Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 93
Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla íslands
voru þeir sem komu beint af sérnáms-
brautum framhaldsskóla eða úr öðru námi
en þeir voru alls 13 (33,5%). Þessir nem-
endur höfðu flestir litla sem enga reynslu
af atvinnuþátttöku. í öðru lagi voru þeir
sem höfðu eingöngu unnið á vernduðum
vinnustöðum en þeir voru alls sjö (18%).
I þriðja lagi voru þeir sem höfðu verið í
vinnu á almennum vinnumarkaði, eða 16
(40,5%) og af þeim höfðu 11 (28%) verið að
vinna við störf tengd viðfangsefnum dip-
lómunámsins. Auk þess voru þrír (7,5%)
án atvinnu þegar námið hófst. Hér á eftir
má sjá samanburðartöflu sem sýnir stöðu
nemenda fyrir og eftir diplómunámið. (1.
tafla).
Af þessu má sjá að töluverðar breyt-
ingar hafa orðið á atvinnuþátttöku unga
fólksins. Það sem mesta athygli vekur er
að atvinnuþátttaka á vinnustöðum sem
tengdust viðfangsefni námsins hefur
aukist um nærri helming, þ.e. fyrir dip-
lómunámið voru 11 (28,5%) sem störfuðu
á þeim vettvangi en eftir námið 21 (54%).
Þá sýna þessar niðurstöður að fleiri eru á
vernduðum vinnustöðum eftir námið en
fyrir en í því samhengi má benda á að 13
nemendur höfðu ekki verið á vinnumark-
aði og komu beint úr öðru námi.
I rannsókninni var einnig kannað með
hvaða hætti þátttakendur höfðu fengið
vinnu. í Ijós kom að tæpur helmingur
þeirra sem höfðu vinnu, þ.e. 17 (44%) fékk
hana í gegnum Vinnumálastofnun (AMS).
Þá fengu sex nemendur (16%) vinnu á
sama stað og þeir voru í starfsnámi og 14
(37%) fengu vinnu eftir öðrum leiðum,
ýmist í gegnum kunningsskap, stuðnings-
kerfi fatlaðs fólks (verndaðir vinnustaðir)
eða höfðu sjálfir sótt um (sjá nánar 1. mynd
□ Vinna í gegnum AMS
S Vinna í gegnum starfsnámið
□ Vinna með öðrum leiðum
□ Atvinnulaus
1. mynd Hvernig fengu þátttakendur vinnu?
Hvernig fengu þátttakendur vinnu?).
Almennt er litið svo á að menntun auki
atvinnumöguleika fólks, og á það ekki
síst við um starfsmenntun. Leiða má að
því líkum að engin undantekning sé þar á
þegar kemur að fólki sem hefur útskrifast
úr diplómunáminu. Wehman, Brooke og
Inge (2001) benda á að ein helsta ástæða
atvinnuleysis fatlaðra ungmenna eftir út-
skrift úr skóla sé að þau hafi ekki verið
nægilega vel undirbúin fyrir vinnu á
almennum vinnumarkaði. Samkvæmt
niðurstöðunum hér að framan má álykta
að diplómunámið hafi aukið möguleika
fólksins til atvinnuþátttöku en ríflega
70% hópsins eru í störfum á almennum
vinnumarkaði. Þó má benda á að ekki
fengu allir vinnu í kjölfar námsins og átta
þátttakendur eru að vinna á vernduðum
91