Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 89
Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla íslands
síst skerpa atvinnutengingu þess. Sú rann-
sókn sem hér er kynnt er liður í rannsókn-
artengdri eftirfylgd námsins en ekki hefur
verið kannað áður hvernig nemendum
vegnar á vinnumarkaði að námi loknu.
Aukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á
almennum vinnumarkaði má meðal ann-
ars rekja til réttindabaráttu fatlaðs fólks en
atvinnuþátttaka er liður í virkri þátttöku
í samfélaginu auk þess sem vinnan hefur
mikil áhrif á sjálfsmynd fólks (Margrét
Magnúsdóttir, 2010; María Elísabet Guð-
steinsdóttir, 2009; Smith, Webber, Graffam
og Wilson, 2004). Bent hefur verið á að
mikilvægt sé fyrir fólk á vinnumarkaði að
hafa tækifæri til að þróa sig í starfi og njóta
trausts til að bera ábyrgð á vinnustað. Fólk
með þroskahömlun er engin undantekn-
ing frá þessu (Anna Einarsdóttir, 2000).
Þá benda rannsóknir til þess að fólk með
þroskahömlun hafi oft minna val en aðrir
þjóðfélagsþegnar og því sé síður treyst til
að bera ábyrgð á vinnustað. Auk þess er al-
gengt að fólk með þroskahömlun eigi ein-
göngu kost á störfum á vernduðum vinnu-
stöðum (Margrét Magnúsdóttir, 2010;
Smith o.fl., 2004).
Margir þátttakendanna í þeirri rann-
sókn sem hér er fjallað um fengu aðstoð
á vinnustöðum frá atvinnu með stuðningi
(hér eftir AMS). AMS felst í launaðri vinnu
á almennum vinnumarkaði, aðstoð við að
fá starf, þjálfun á vinnustaðnum og ein-
staklingsmiðuðum stuðningi sem miðast
við þarfir hvers og eins svo lengi sem á þarf
að halda (Weston, 2002). Hugmyndafræði
AMS hefur verið viðurkennd í Bandríkj-
unum og víða í Evrópu frá því í upphafi
attunda áratugar 20. aldar og hefur reynst
árangursrík í því skyni að þróa aðstoð við
fatlað fólk á almennum vinnumarkaði og
auka atvinnuþátttöku þess. Frá árinu 1999
hefur AMS verið starfrækt hér á landi og
hefur frá 2011 heyrt undir Vinnumála-
stofnun (Margrét Magnúsdóttir, 2010;
Vinnumálastofnun, e.d.).
Þegar AMS hófst var algengast að sér-
stakur vinnuþjálfari frá þjónustukerfi
fatlaðs fólks veitti fatlaða starfsmann-
inum einstaklingsmiðaðan stuðning irtni á
vinnustaðnum en á síðari árum hefur ver-
ið bent á ýmsa ókosti við það kerfi. Rann-
sóknir benda til þess að þegar stuðningur
er veittur af utanaðkomandi starfsmanni
sé hætta á að hann standi í vegi fyrir eðli-
legum samskiptum milli fatlaða starfs-
mannsins og annarra og geti ýtt undir
einangrun hans á vinnustað (Anna Einars-
dóttir, 2000; Margrét Magnúsdóttir, 2010;
Nisbet og Hagner, 1988). Á níunda áratug
síðust aldar þróuðu Nisbet og Hagner
(1988) nýja nálgun í atvinnu með stuðn-
ingi sem byggðist á stuðningi samstarfs-
fólks (e. natural support) á vinnustað. Með
aðferðinni er byggt á þeim stuðningi sem
er fyrir hendi á vinnustöðum. Samstarfs-
fólki fatlaða starfsmannsins er ætlað að
sjá um atvinnuþjálfun hans og að styðja
hann eins lengi og þörf er á. Litið er svo
á að stuðningsaðili frá AMS hafi fyrst og
fremst það hlutverk að aðstoða fatlaða
starfsmanninn við atvinnuleit, val á sam-
starfsfélaga á vinnustað og leiðbeina og
styðja samstarfsfélaga. Rannsóknir hafa
bent til að með þessum hætti verði betri
samskipti milli fatlaðra og ófatlaðra starfs-
manna á vinnustöðum og að fatlaði starfs-
maðurinn einangrist síður (Anna Einars-
dóttir, Cimera, 2001; DiLeo og Luecking,
1995; Margrét Magnúsdóttir, 2010). Auk