Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 89

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 89
Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla íslands síst skerpa atvinnutengingu þess. Sú rann- sókn sem hér er kynnt er liður í rannsókn- artengdri eftirfylgd námsins en ekki hefur verið kannað áður hvernig nemendum vegnar á vinnumarkaði að námi loknu. Aukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði má meðal ann- ars rekja til réttindabaráttu fatlaðs fólks en atvinnuþátttaka er liður í virkri þátttöku í samfélaginu auk þess sem vinnan hefur mikil áhrif á sjálfsmynd fólks (Margrét Magnúsdóttir, 2010; María Elísabet Guð- steinsdóttir, 2009; Smith, Webber, Graffam og Wilson, 2004). Bent hefur verið á að mikilvægt sé fyrir fólk á vinnumarkaði að hafa tækifæri til að þróa sig í starfi og njóta trausts til að bera ábyrgð á vinnustað. Fólk með þroskahömlun er engin undantekn- ing frá þessu (Anna Einarsdóttir, 2000). Þá benda rannsóknir til þess að fólk með þroskahömlun hafi oft minna val en aðrir þjóðfélagsþegnar og því sé síður treyst til að bera ábyrgð á vinnustað. Auk þess er al- gengt að fólk með þroskahömlun eigi ein- göngu kost á störfum á vernduðum vinnu- stöðum (Margrét Magnúsdóttir, 2010; Smith o.fl., 2004). Margir þátttakendanna í þeirri rann- sókn sem hér er fjallað um fengu aðstoð á vinnustöðum frá atvinnu með stuðningi (hér eftir AMS). AMS felst í launaðri vinnu á almennum vinnumarkaði, aðstoð við að fá starf, þjálfun á vinnustaðnum og ein- staklingsmiðuðum stuðningi sem miðast við þarfir hvers og eins svo lengi sem á þarf að halda (Weston, 2002). Hugmyndafræði AMS hefur verið viðurkennd í Bandríkj- unum og víða í Evrópu frá því í upphafi attunda áratugar 20. aldar og hefur reynst árangursrík í því skyni að þróa aðstoð við fatlað fólk á almennum vinnumarkaði og auka atvinnuþátttöku þess. Frá árinu 1999 hefur AMS verið starfrækt hér á landi og hefur frá 2011 heyrt undir Vinnumála- stofnun (Margrét Magnúsdóttir, 2010; Vinnumálastofnun, e.d.). Þegar AMS hófst var algengast að sér- stakur vinnuþjálfari frá þjónustukerfi fatlaðs fólks veitti fatlaða starfsmann- inum einstaklingsmiðaðan stuðning irtni á vinnustaðnum en á síðari árum hefur ver- ið bent á ýmsa ókosti við það kerfi. Rann- sóknir benda til þess að þegar stuðningur er veittur af utanaðkomandi starfsmanni sé hætta á að hann standi í vegi fyrir eðli- legum samskiptum milli fatlaða starfs- mannsins og annarra og geti ýtt undir einangrun hans á vinnustað (Anna Einars- dóttir, 2000; Margrét Magnúsdóttir, 2010; Nisbet og Hagner, 1988). Á níunda áratug síðust aldar þróuðu Nisbet og Hagner (1988) nýja nálgun í atvinnu með stuðn- ingi sem byggðist á stuðningi samstarfs- fólks (e. natural support) á vinnustað. Með aðferðinni er byggt á þeim stuðningi sem er fyrir hendi á vinnustöðum. Samstarfs- fólki fatlaða starfsmannsins er ætlað að sjá um atvinnuþjálfun hans og að styðja hann eins lengi og þörf er á. Litið er svo á að stuðningsaðili frá AMS hafi fyrst og fremst það hlutverk að aðstoða fatlaða starfsmanninn við atvinnuleit, val á sam- starfsfélaga á vinnustað og leiðbeina og styðja samstarfsfélaga. Rannsóknir hafa bent til að með þessum hætti verði betri samskipti milli fatlaðra og ófatlaðra starfs- manna á vinnustöðum og að fatlaði starfs- maðurinn einangrist síður (Anna Einars- dóttir, Cimera, 2001; DiLeo og Luecking, 1995; Margrét Magnúsdóttir, 2010). Auk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.