Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 69
Uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræðilegu Ijósi: Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning eða byltingarkennd framsækni?
mál og menntamál eru samofin og því hafí
þeir allir spyrt þetta tvennt saman í sínum
kenningum. Ríki Platons fjallar bæði um
stjórnmál og menntamál. Rousseau fjallar
um menntamál í Emile en stjórnmálin í
Samfélagssáttmálanum sem Emile er látinn
lesa í þroskaviðleitni sinni. Þá gerði Dewey
menntamálin að miðpunkti lýðræðishug-
mynda sinna. Þessi viðleitni Rousseaus til
að mennta einstakling sem yrði sjálfstæður
bæði vitsmunalega og siðfræðilega, nátt-
urulegur maður og siðferðislega ábyrgur
borgari, átti að hans mati að vera rök fyrir
bættu og lýðræðislegra stjórnarfyrirkomu-
lagi. Meginviðfangsefni Emile er einmitt
að sýna hvernig megi ala upp og mennta
góðan einstakling í spilltu samfélagi. Það
sem Rousseau er hvað þekktastur fyrir er
ákall hans um afturhvarf til náttúrunnar
sem andsvar við úrkynjun, eða hnignun
siðferðis í samfélagi Frakklands á átjándu
öld. Upphafsorð Emile lýsa sýn höfundar á
gæði hins náttúrulega annars vegar og hið
spillta samfélag manna hins vegar: „Allt er
gott af hendi skaparans en spillist í með-
förum mannanna" (Rousseau, 1979, bls.
37)7
Fyrst verður vikið að kjarnanum í upp-
eldishugmyndum Rousseaus. Hvers kon-
ar uppeldi og menntun eiga þau Emile og
Sophie að fá og hvers vegna?
^Ppeldi og menntun Emiles og Sophie
Sem áður segir er bókin fyrst og fremst
heimspekilegar hugleiðingar höfundar
um það hvernig mögulegt er að ala upp
Kvyrythinj, is good as it leaves the hands of the
uthor of things; everything degenerates in the
hands of man.
góðan einstakling og hæfan til að vinna
að almannaheill þrátt fyrir spillingu sam-
félagsins. Áherslan er á drenginn Emile
eins og titill bókarinnar gefur til kynna,
en í lokahlutanum er fjallað um menntun
Sophie sem er verðandi eiginkona Emiles
og samband þeirra. Nafnið Sophia merkir
viska sem líklega er táknrænt fyrir hlut-
verk Sophie í bókinni.
í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað um
það hvernig Emile á að alast upp fyrstu
fimm til sex árin. Þá á barnið að alast
upp hjá móður sinni og fjölskyldu, þar
sem áherslan er á að þroska líkama þess,
skynfæri og tilfinningar. Barnið á að vera á
brjósti (helst móður fremur en barnfóstru
eins og þá tíðkaðist). Það á að fá að hreyfa
sig að vild; alls ekki á að reifa börn eða
hefta þau að óþörfu. Barnið á helst að læra
af eigin reynslu með því að handleika hluti,
að fá að gera sem mest án íhlutunar hinna
fullorðnu. Eftirminnileg er umfjöllun Ro-
usseaus um barnstárin. Þau eru í upphafí
tjáning á vanlíðan barnsins og ákall um
aðstoð en verða smám saman valdatæki
barnsins til að stjórna uppalendum sínum
og ná fram eigin vilja. Þetta er eitt dæmið
af mörgum um þversagnirnar í texta Rous-
seaus. Á unga aldri tekur lærimeistari eða
lærifaðir við öllum réttindum og skyldum
foreldra. Barnið á að virða foreldra sína
áfram en aðeins að hlýða læriföðurnum,
sem Rousseau kallar Jean-Jacques, en það
er fornafn hans sjálfs.
í öðrum hluta bókarinnar er því lýst
hvernig drengurinn Emile, sem í sögunni
er sagður munaðarlaus, kynnist umheim-
inum að mestu úti í náttúrunni í Frakk-
landi undir handleiðslu lærimeistara
síns. Hlutverk þess síðarnefnda er ekki að