám og lýkur því. í greininni verður þessi endurkoma skoðuð nánar og sett í samhengi við almennari breytingar á vegferð ungs fólks í Vestur-Evrópu. Hversu raunverulegur er brotthvarfsvandinn? I menntakerfum eru skólastig almennt tengd við ákveðinn aldur - í orði kveðnu, en það er mjög misjafnt hvernig aldur nemenda passar við hina formlegu skil- greiningu. ísland fylgir í meginatriðum öðrum Norðurlöndum þannig að almenn- um skyldunámsgrunnskóla lýkur við 16 ara aldur, en síðan tekur við framhalds- skólastig þar sem á íslandi er almennt mið- að við fjögurra ára nám, en annars staðar a Norðurlöndum að mestu við þrjú ár. Þessi skólastig eru oft kennd við aldurinn 16-19 eða 16-20, en veruleikinn er talsvert fjölskrúðugri og til dæmis er meirihluti þeirra sem byrja framhaldsskólanám í Danmörku orðinn 17 ára. Á íslandi hafa skilin milli grunnskóla og framhaldsskóla verið skörp við 16 ára aldurinn, en hins vegar eru efri aldursmörk framhaldsskól- ans afar rúm og meðalaldur við námslok á framhaldsskólastigi sá næsthæsti meðal OECD-þjóða (OECD 2013, bls. 52). Meðal- aldur við upphaf háskólanáms á íslandi er þó einungis litlu hærri en á öðrum Norður- löndum, þar sem hann er 21 til 22 ár, en á Islandi er hann um 23 ár (Segendorf, 2013, bls. 30 (Figur 15)). Umræða og rannsóknir um brotthvarf hafa að jafnaði tekið mið af hinu formlega kerfi, en möguleikar nemenda til að skipta um námsbraut eða taka sér hlé frá námi eru svo ólíkir milli landa og milli ólíkra hluta menntakerfis í einstökum löndum að samanburður er erfiður. Á síðustu árum hafa alþjóðastofnanir á borð við OECD reynt að setja upp einfalda samanburðar- mælikvarða, og einn þeirra er hlutfall nemenda sem lýkur skóla á réttum tíma. Samkvæmt 1. mynd er hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskóla á réttum tíma hlutfallslega lægst á íslandi meðal OECD- landa, eða 44%, á meðan meðaltalið er 70%.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.