Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 72

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 72
Guðný Guðbjörnsdóttir eiginleikum hennar sem mætti leggja rækt við. Sophie er sögð eina aðstoðarkona móður sinnar við heimilishaldið. Hún er smekkleg í klæðaburði, hefur góða rödd og tónlistarhæfileika en er ekki kennt að lesa nótur. Handavinna og önnur kvenna- störf eru hennar uppáhald, ekki síst að sauma kjóla og búa til blúndur og knipp- linga. Hún tranar sér ekki fram eða sínum hæfileikum. Hún lærir allt um heim- ilishald og matargerð af móður sinni og er afar hreinleg, enda er það sérstök nátt- úruleg skylda kvenna að gæta hreinlætis (Rousseau, 1979, bls. 368, 395). Hún hafði tilhneigingu til að borða of mikið og fitna, en eftir fræðslu frá móður sinni breytti hún því. Sophie er góðum gáfum gædd án þess að bera af, og hefur gaman af að gleðja aðra. Hún er trúuð og dyggðug og þekkir vel réttindi sín og skyldur. Hún er ekki ein af þessum konum sem sækjast eftir að skína sjálfar og iðka skemmtana- lífið. Boðskapurinn virðist vera að forðast óhollan mat og gerviþarfir, vera hreinleg, trúuð og dyggðug. Þegar Sophie er 15 ára, hvetja foreldrar hennar hana til að leita hamingjunnar og fara að hugsa til þess að gifta sig. „Hamingja heiðvirðrar stúlku felst í að gera heiðvirðan mann hamingju- saman" (Rousseau, 1979, bls. 399). Eftir að þau Sophie og Emile kynntust var Emile sendur í ferðalag til að læra á samfélagið og til að átta sig á hvað hann vildi með Sophie sem hann bar nú tilfinn- ingar til, orðinn tilfínningaleg og siðræn vera, sjálfstæður einstaklingur og borg- ari. Undir lok fimmta hluta bókarinnar kemur fram að Sophie og Emile gifta sig eftir þriggja til fjögurra ára kynni og bókin endar svo á að þau eiga von á barni. Emile segist sjálfur ætla að ala það upp með Sophie, en vill áfram geta leitað til læri- meistara síns. Sophie og þar með konur yfirleitt voru inni á heimilunum og höfðu ekkert um menntun sína eða þjóðfélagið að segja, nema þá í gegnum eiginmanninn. Áhersla Rousseaus á frelsi, bæði í Emile og í Sam- félagssáttmálanum, virðist því samkvæmt textanum aðeins ná til karla. Hvers vegna kynjað uppeldi? Þessi ólíka menntun Emiles og Sophie er réttlætt með því að þau gegni mismun- andi náttúrulegum hlutverkum enda hafi þau mismunandi „eðli" frá náttúrunnar hendi. Þá hugmynd má rekja aftur til Forn-Grikkja, ekki síst til eðlishyggju Ari- stótelesar um mun kynjanna (Sjá nánari umfjöllun hjá Sigríði Þorgeirsdóttur, 2001). Rousseau gerir þessa hugmynd að grund- velli allrar uppeldisfræði, en samkvæmt honum eru markmið uppeldis og mennt- unar „gefin í mannlegu eðli" (Ólafur Páll Jónsson, 2011, bls. 26). Nánar tiltekið segir Jean-Jacques um eðlið og kynin: „í öllu sem ekki er tengt kyni er konan maður. Hún hefur sömu líffæri, þarfir og sömu hæfileika... En í öllu sem tengist kyni eru konur og karlar að öllu leyti tengd og að öllu leyti mismunandi. Vandinn við að bera þau saman er að vita hvað er vegna kyns og hvað ekki ... allt sem kynin eiga sameiginlegt tilheyrir tegundinni, en það sem þau eiga ekki sameiginlegt tilheyrir kynferði ... eitt af undrum náttúrunnar er að hafa búið til svo líkar verur sem 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.