Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 47
Brotthvarf og endurkoma fullorðinna í nám á framhaldsskólastigi
Hagnýtt gildi í greininni er bent á að allt að helmingur brotthvarfsnema hafi snúið aftur til
náms, margir eftir langt hlé, og vitnisburður viðmælenda er að þau hafi ekki verið tilbúin í fram-
haldsskólanám að loknum grunnskóla en reynsla þeirra af atvinnuþátttöku hafi smám saman
kveikt námshvata. Greinin er ábending um að bein leið i gegnum skólakerfi að próflokum á
framhaldsskólastigi hentar ekki öllum heldur beri að halda opnum víðtækum möguleikum á
endurkomu.
Miklar breytingar standa yfir og eru fyrir-
hugaðar á starfi íslenskra framhaldsskóla.
I aðdragandanum hefur talsverð athygli
beinst að miklu brotthvarfi úr íslenskum
framhaldsskólum, m.a. í mörgum rann-
sóknum (sjá einkum Gerði G. Óskarsdótt-
ur, 1995; Kristjönu Stellu Blöndal og Jón
Torfa Jónasson, 2010; Kristjönu Stellu Blön-
dal, Jón Torfa Jónasson og Anne-Christin
Tannháuser, 2011). Minni gaumur hefur
verið gefinn að upplýsingum um að stór
hluti brotthvarfsnema snýr aftur í fram-
haldsskólanám og lýkur því. í greininni
verður þessi endurkoma skoðuð nánar og
sett í samhengi við almennari breytingar á
vegferð ungs fólks í Vestur-Evrópu.
Hversu raunverulegur er
brotthvarfsvandinn?
I menntakerfum eru skólastig almennt
tengd við ákveðinn aldur - í orði kveðnu,
en það er mjög misjafnt hvernig aldur
nemenda passar við hina formlegu skil-
greiningu. ísland fylgir í meginatriðum
öðrum Norðurlöndum þannig að almenn-
um skyldunámsgrunnskóla lýkur við 16
ara aldur, en síðan tekur við framhalds-
skólastig þar sem á íslandi er almennt mið-
að við fjögurra ára nám, en annars staðar
a Norðurlöndum að mestu við þrjú ár.
Þessi skólastig eru oft kennd við aldurinn
16-19 eða 16-20, en veruleikinn er talsvert
fjölskrúðugri og til dæmis er meirihluti
þeirra sem byrja framhaldsskólanám í
Danmörku orðinn 17 ára. Á íslandi hafa
skilin milli grunnskóla og framhaldsskóla
verið skörp við 16 ára aldurinn, en hins
vegar eru efri aldursmörk framhaldsskól-
ans afar rúm og meðalaldur við námslok
á framhaldsskólastigi sá næsthæsti meðal
OECD-þjóða (OECD 2013, bls. 52). Meðal-
aldur við upphaf háskólanáms á íslandi er
þó einungis litlu hærri en á öðrum Norður-
löndum, þar sem hann er 21 til 22 ár, en á
Islandi er hann um 23 ár (Segendorf, 2013,
bls. 30 (Figur 15)).
Umræða og rannsóknir um brotthvarf
hafa að jafnaði tekið mið af hinu formlega
kerfi, en möguleikar nemenda til að skipta
um námsbraut eða taka sér hlé frá námi
eru svo ólíkir milli landa og milli ólíkra
hluta menntakerfis í einstökum löndum
að samanburður er erfiður. Á síðustu árum
hafa alþjóðastofnanir á borð við OECD
reynt að setja upp einfalda samanburðar-
mælikvarða, og einn þeirra er hlutfall
nemenda sem lýkur skóla á réttum tíma.
Samkvæmt 1. mynd er hlutfall þeirra
sem ljúka framhaldsskóla á réttum tíma
hlutfallslega lægst á íslandi meðal OECD-
landa, eða 44%, á meðan meðaltalið er 70%.