Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 79
Uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræðilegu Ijósi: Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning eða byltingarkennd framsækni?
Ef þessi túlkun er réttmæt, að Rous-
seau hafi haft hugboð um að hefðbundin
kynhlutverk með tilheyrandi menntun
kynjanna væru úrelt, þá er það sjónarmið
að Rousseau hafi verið barn síns tíma aug-
ljóslega rangt. Ef það var í raun tilgangur
Rousseaus að sýna fram á að uppeldis-
kenning hans rættist ekki hjá Emile og
Sophie er hann ekki með skýrar ábend-
ingar um leiðir til úrbóta, enda þeirrar
skoðunar að pólitískar breytingar fari
aldrei eftir uppskrift eða einni leið þar
sem stjórnmálin - eins og lífið sjálft -
einkennist af margræðni (e. ambiguity).
Hvorki Emile né Sophie em trúverðug eða
heil (e. authentic) af því að þau réðu ekki
við margræðnina í eigin lífi. Sophie var
of háð almenningsáliti, réð ekki við lífið
utan heimilisins, stóðst ekki freistingar
stórborgarinnar (Morgenstern, 1995). ít-
rekaðar þversagnir hjá Emile gætu bent til
þess að hefðbundin sýn upplýsingarinnar
á kynin sé í raun tálsýn að mati Rousseaus.
Þessi túlkun losar um hefðbundnar hug-
myndir um karlmennsku og kvenleika og
gefur von um að baráttan fyrir jafnrétti og
lýðræði í verkum Rousseaus hafi óbeint átt
við um bæði kyn og sýni fram á nauðsyn
breytts þjóðfélags og annarrar uppeldis-
stefnu.
Eins og þessi umfjöllun sýnir eru marg-
ar hliðar á verkum Rousseaus þegar þau
eru skoðuð í kynjafræðilegu ljósi. Upp-
eldiskenning hans hefur þótt bæði fem-
ínísk og bera vott um kvenfyrirlitningu,
afturhaldssöm og framsýn og sýna margar
þversagnir.
Emile í Ijósi samtímaumræðu um
menntun kynjanna
Það tók konur aldir að fá aðgang að há-
skólum og menntun almennt, og sums
staðar er þeim áfanga enn ekki náð. Konur
hafa víða tekið menntun sína í eigin hend-
ur, með góðum árangri, bæði einstakar
starfsstéttir á Vesturlöndum og konur sem
búa við kúgun og ofbeldi. A nýafstað-
inni kynjafræðiráðstefnu um menntamál
kynnti Fatmagul Berktay (2012), prófessor
frá Istanbul, þá skoðun sína að þó að tölur
sýni aukna menntun kvenna í Tyrklandi,
m.a. vegna þess að grunnskólamenntun
var nýlega lengd úr fjórum í átta ár, þá sé
lítil von til þess að það muni bæta aðstæð-
ur kvenna í landinu. Hún bindi mun meiri
vonir við sjálfsprottna kvennahópa þar
sem konur styrkja hver aðra með því að
hlusta á raddir og sögur hver annarrar af
ofbeldi og kúgun sem þær sæta. Þannig fái
konurnar hljómgrunn fyrir reynslusögur
sínar sem efli með þeim sjálfstraust og geri
þeim kleift að taka á sínum málum.
Þó að menntunarstaða kvenna þyki nú
allgóð, bæði hér og í þeim löndum sem
við berum okkur saman við, sáu níu for-
sætisráðherrar frá Bretlandi, Norðurlönd-
unum og Eystrasaltsríkjunum ástæðu
til hvatningar þar sem menntunin skilar
konum seint þeim ábyrgðarstöðum sem
þær vonuðust eftir með aukinni menntun
(Konur og samkeppnishæfni Evrópu,
2012). Kannski þarf að rannsaka enn betur
hvers konar menntun konum er boðið upp
á og þau viðhorf sem ráða því að konur og
karlar eru ekki jafningjar á vinnumarkaði
og í einkalífi. Þar telur höfundur að kynja-
fræðilegt sjónarhorn sem taki tillit til mis-
munandi hugmynda um karlmennsku og