Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 59
Brotthvarf og endurkoma fulloróinna í nám á framhaldsskólastigi
kreppur verða þáttur í vexti þeirra, en
meðal ungmenna sem eiga takmarkaða
valmöguleika valda kreppurnar oft varan-
legum kyrkingi. Á okkar dögum, þegar
boðað er fagnaðarerindi „framhaldsskóla-
náms fyrir alla", er um leið verið að færa
stóran hluta þeirra sem ljúka ekki fram-
haldsskólanámi fram á barm útilokunar
(Gestur Guðmundsson, 2006). Beck hefur
undirstrikað að einstaklingsvæðing okkar
tíma er tvíeggjað sverð. Hún opnar ungu
fólki tækifæri til að velja lífsleið í sam-
memi við óskir og getu, en þessi tækifæri
henta þeim betur sem fengið hafa milli-
stéttaruppeldi og aðrir sitja oft uppi með
ábyrgð á ákvörðun, sem þeim var gert að
taka án þess að vera veittar forsendur til
þess (Beck, 1986; Beck og Beck-Gernsheim,
2003).
Margir viðmælendur okkar hafa vissu-
lega orðið fyrir útilokun - frá skóla, frá
vmnumarkaði - í tengslum við andlega
vanlíðan og félagsfælni, en þeir hafa brot-
fst út úr henni, oftast í samvinnu við fjöl-
skyldu og opinbera velferðarstarfsemi.
Flestir þeirra segja að stærsta skrefið hafi
falist í þeim tækifærum sem þeim hafi
boðist til að taka aftur upp námsþráðinn í
framhaldsskólum eða á háskólabrúm. Þar
hafa þeir unnið með reynslu sína í sam-
vinnu við kennara og námsráðgjafa og
attað sig á því hvað þeir hafa Iært í atvinnu
°g h'finu almennt frá brotthvarfi. Þeir hafa
tekist á við gamla drauga, svo sem sértæka
námsörðugleika og andleg veikindi, á
nýjum forsendum og þeir hafa öðlast styrk
td að setja sér ný og oft metnaðarfull mark-
mið (Sjá nánar Huldu Karen Ólafsdóttur,
2°12, einkum bls. 63-70).
Eitt af því sem viðmælendur hafa tekið
til endurmats er viðhorf þeirra og sam-
félagsins til menntunar og þar segja við-
mælendur einkum tvær sögur. Önnur
felur í sér uppgjör við þá áherslu sem
þeir fundu hjá skólum, foreldrum, jafn-
öldrum og sjálfum sér á almennt bóknám
sem eðlilegustu framhaldsskólaleiðina.
Margir þeirra segja að almennt bóknám
hafi ekki höfðað til þeirra á þessum tíma
en þeir hafi samt sem áður valið það og
jafnvel strögglað við það í nokkur ár áður
en þeir hurfu frá námi. Þessir einstaklingar
hafa síðan fengið miklu jákvæðari reynslu
á vinnumarkaði; hjá sumum þeirra verður
hún til þess að þeir fara síðar í iðnnám,
en hjá öðrum verður hún til þess að þeir
geta síðar tekið upp bóknám að nýju með
miklu jákvæðara viðhorfi, annars vegar í
krafti aukins sjálfstrausts og reynslu við
að takast á við margs konar verkefni, hins
vegar vegna þess að þeir geta tengt bók-
námið á margan hátt við verkefni í starfi
(sjá einnig Huldu Karen Ólafsdóttur, 2012,
bls. 58-63).
Hin sagan birtist í rýnihópaviðtali sem
andsvar við fyrri sögunni. Tveir viðmæl-
endur, karl og kona, sögðust þar sjá að þau
hefðu á framhaldsskólaaldri brynjað sig
eigin hroka gegn menntahroka bóknáms-
fólks. Karlinn segir að hann hafi litið á sjálf-
an sig sem „rebel" sem hafi gert uppreisn
gegn rfkjandi viðhorfum, og það er athygl-
isvert að viðmælandi í iðnskóla notar sama
orð um sjálfan sig og þá ákvörðun sína að
fara í iðnnám. Viðmælendur segjast hafa
sannfært sjálfa sig um að það væri ekkert
merkilegt að ljúka stúdentsprófi og fara
í háskóla og þeir hafi tamið sér lítilsvirð-
ingu gagnvart þessum menntahroka. Nú
endurmeta þeir þetta andsvar og segja að í
L